1. Eigendur
  2. Viðhald og þjónusta
  3. Hybrid prófun
Lexus á Íslandi
VIÐHALD

HYBRID PRÓFUN

Tryggðu hámarksafköst Lexus Hybrid bílsins þíns með árlegri Hybrid prófun hjá næsta söluaðila Lexus. Lexus Hybrid prófunin tryggir að fyrsta flokks Hybrid kerfi Lexus viðheldur hámarksafköstum bílsins þíns.

BRAUTRYÐJENDUR HYBRID AFLRÁSARINNAR

Sem frumkvöðlar á sviði hybrid-aflrása ber okkur skylda til að tryggja að Lexus Hybrid bíllinn þinn vinni ávallt á mestu mögulegu sparneytni. Þess vegna bjóðum við upp á Lexus Hybrid prófun til að tryggja að Lexus bíllinn þinn gangi alltaf á hámarksafköstum.

SÉRFRÆÐINGAR Í HYBRID TÆKNI

Lexus Hybrid Drive-tæknin var þróuð af Lexus og því er bestu þjónustuna fyrir hana að finna á viðurkenndu Lexus-verkstæði. Allt tæknifólk okkar býr yfir framúrskarandi sérfræðiþekkingu sem tryggir að það er fullkomlega að sér í öllum hlutum tengdum hybrid-tækninni, auk þess að hafa fengið ítarlega þjálfun við notkun fullkomnasta búnaðar og kerfa sem völ er á. Þannig tryggjum við að Lexus-bíllinn þinn fái aðeins þá umönnun sem hann á skilið.

LEXUS HYBRID PRÓFUN

Árleg skoðun á hybrid-tækni bílsins er besta leiðin til að tryggja hnökralausa og skilvirka virkni kerfisins. Við förum yfir alla þætti Lexus Hybrid Drive-kerfisins og setjum saman ítarlega skýrslu með öllum þeim upplýsingum sem þú þarft til að sjá stöðu kerfisins. Öll atriði eru útlistuð á skýran og einfaldan máta og ef einhver hluti kerfisins þarfnast athygli eða viðhalds munum við ræða það við þig, sem og um næstu skref.

1.PRÓFUN Á HYBRID-RAFHLÖÐU

Kerfið greinir afköst hybrid-rafhlöðunnar.

2. PRÓFUN Á AKSTURSKERFI

Kerfið greinir afköst aksturskerfisins.

3.PRÓFUN Á KÆLIKERFI

Kerfið greinir afköst kælikerfisins.

HUGARRÓ

Í gegnum reglulega skoðun hybrid-kerfis bílsins getur tæknifólk Lexus leyst möguleg vandamál áður en þau koma upp.

FRAMLENGD VIÐHALDSÁÆTLUN FYRIR HYBRID-RAFHLÖÐUR

Lexus Hybrid Drive-íhlutir falla undir hefðbundinn ábyrgðartíma framleiðanda til fimm ára eða 100.000 ekna kílómetra. Eftir jákvæðar niðurstöður Hybrid-prófunar tekur eins árs (eða 15.000 kílómetra) framlengd viðhaldsáætlun fyrir Hybrid-rafhlöður gildi og þú færð vottorð sem fylgja skal þjónustubók bílsins. Áætlunina er hægt að framlengja árlega í allt að tíu ár frá nýskráningu ökutækisins. Þetta þýðir áratug af hugarró þar sem þú getur verið viss um að ef svo ólíklega vill til að viðhalds sé þörf geturðu treyst á það að einungis bestu sérfræðingarnir munu sjá um það.

SVÖR VIÐ SPURNINGUM UM HYBRID

Ef þú hefur einhverjar spurningar um viðhald Hybrid kerfisins skaltu endilega fara yfir algengar spurningar hér að neðan eða hafa samband við Lexus umboðið.

 

  • Þetta er útbreiddur misskilningur. Svarið er nei. Hybrid bíll krefst ekki meira viðhalds en hefðbundinn bíll og reglubundið viðhald og smávægilegar viðgerðir eru jafnvel eilítið ódýrari en í hefðbundnum bílum.

    Sama regla gildir fyrir Hybrid bíla og alla aðra bíla, reglulegt viðhald er grundvallarþáttur þess að tryggja að bíllinn sé ávallt í besta mögulega ástandi. Því meira sem þú notar bílinn þinn því oftar þarftu að láta þjónusta bílinn. Hjá söluaðila Lexus færðu upplýsingar um hvaða tímabil á milli þjónustuskoðana hentar best og hvað þú getur gert til að tryggja hámarksvirkni og endingu Hybrid rafhlöðunnar og annarra íhluta.

    Þú getur bókað Hybrid prófun hjá næsta söluaðila Lexus hvenær sem þér hentar.

    Hybrid prófunarskýrsla inniheldur nákvæma útlistun á ástandi bílsins. Skýrslan er ekki eingöngu til staðfestingar á því að bíllinn hafi farið í gegnum þjónustuskoðun til að hægt sé að framlengja ábyrgðina heldur er einnig í henni að finna upplýsingar um hvaða atriði Hybrid kerfisins krefjast nánari skoðunar síðar meir. Þú færð skýrsluna afhenta til síðari nota og samanburðar fyrir næstu Hybrid prófun.

  • Hybrid-rafhlöður frá Lexus uppfylla ströngustu skilyrði og eru hannaðar til að endast vel og lengi. Endanlegur endingartími þeirra ræðst hins vegar af notkun þinni og aksturslagi, auk þess sem viðhald gegnir gríðarmiklu hlutverki í endingu rafhlöðu. Hybrid-rafhlöður frá Lexus geta enst út líftíma bílsins, sem gerir hybrid-bílinn að einum áreiðanlegasta farkostinum um ókomin ár.

    Lexus hefur lagt áherslu á og tíma og fjármagn í Hybrid tækni frá árinu 2004 og hefur á þeim tíma öðlast gríðarlega þekkingu á Hybrid tækninni. Sjálfhlaðandi Lexus Hybrid-bílar eru búnir nýjustu hybrid-tækni og eru hannaðir sem hugvitsamlegur valkostur fyrir ökumenn þar sem minni umhverfisáhrif og einstök akstursánægja fara saman. Við bjóðum upp á fjölbreyttasta úrval Hybrid lúxusbíla á markaðnum í dag og því ættir þú að finna Hybrid tækni hjá okkur sem hentar þínum lífsstíl.