Skip to Main Content (Press Enter)

ALGENGAR SPURNINGAR

ALGENGAR SPURNINGAR

  1. Allar

Tengdar þjónustur samanstanda af Lexus Link+ appinu í símanum þínum og margmiðlunarkerfinu í bílnum. Hvort um sig er búið eigin eiginleikum sem auka öryggi og skemmtun við akstur, í og utan bílsins.

Lexus Link+ appið gerir þér kleift að ná sambandi við bílinn óháð staðsetningu. Þú getur skipulagt ökuferðir, fundið hvar þú lagðir bílnum, fengið upplýsingar um hvenær tími er kominn á viðhald, skoðað gögn bílsins og fengið mikilvægar tilkynningar um bílinn, auk þess að fjarstýra hitastillikerfi, dyrum og hættuljósum bílsins.

Margmiðlun gerir þér kleift að tengja snjallsímann (samhæf við iOS og Android) við bílinn þinn*. Þú getur notað uppáhalds öppin þín, til dæmis Spotify, WhatsApp, Audible, Google-kort og Waze, í bílnum þínum og stjórnað þeim með Siri eða OK Google. Margmiðlun veitir þér einnig aðgang að gagnlegum upplýsingum eins og rauntímaviðvörunum um umferð og viðvörunum um hraðamyndavélar, og gerir þér kleift að leita að áhugaverðum stöðum í leiðsögukerfinu.

*fyrir valdar gerðir

Nánari upplýsingar um framboð eftir gerðum fást hjá viðurkenndum söluaðila eða á vefsvæði Lexus fyrir þitt svæði.

Ef þú kaupir notaðan Lexus sem styður tengdar þjónustur geturðu virkjað þær í Lexus Link+ appinu að því gefnu að þú getir sýnt fram á að þú hafir efnislegan aðgang að bílnum (með því að færa inn ekna kílómetra eða skanna QR-kóða). Farðu til söluaðilans til að færa eignarhald á bílnum yfir á þitt nafn til þess að njóta allra eiginleika appsins.

Lexus Link+ appið er tengt við verksmiðjunúmer (VIN) og eiganda bílsins svo þú getur aðeins notað tengdu þjónusturnar fyrir viðkomandi bíl.

Með Lexus Link+ aðgangi geturðu haft umsjón með margmiðlunarkerfinu þínu og fengið gagnlegar upplýsingar um bílinn í gegnum Lexus Link+ appið og gáttina / persónulega svæðið.

Já, hægt er að bæta tengdum þjónustum við marga aðganga en aðeins er hægt að virkja hana á einum aðgangi í einu.

Tengdar þjónustur samanstanda af Lexus Link+ appinu og margmiðlun. Hvort um sig er búið eigin eiginleikum og þá þarf að virkja hvern fyrir sig.

Þú getur auðveldlega séð hvort tengdu þjónusturnar eru virkar með því að athuga hvort upplýsingar um síðustu ökuferð birtist á upphafsskjámynd appsins.

Ef þú ert ekki viss um hvort tengdu þjónusturnar séu virkar skaltu byrja á því að velja réttan bíl í „Bílskúrinn minn“ og smella síðan á Tengdar þjónustur - Yfirlit. Þá sérðu allar þjónusturnar sem eru í boði fyrir bílinn og virkjunarstöðu þeirra. Farðu svo eftir leiðbeiningunum til að virkja tengdu þjónusturnar sem eru í boði fyrir bílinn þinn.

Til að kveikja á Lexus Online þarftu að tengja símann við bílinn, annaðhvort með Bluetooth- eða Wi-Fi tjóðrun, og smella svo á flipann „Uppsetning“. Næst smellirðu á flipann „Tengt“, síðan á flipann „Lexus Online“ og velur svo fyrirliggjandi aðgang. Að því loknu slærðu inn innskráningarupplýsingarnar fyrir Lexus Link+.

Þegar þú gerir það hefst þriggja ára ókeypis þjónustutíminn þinn. Hægt er að sjá hvenær margmiðlunaráskriftin rennur út í viðskiptavinagáttinni.

Ef þú ert ekki með aðgang fyrir geturðu stofnað aðgang í bílnum með því að velja valkostinn „Nýr aðgangur“.

Í bílum með Lexus Smart Connect er einfalt að skanna QR-kóðann sem birtur er á margmiðlunartækinu með Lexus Link+ appinu, en auk þess er hægt að setja aðganginn upp handvirkt í appinu. Virkjaðu því næst snjallþjónusturnar í Tengdar þjónustur - Yfirlit í Lexus Link+ appinu. 

Frekari upplýsingar er að finna í kennslumyndböndunum okkar.

Þú notar sömu aðgangsupplýsingar til að skrá þig inn á Lexus Link+ appið og mínar síður á vefnum. Á báðum stöðum er hægt að endurnýja lykilorðið. 

