1. Kynntu þér Lexus
  2. Hönnun
  3. Milan Design Week 2022
Lexus á Íslandi
HÖNNUNARVIKAN Í MÍLANÓ 2022

LEXUS: SPARKS OF TOMORROW

Lexus hefur opnað sýningu sína á hönnunarvikunni í Mílanó 2022, með kynningu á hönnunarstefnu vörumerkisins þar sem áhersla Lexus á sjálfbærni kemur fram.

Í ár heitir sýningin „Lexus: Sparks of Tomorrow“. Þar má finna þrjú hönnunarverkefni sem öll eru til marks um notendavæna og framúrstefnulega hönnun Lexus. Sýningin „Lexus: Sparks of Tomorrow“ hrífur áhorfendur með sér. Þar má finna umlykjandi innsetningarverk eftir verðlaunaða arkitektinn og hönnuðinn Germane Barnes í samstarfi við ljósastúdíóið Aqua Creations, nýjar frumgerðir frá úrslitahóp HÖNNUNARVERÐLAUNA LEXUS 2022 og verkefni nemenda við konunglega listaháskólann í London sem fjalla um sjálfbærari framtíð.

„Við vorum spennt að taka aftur þátt í hönnunarvikunni í Mílanó með stórkostlegt safn af verkefnum sem eru til marks um nýja kynslóð hönnunar og vilja Lexus til að feta nýjar leiðir til móts við kolefnishlutlausa framtíð með tækni, handverki og nýsköpun,“ sagði Brian Bolain, markaðsstjóri Lexus á heimsvísu. „Okkur þótti sérstaklega gaman að geta sýnt verkefni úrslitahóps HÖNNUNARVERÐLAUNA LEXUS 2022 og nemenda konunglega listaháskólans ásamt innsetningu Germane Barnes, „ON/“, sem er nú sýnd í annað skipti í samstarfi við ljósastúdíóið Aqua Creations. Það var frábært að sjá viðbrögð almennings við sýningu Lexus og hvernig fólk meðtók sýn okkar á framtíðina“

Innsetningin ON/ er samstarf Lexus og Germane Barnes og sýnir rafvædda, kolefnishlutlausa og notendavæna framtíð. Lexus RZ, fyrsti rafbíllinn frá Lexus, er í aðalhlutverki sýningarinnar. Útlínur bílsins eru endurgerðar með málmgrind sem hangir aðeins ofan við jörðu. Verkið er lýsandi fyrir framtíðarsýn Lexus um sjálfbærni þar sem hugmyndir um rafvæðingu, tækni og sérsniðna hönnun eru í forgrunni. RZ-bíllinn er lýstur upp með litríkum hengiljósum úr silki, úr línunni Code 130 frá Aqua Creations, sem mynda áþreifanlega viðbót við umlykjandi innsetninguna og endurspegla framtíðarsýn Lexus þar sem kolefnishlutleysi er orðið að veruleika. Innsetningunni fylgir setustofa með nýju ToTeM-lýsingunni frá Aqua Creations.

„Það var æðislegt að setja ON/ innsetninguna aftur upp með Lexus og fara með sýninguna til Mílanó,“ sagði Germane Barnes, stjórnandi Studio Barnes. „Í upprunalegu ON/ sýningunni var LF-Z, hugmyndabíll sem táknaði leiðina í átt að kolefnishlutleysi.  Í þetta skiptið notuðum við RZ til að skoða þróunina frá hugmynd til raunverulegrar afurðar og fórum í samstarf við Aqua Creations til að skapa umhverfi með áþreifanlegra yfirbragð.  Hönnun fyrir framtíð sem einkennist af samstarfi, sjálfbærni, jafnrétti og einstakri upplifun einstaklinga er ekki bara drifkraftur starfa minna heldur bauð líka upp á spennandi samverkun við aðra hönnuði með verk á Sparks of Tomorrow.“

Gestir gátu einnig skoðað verk listamannanna sex sem voru í úrslitahóp HÖNNUNARVERÐLAUNA LEXUS 2022, hæfileikaríks fólks sem á framtíðina fyrir sér. Úrslitahópurinn var valinn vegna frumlegra lausna sem stuðla að betri framtíð en koma einnig til skila þremur grunnreglum Lexus-vörumerkisins, framsýni, nýsköpun og hrifningu, og auka þannig ánægju allra. Í dómnefnd voru þekktir hönnuðir. Úrslitahópurinn fékk þrjá mánuði til að þróa upprunalegu tillögurnar sínar og búa til frumgerðir undir handleiðslu leiðbeinenda. Leiðsögn frá hönnuðum í fremstu röð var einstakt tækifæri fyrir þetta efnilega og hæfileikaríka fólk og er mikilvægur hluti verðlaunanna.

Á sýningunni hjá Lexus voru einnig verk nemenda sem kynntu róttækar hugmyndir um lúxusferðamáta sem komu fram í verkefni á vegum Lexus, „2040: The Soul of Future Premium” fyrir konunglega listaháskólann í London, Bretlandi.  Í verkefninu áttu nemendur við hönnunarmiðstöð skólans fyrir snjalla ferðamáta (Intelligent Mobility Design Centre) að skoða nýjar ökutækjalausnir í samræmi við þarfir evrópskra borga og samfélags og endurhugsa hlutverk Lexus sem vörumerki lúxusbíla. Verkefnið stóð yfir í sex mánuði og fólst meðal annars í leiðsögn og endurmati með Ian Cartabiano og Lance Scott, forstjóra og yfirstjórnanda hönnunardeildar Lexus í Evrópu, ED2, ásamt Dale Harrow, deildarstjóra hönnunarmiðstöðvarinnar og Dr. Chris Thorpe, námsgreinastjóra snjallra ferðamáta við konunglega listaháskólann.

Hver er Germane Barnes?

Germane Barnes er stjórnandi Studio Barnes og dósent við arkitektúrdeild háskólans í Miami. Í störfum sínum skoðar Barnes tenginguna á milli arkitektúrs og sjálfsmyndar með því að kanna félagslegan og pólitískan kraft arkitektúrs með sagnfræðirannsóknum og hönnun.  Hann trúir eindregið að hönnun sé félagslegt ferli og nálgast öll skilyrði sem sett eru í verkefnum sem tækifæri til breytinga.

Árið 2021 hlaut hann styrk frá United States Artists, Wheelwright-verðlaunin, verðlaun Architectural League fyrir unga arkitekta og hönnuði, auk þess sem hann er styrkhafi Rome Prize 2021-2022 hjá American Academy in Rome.