
VIÐ KYNNUM
WORLDWIDE HARMONIZED LIGHT VEHICLE TEST PROCEDURE (WLTP)
Nýju prófunaraðferðina fyrir sparneytni og útblástur.
Frá og með níunda áratugnum hafa evrópskar útblásturs- og sparneytniprófanir fyrir nýja bíla verið framkvæmdar samkvæmt NEDC-staðlinum (New European Driving Cycle). Frá og með 1. september 2017 hefur nýr prófunarstaðall verið í notkun, WLTP-staðallinn (Worldwide Harmonized Light Vehicle Test Procedure), sem gefur bæði kaupendum og eigendum bíla raunsærri mynd af afköstum bíla.

FRÁ NEDC TIL WLTP: HVAÐ BREYTIST?
Verið er að skipta út 40 ára gömlum NEDC-akstursprófunum vegna tækninýjunga í bílum og breyttra akstursskilyrða. Nýju WLTP-prófanirnar bjóða upp á raunverulegri prófunarskilyrði til að mælingar á rannsóknarstofu endurspegli betur afköst bíls í akstri og skapi þannig nákvæmari grunn fyrir útreikning og samanburð á eldsneytisnotkun og útblæstri bíla.
ÞESSU MÁ BÚAST VIÐ ÚR WLTP-PRÓFUNUM:
Prófunarlota
Virkar prófanir sem eru meira einkennandi fyrir raunverulega aksturshegðun.
Tími lotu
Prófunin tekur 30 mínútur og hefur því lengst um 10 mínútur.
Akstursáfangar
Virkari áfangar: 52% borgarakstur og 48% utan þéttbýlis.
Vegalengd lotu
23,25 kílómetra löng, meira en tvöfalt lengri en fyrri vegalengd.
Meðalhraði og hámarkshraði
Meðalhraði er 46,5 km/klst. (aukning um 12,5 km/klst.) og hámarkshraði aukinn í 131 km/klst.
Aukabúnaður
Tekið er tillit til aukabúnaðar fyrir bíla (sem hefur áhrif á koltvísýringslosun og eyðslu).
Gírstengur
Hver bíll er með ólíka en ekki fasta gírskiptipunkta.
Hitastig við prófun
Mælingar eru nú gerðar við 23 °C (og koltvísýringsgildi leiðrétt að 14 °C) í stað 20–30 °C.
VIÐ KYNNUM AUKINN SKÝRLEIKA
Á milli september 2017 og september 2018 þurfa allir nýir bílar að standast WLTP-prófanir (léttar atvinnubifreiðar fylgja svo ári seinna). Fyrsta gerðin hjá Lexus sem á að fá WLTP-vottun er RC F, á fjórða ársfjórðungi 2017.
Við hjá Toyota fögnum skiptunum yfir í WLTP þar sem þær prófanir bjóða viðskiptavinum okkar upp á nákvæmari grunn fyrir útreikning á sparneytni og útblæstri. Við höfum, sem leiðandi aðili í vistvænum samgöngum, um áratugaskeið sinnt rannsóknum sem miða að því að gera bíla umhverfisvænni. Þetta hefur leitt af sér tækni á borð við Hybrid aflrásir sem hafa gert sitt til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og greitt götu okkar í átt að samfélagi sem ekki er jafnháð kolefni.
-
-
„HYBRID ER BURÐARÁSINN Í ÞEIM AFLRÁSUM SEM VIÐ BJÓÐUM UPP Á OG GERIR OKKUR KLEIFT AÐ MINNKA LOSUN KOLEFNIS Í ANDRÚMSLOFTIÐ UM 90% FYRIR ÁRIÐ 2050 FRÁ ÁRINU 2010.“
Dr. Johan Van Zyl, forstjóri og framkvæmdastjóri Toyota Motor Europe

PRÓFANIR FYRIR HVERSDAGSAKSTUR, RAUNHÆFAR NIÐURSTÖÐUR
Nýju WLTP-prófanirnar tryggja að mælingar á rannsóknarstofu endurspegla nú betur aðstæður sem bílar takast á við daglega. Þetta þýðir að gildi fyrir eldsneytisnotkun og útblástur sem fylgja nýjum bílum endurspegla mun betur þau gildi sem mælast munu við hversdagslegar aðstæður.
ERTU MEÐ FLEIRI SPURNINGAR?
-
Breytist rauneldsneytisnotkun bílsins?
Nei. Rauneldsneytisnotkun bílsins verður áfram sú sama en líklegt er að vottuð gildi fyrir losun koltvísýrings og eldsneytisnotkun hækki vegna strangari krafna við WLTP-prófanir, þau séu nær því sem þú upplifir.
-
Munu WLTP-gildi fyrir eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings endurspegla það sem búast má við?
WLTP-prófanir eru framkvæmdar á rannsóknarstofu eins og NEDC. Aksturslag og aðstæður eru breytilegar og því er möguleiki á að uppgefin gildi og raungildi við akstur séu ekki þau sömu.
-
Af hverju hefur NEDC-gildi bílsins skyndilega hækkað?
Um tíma (út árið 2020) verða NEDC-gildi áfram gefin út samhliða WLTP-gildum. Þar sem ekki er lengur hægt að nota gömlu NEDC-aðferðina krefjast reglugerðir þess að WLTP-gildum fyrir losun koltvísýrings verði umbreytt í gildi sem samsvara NEDC með „samræmingaraðgerð“ (e. correlation exercise). Þetta er annaðhvort gert með hermiverkfæri sem hannað var fyrir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins eða með endurteknum raunprófunum, sem getur skilað sér í hærri NEDC-gildum fyrir losun koltvísýrings í bílnum þar sem um uppfært NEDC-gildi er að ræða (byggt á WLTP).
-
Ná WLTP-prófanir til annarra loftmengunarvalda?
Já. WLTP er einnig notað til að mæla efni á borð við kolmónoxíð (CO), kolvetni (HC) og nituroxíð (NOx) og agnir (PM/PN).
-
Hvenær breytast gildi fyrir léttar atvinnubifreiðar?
WLTP-vottun verður áskilin fyrir allar léttar atvinnubifreiðar (flokkar N1 (ii), N1 (iii) og N2) frá 1. september 2019, einu ári á eftir fólksbílum.