UPPGÖTVAÐU FYRSTA RAFBÍLINN FRÁ LEXUS

Þú ýtir á aflhnappinn og grípur um einstaklega fallega smíðað stýrið og þá finnur þú strax hvað þessi fyrsti rafbíll frá Lexus hefur sérstakan og magnaðan persónuleika. Svo ekur þú af stað og heillast um leið af snarpri, línulegri hröðun UX 300e og stöðugleika og öryggi í beygjum. Lexus UX 300e fangar augað um leið og er knúinn af háþróuðum rafmótor sem skilar 150 kW (204 DIN hö.) og 300 Nm af tafarlausu togi.

UPPLIFÐU UX 300e

Hvort sem er í erli borgarinnar eða á hlykkjóttum sveitavegum er hreinasta unun að aka UX 300e. Aksturinn er bæði skemmtilegur og hárnákvæmur, þökk sé einkum lágri þyngdarmiðju og sérlega stífum undirvagni. Upplifðu UX 300e af eigin raun.

UX 300e 14549618-57e2-49a0-b312-938e1da38c0d

Dragðu til að snúa bílnum

Veldu útfærslu Comfort Premium Luxury
160
Hámarkshraði (km/klst)
7.5
Hröðun 0-100 km/klst.

HANDVERK SEM HEILLAR

LEXUS UX 300e er rafknúinn bíll sem einkennist af handverki sem heillar allt frá því að þú ýtir á „ræsa“ og snörp, lipur hröðun færir þig á vit ævintýranna. Í hljóðeinangruðu farþegarýminu er hugað að hverju smáatriði og þar skynjar þú til fulls hvernig rafmagnið knýr allt, hvort sem það er loftkælingin eða hemlarnir.

*Eiginleikar eru mismunandi milli markaðssvæða, hafðu samband við söluaðila til þess að fá upplýsingar um búnað sem er í boði á þínu markaðssvæði.

EXPERIENCE THE UX 300e

Gerðin hér að ofan er ekki einkennandi fyrir línuna í heild.

    Parallax Image 1 Bold Crossover Design

EIGINLEIKI

ÁRÆÐIN HÖNNUN

Þessi rafknúni UX 300e er fjársjóðskista, full af Lexus hönnunarperlum á borð við einkennandi grill, skarpar útlínur og þróttmikla þaklínu sem minnir á blæjubíl. Að framan er auðkennandi dagljósabúnaður settur upp í örvaroddastíl yfir rennilegum þriggja ljósa LED-aðalljósum sem undirstika L-laga ljósahönnun Lexus.

Lestu meira um Lexus-hönnun

    Parallax Image 2 Takumi Craftsmanship

EIGINLEIKI

TAKUMI-GÆÐASMÍÐI Á HEIMSMÆLIKVARÐA

Handbragð á heimsmælikvarða er aðalsmerki hvers Lexus-bíls og þess vegna er UX 300e smíðaður í margverðlaunaðri verksmiðju okkar í Kyushu, þar sem gæðastjórnun er í höndum Takumi-handverksmeistara okkar. Hér er hugað að hverju smáatriði, allt frá málun með handunnum frágangi að samsetningu rafeindaíhluta í hreinu herbergi.

Lestu meira um Takumi-handverk

    Parallax Image 3 Lexus Electrified

EIGINLEIKI

RAFMAGNAÐUR AKSTUR MEÐ LEXUS

Bíllinn er fínstilltur á alla lund af Yoshiaki Ito, reyndasta ökuprófunarmeistara okkar, og það skilar sér til þín í einstakri „Lexus Electrified“ akstursupplifun. Þegar þú sest undir stýri velur þú milli fjögurra kraftmikilla afhröðunarstillinga. Ito-san hafði vökult auga með öllu og aðstoðaði meira að segja við smíðina á glæsilegri gírstönginni í bílnum

Lestu meira um Lexus Electrified

    Parallax Image 4 Reassuringly Electric

EIGINLEIKI

RAFKNÚINN AKSTUR SEM ALDREI BREGST

Til að hámarka stjórnun og auka drægið vakta rafhlöðuskynjarar spennustigið í hverri rafhlöðusellu og rafhlöðublokkinni í heild, sem og hitastigið í rafhlöðunni. Til að tryggja langa og snurðulausa endingu er litíum-jóna-rafhlaðan í UX 300e búin háþróuðu kæli- og hitunarkerfi.

Lestu meira um rafhlöðutækni UX 300e

    Parallax Image 5 LSS

EIGINLEIKI

LEXUS SAFETY SYSTEM +

Þegar þú situr undir stýri í nýja UX 300e-bílnum er gott til þess að vita að þú ekur einum öruggasta rafbíl sem smíðaður hefur verið, bíl sem er búinn nýjustu útgáfu af Lexus Safety System + sem stuðlar að því að koma í veg fyrir aftanákeyrslur, akreinaflakk og ákeyrslur á gangandi vegvarendur með viðvörunum og hemlunaraðstoð.

Lestu meira um Lexus Safety System +