 

Til að skipta um lykilorð ferðu á innskráningar síðuna og velur Gleymt lykilorð.

  • Þú þarft að segja upp áskriftinni að tengdum þjónustum og fjarlægja bílinn af aðgangi þínum í appinu.
  • Þú þarft að fjarlægja notandasnið af aðalskjánum.
  • Ekki eyða aðgangi þínum því að hægt verður að bæta öðrum Lexus bílum sem þú kannt að eignast við aðganginn. Ekki gleyma að tilkynna nýjum eiganda bílsins að bíllinn sé búinn tengdum þjónustum.

Tengdar þjónustur stöðvast ef verksmiðjunúmer bílsins er fjarlægt af aðganginum.

Tengdar þjónustur eru innifaldar í kaupunum á öllum Lexus bílum sem eru samhæfir við tengdar þjónustur, í tíu ár.

Tengdar þjónustur fyrir bíla með Smart Connect er innifaldar í 4 ár.

Tengdar þjónustur Lexus Link+ appsins eru virkar í tíu ár. Lexus greiðir gagnakostnaðinn við tengdu þjónusturnar í þessi 10 ár, en Lexus Link+ appið virkar þótt tengdu þjónusturnar séu ekki til staðar.

Þú þarft að færa innskráningarupplýsingarnar inn í margmiðlunarkerfi bílsins. Næst þarftu að tengja margmiðlunarkerfið við verksmiðjunúmerið (VIN). Þú þarft svo Bluetooth-tjóðrun til að tengja bílinn við netið. Nú virkar eiginleikinn „Áfangastaðirnir mínir“.

Frekari upplýsingar er að finna í kennslumyndböndunum okkar.

Já og nei. Það er hægt að bæta bíl við marga aðganga, en það er aðeins hægt að fá aðgang að tengdum þjónustum eða öðrum persónuupplýsingum gegnum einn aðgang í einu.

Aðgangurinn er sameiginlegur í Lexus Link+ appinu og viðskiptavinagáttinni. Í báðum þessum kerfum er hægt að stofna aðgang á innskráningarskjámyndinni. Eftir að aðgangur hefur verið stofnaður færðu virkjunartölvupóst sem þú þarft að staðfesta áður en þú færð aðgang að aðgangi þínum og bætir bílnum/bílunum þínum við.

Þú getur skoðað notkunarskilmálana í gagnaverndargáttinni á aðgangi þínum.

Þú getur athugað persónuverndaryfirlýsinguna þína í gagnaverndargáttinni á aðgangi þínum.

Nýttu þér úrval aðgerða til að vera ávallt skrefi á undan og mæta tímanlega á áfangastað. Fylgstu með aðstæðum á vegum og leitaðu að eldsneytisstöðvum og bílastæðum (við götur og annars staðar). Aktu áhyggjulaust með uppfærðri netleiðsögn.

Notkunarmiðaðar tryggingar taka mið af aksturslagi þínu og skila ökumanninum einkunn á grunni þess. Ökumaðurinn fær síðan umbun fyrir öruggari og mýkri akstur – og sparar í iðgjöldum þegar tryggingarnar eru endurnýjaðar. Það er skemmtileg leið til að verða betri ökumaður og spara peninga.

*Notkunarmiðaðar tryggingar eru ekki í boði á Íslandi. Við bjóðum aftur á móti upp á Lexus tryggingar, sjá hér https://www.lexus.is/owners/tryggingar

FHI hvetur þig til að nýta hybrid-bílinn þinn sem best og umbunar þér fyrir öruggan akstur í rafakstursstillingu – með iðgjaldasparnaði þegar tryggingarnar eru endurnýjaðar. 

*Hybrid tryggingar eru ekki í boði á Íslandi. Við bjóðum aftur á móti upp á Lexus tryggingar, sjá hér https://www.lexus.is/owners/tryggingar

Þú ákveður hvaða gögnum þú deilir með Lexus. Þú getur stjórnað þessu í gagnaverndargáttinni og getur afturkallað samþykki þitt þegar þú vilt.

Nota má símann sem lykil til að opna og aka bílnum. Tilteknar gerðir bíla eru búnar stafrænum snjalllykli (fáðu nánari upplýsingar hjá viðurkenndum söluaðila) sem gerir þér kleift að skrá eiginleikann gegnum Bluetooth í símanum með Lexus Link+ appinu.

 

Sími sem er settur upp fyrir stafrænan snjalllykil með Bluetooth tengt og Lexus Link+ appið opið eða í gangi í bakgrunninum er staðfestur og tengdur bílnum á stuttu færi. Með því er hægt að opna, ræsa og læsa bílnum með fjarstýringu með símanum eða einfaldlega með því að snerta hurðarhúninn.

