KYNNTU ÞÉR UX 300e RAFBÍLINN

Einstakir eiginleikar fyrsta Lexus rafbílsins koma strax í ljós þegar þú ýtir á starthnappinn og grípur um vandað stýrið. Þegar ekið er af stað nýturðu snarprar og samfelldrar hröðunar og stöðugleika í beygjum. Bílinn er með sama glæsilega útlitið og hinir UX-bílarnir en er knúinn með háþróuðum rafmótor sem skilar 150 kW (204 DIN hö.) og skilar 300 Nm togi nánast tafarlaust.

KERFI RAFBÍLS

RAFMÓTOR

Skilar 150 kW (204 DIN hö.) af afli og 300 Nm af tafarlausu togi.

DRÆGI RAFHLÖÐU

54,3 kWh Li-ion rafhlaðan endist í 400 km (NEDC)* akstur á einni hleðslu.

*Mæling miðast við NEDC útfærslu (Háð staðaraðlögun)

AFKÖST RAFBÍLS

Þú ferð 0–100 km/klst. á 7.5 sekúndum. Hámarkshraði nemur 160 km/klst. og engin koltvísýringur er losaður við aksturinn.


 

 
  UX EX placeholder asset

 

 
  UX EX quote image

„EFTIR AÐ HAFA VERIÐ BRAUTRYÐJENDUR Í ÞRÓUN RAFKNÚINNA HYBRID-BÍLA Í NÆSTUM 20 ÁR ER ÞAÐ OKKUR SÖNN ÁNÆGJA AÐ SETJA Á MARKAÐ FYRSTA LEXUS SEM ER EINGÖNGU RAFKNÚINN.“

TAKASHI WATANABE, YFIRVERKFRÆÐINGUR FYRIR UX

 

 
  image text placeholder asset 810 X 1080

UX 300e RAFBÍLLINN

NÝSTÁRLEG HÖNNUN

Hönnun nýja UX 300e er nýstárleg miðað við rafbíl en bíllinn státar af hinu áberandi „sígilda Lexus-grilli“, sportlegum útlínum og 17” álfelgum með loftkælingareiginleika. Glæsilegt innanrýmið er hannað fyrir þægindi ökumanns og er í senn aðgengilegt og öruggt. Það sækir innblástur til japanska hugtaksins „engawa“ þar sem mörk þess sem er utan á og að innan renna snurðulaust saman.


 

 
  Takumi craftsmanship asset 810 X 1080

UX 300e RAFBÍLLINN

TAKUMI-HANDVERK

UX 300e er smíðaður í hinni verðlaunuðu Kyushu-verksmiðju ásamt hinum rafknúnu bílunum okkar og fer framleiðslan fram undir handleiðslu Takumi-handverksmeistara. Hvarvetna er hugað að smáatriðunum, allt frá fallegu handslípuðu lakkinu til samsetningar rafmótora í sótthreinsiherbergi til leðursætanna sem eru innblásin af hefðbundinni japanskri stungusaumtækni sem kallast „sashiko“. Hver UX 300e-bíll er yfirfarinn og skoðaður ítarlega áður en hann er sendur út úr húsi.


 

 
  EV performance asset 810 X 1080

UX 300e RAFBÍLLINN

AFKÖST RAFBÍLS

Akstur UX 300e einkennist af mikilli lipurð og nákvæmri stýringu. Lág þyngdarmiðja, styrktur undirvagn og sterk rafhlöðueining veita mikla öryggistilfinningu við akstur. Þú getur hagað akstrinum eins og þér líkar best með því að nýta þér möguleika akstursstillingarofans. Einnig getur þú aðlagað aksturslagið með því að nota eina af fjórum hraðaminnkunarstillingum.


 

 
  Image Text Battery asset 810 X 1080

UX 300e RAFBÍLLINN

RAFHLÖÐUTÆKNI

Lithium-ion rafhlaðan í UX 300e drífur meira en 400km (NEDC)* á einni hleðslu. Hönnun hennar byggir á einstakri reynslu okkar af smíði fleiri en 1,6 milljóna rafknúinna, sjálfhlaðandi hybrid-bíla frá árinu 2004. Þessi mikla og leiðandi reynsla á sviði rafknúins aksturs merkir að hátæknilausnir Lexus á borð við stjórntölvu, stjórnkerfi rafhlöðu og rafmótor hafa verið prófuð yfir margar milljónir kílómetra.

*Mæling miðast við NEDC útfærslu (Háð staðaraðlögun)


 

 
  Image Text Seamless connectivity asset 810 X 1080

UX 300e RAFBÍLLINN

HNÖKRALAUSIR TENGIMÖGULEIKAR

Mark Levinson-hljóðkerfi með 13 hátölurum býður upp á óviðjafnanleg hljómgæði í tónleikagæðum og UX 300e-snertiborðið gerir þér kleift að stjórna 10,3 tommu Lexus Premium-leiðsögukerfinu og Lexus Link-forritinu fyrir tengda þjónustu. Lexus Link er notendavænt og býður upp á gagnlega eiginleika fyrir rafbílinn eins og fjarhleðslu, fjarstýrða loftkælingu og leit að hleðslustöð þegar þú þarft að stinga UX 300e í samband við rafmagn.


 

 
  Image Text Advanced safety asset 810 X 1080

UX 300e RAFBÍLLINN

FRAMÚRSKARANDI ÖRYGGI

UX 300e er útbúinn Lexus Safety System + sem inniheldur: árekstrarviðvörunarkerfi; akreinarakningu sem heldur þér á beinu brautinni; sjálfvirkt háljósakerfi til að hjálpa ökumönnum að koma betur auga á gangandi vegfarendur og bíla í myrkri; umferðarskiltaaðstoð sem greinir umferðarskilti; og ratsjárhraðastilli.