1. Legal
  2. Lexus og umhverfið
Lexus á Íslandi

LEXUS OG UMHVERFIÐ

360° NÁLGUN

ÁHERSLA LEXUS Á UMHVERFISMÁL Á RÆTUR SÍNAR AÐ REKJA TIL SANNAR VIRÐINGAR OG UMHYGGJU OKKAR FYRIR JÖRÐINNI. FARÐU Í GEGNUM FIMM ÞREPA FERLIÐ TIL AÐ KYNNA ÞÉR HVERNIG LEXUS DREGUR ÚR NEIKVÆÐUM UMHVERFISÁHRIFUM

MARKMIÐIÐ: ENGIN MENGUN

VIÐ HJÁ LEXUS LÍTUM SVO Á AÐ OKKUR SÉ SKYLT AÐ LEIÐA VIÐBRÖGÐ IÐNAÐARINS VIÐ ÞEIM HÆTTUM SEM STEÐJA AÐ UMHVERFINU.

Það er trú okkar að sjálfbærni í umhverfismálum sé stærsta áskorun sem bílaiðnaðurinn og samfélag okkar stendur frammi fyrir á þessari öld. Viðbrögð okkar hafa ekki aðeins áhrif á vörur okkar heldur einnig alla þætti starfsemi okkar og sérhvern starfsmann.

Með skýra sýn um sjálfbærni í samgöngum fyrir augum:

  • Erum við brautryðjandi í þróun umhverfisvænnar tækni á borð við Hybrid bíla
  • Drögum við úr umhverfisáhrifum á öllum sviðum starfsemi okkar
  • Höldum við notkun náttúruauðlinda í framleiðslu okkar í lágmarki og hámörkum endurvinnslu og endurnýtingu
  • Vinnum við að hreinna umhverfi í samstarfi við íbúa á hverjum stað

 

Við köllum þetta 360° nálgun okkar að því að vera leiðandi í umhverfismálum. Við stefnum að því að engin mengun og enginn úrgangur falli til á öllum sviðum starfsemi okkar. Við trúum því að með tíma, færni og „Kaizen“ (japanska orðinu fyrir „stöðugar framfarir”) sé þetta raunhæft markmið. Við trúum því að þetta sé forsenda frekari vaxtar og velgengni Lexus.

FYRSTA SKREFIÐ: VÖRU- OG HÖNNUNARÞRÓUN

TIL ÞESS AÐ DRAGA ÚR UMHVERFISÁHRIFUM ER MIKILVÆGT AÐ ÁÆTLA OG MÆLA ÁRANGUR. ÞESS VEGNA VINNUM VIÐ ÚT FRÁ HUGMYNDINNI UM LÍFSFERIL, SEM ER HEILDRÆNT FERLI SEM FELUR Í SÉR STÖÐUGAR FRAMFARIR OG TEKUR TILLIT TIL ALLRAR AUÐLINDANOTKUNAR OG UMHVERFIS- OG HEILSUFARSÁHRIFA SEM VÖRUR OKKAR HAFA Í FÖR MEÐ SÉR.

Við erum í fararbroddi í notkun efna sem má endurnýta að miklu leyti, sem og við rannsóknir og notkun varahluta sem auðvelt er að endurvinna þegar þeir eru úr sér gengnir. Jafnvel lítt sýnilegir íhlutir í Lexus eru hannaðir með þetta fyrir augum: Klæðning í farangursrými er gerð úr endurunnum stuðurum og endurunnið, tætt efni úr hljóðeinangrun er notað í hljóðdeyfi undir mælaborði.

Klæðningar í hurðum eru nú gerðar úr stofni kenaf jurtarinnar – sem tilheyrir ætt stokkrósa – í stað viðarspænis sem notaður var áður.

Kenaf tekur í sig tvöfalt til fimmfalt meiri koltvísýring en aðrar plöntur og er blandað saman við ónýta stuðara af verkstæðum til að framleiða hurðaklæðningar sem eru léttari, hljóðeinangra betur og eru unnar úr efni sem stuðlar ekki að skógareyðingu.

„VIÐ HÖFUM ÞRÓAÐ PLAST SEM MÁ ENDURVINNA AFTUR OG AFTUR, ER NOTAÐ Í ÖLLUM BÍLUNUM OKKAR OG STENDUR NÚ ÖLLUM BÍLAFRAMLEIÐENDUM TIL BOÐA.“

ANNAÐ SKREFIÐ: FRAMLEIÐSLAN

Við hjá Lexus lítum svo á að okkur sé skylt að leiða viðbrögð iðnaðarins við þeim hættum sem steðja að umhverfinu. Það er trú okkar að sjálfbærni í umhverfismálum sé stærsta áskorun sem bílaiðnaðurinn og samfélag okkar stendur frammi fyrir á þessari öld. Viðbrögð okkar hafa ekki aðeins áhrif á vörur okkar heldur einnig alla þætti starfsemi okkar og sérhvern starfsmann.

Við köllum þetta 360° nálgun okkar að því að vera leiðandi í umhverfismálum. Við stefnum að því að engin mengun og enginn úrgangur falli til á öllum sviðum starfsemi okkar. Við trúum því að með tíma, færni og „Kaizen“ (japanska orðinu fyrir „stöðugar framfarir”) sé þetta raunhæft markmið. Við trúum því að þetta sé forsenda frekari vaxtar og velgengni Lexus.

ÞRIÐJA SKREFIÐ: VÖRUSTJÓRNUN

Aðgerðir Lexus í umhverfismálum taka til alls frá söfnun og flutningi hráefna til framleiðslu og samsetningar íhluta, sem og frá ferlum í sýningarsölum okkar til meðhöndlunar efna sem skilað er til förgunar.

Okkur hefur tekist að stytta vegalengd í vöruflutningum um 4920 kílómetra á ári, sem minnkar losun koltvísýrings um 1020 tonn. Þessi árangur náðist með því að skipuleggja flutningsleiðir vandlega og með því að tvöfalda farmþyngdina í hverjum bíl.

FJÓRÐA SKREFIÐ: ENDURVINNSLA ÚR SÉR GENGINNA BÍLA

TILSKIPUNIN UM ÚR SÉR GENGIN ÖKUTÆKI MIÐAR AÐ ÞVÍ AÐ FYRIRBYGGJA OG TAKMARKA ÚRGANG ÁSAMT ÞVÍ AÐ BÆTA ENDURNÝTINGU, ENDURVINNSLU OG ENDURHEIMT ÚR SÉR GENGINNA ÖKUTÆKJA

Lexus vinnur samkvæmt ákvæðum tilskipunarinnar og einn liður í því er að taka við tilgreindum Lexus bílum eigendum þeirra að kostnaðarlausu.

Á Íslandi getur þú farið með bílinn í Hringrás þér að kostnaðarlausu. Nánari upplýsingar má finna á hringras.is.Opens in new window

Starfsfólk Lexus um allan heim vinnur stöðugt að því að lágmarka áhrif starfsemi okkar á umhverfið. Við val á samstarfsaðila fyrir endurheimt og endurvinnslu úr sér genginna ökutækja var lögð rík áhersla á að ströngustu gæðakröfur væru uppfylltar til að tryggja Lexus eigendum ábyrga, áreiðanlega og skilvirka þjónustu við förgun bifreiða þeirra.