 

Athugasemd:
 

  • Vertu með snjalllykilinn/lykilinn eða lykilkortið til vara til að geta opnað bílinn ef á þarf að halda.
  • Stafrænn snjalllykill krefst virkrar prufuáskriftar/áskriftar að stafrænum snjalllykli Lexus.

Stofnaðu aðgang í Lexus Link+ appinu til að hefja uppsetningu stafræns lykils. Sjáðu til þess að þú sért með „Grunn þjónustur“ virkar með prufuáskrift/áskrift að stafrænum snjalllykli.

Fylgdu skrefunum í Lexus Link+ appinu til að setja stafræna snjalllykilinn upp á símanum þínum og í bílnum þínum. Prófaðu aðgerðirnar til að opna, ræsa og læsa til að staðfesta að uppsetningarferlinu sé lokið.

Þú getur farið yfir eiginleika og getu bílsins í Lexus Link+ appinu eða haft samband við viðurkenndan söluaðila til að fá frekari upplýsingar.

Til að hefjast handa við uppsetningu stafræna lykilsins skaltu vera með lykilinn og hafa aðgang að bílnum.

 

  1. Staðfestu að prufuáskrift eða greidd áskrift að stafræna snjalllyklinum sé virk og „Grunn áskriftir“ séu virkar í Lexus Link+ appinu.
  2. Ýttu á „Setja upp stafræna lykilinn minn“ á upphafssíðu Lexus Link+ appsins.
  3. Kveiktu á Bluetooth og staðfestingu með lífkennum í símanum þínum. Þessu skrefi má sleppa ef Bluetooth og lífkenni hafa áður verið staðfest.
  4. Staðfestu símanúmer símans með því að færa inn 6 stafa kóða sem er sendur með SMS skilaboðum. Þessu skrefi er sleppt ef símanúmer ssímans hefur áður verið staðfest.
  5. Virkjaðu aðeins eina gagnatengingu, Wi-Fi eða farsímagögn, áður en næsta skref er tekið.
  6. Veittu símanum heimild til þess að hlaða niður stafrænum lykli.
  7. Skoðaðu upplýsingarnar í Lexus Link+ appinu um pörunaraðgerðina.
  8. Hafðu kveikt á bílnum og settu lykilinn yfir ræsihnappinn þar til tvö hljóðmerki heyrast.
  9. Veittu Lexus Link+ appinu aðgang að Bluetooth og ýttu á „Para“.
  10. Leyfðu tengingunni að klárast.
  11. Hafi uppsetning heppnast birtast skilaboðin „Uppsetningu stafræns lykils er lokið“ á skjánum.

 

Skoðaðu leiðbeiningamyndböndin til að fá frekari upplýsingar.

Staðfestu að prufuáskrift eða greidd áskrift að stafræna snjalllyklinum sé virk.
 

  1. Ýttu á „Stillingar stafræns lykils“ á upphafsskjá Lexus Link+ appsins. Í appinu geturðu deilt allt að fjórum stafrænum lyklum.
  2. Ýttu á „Deila stafrænum lykli“.
  3. Skráðu fornafn nýs notanda, eftirnafn og símanúmer eða bættu því við úr tengiliðum símans.
  4. Ýttu á „Deila“ og staðfestu „Deila lykli“.

 

Þér berst tilkynning um svar við boði um stafrænan lykil. Afturkalla má aðgang að stafræna lyklinum hvenær sem er.

 

Skoðaðu leiðbeiningamyndböndin til að fá frekari upplýsingar.

Með Lexus Link+ appinu má deila allt að fjórum stafrænum lyklum (fyrir utan aðalaðgang).

Boð um aðgang að stafrænum lykli berst með SMS skilaboðum með tengli í Lexus Link+ appið.

 

  1. Ýttu á tengilinn í SMS skilaboðunum.
  2. Lexus Link+ appið opnast og biður þig um að „Samþykkja“ eða „Hafna“ boðinu um stafrænan lykil*.
  3. Ýttu á „Samþykkja“ til þess að samþykkja boð um stafrænan lykil.
  4. Kveiktu á Bluetooth og staðfestingu með lífkennum í snjallsímanum þínum. Þessu skrefi má sleppa ef Bluetooth og lífkenni hafa áður verið staðfest.
  5. Staðfestu símanúmer símans með því að færa inn 6 stafa kóða sem er sendur með SMS skilaboðum. Þessu skrefi er sleppt ef símanúmer símans hefur áður verið staðfest.
  6. Virkjaðu aðeins eina gagnatengingu, Wi-Fi eða farsímagögn, áður en næsta skref er tekið.
  7. Veittu símanum heimild til þess að hlaða niður stafrænum lykli.
  8. Hafi uppsetning heppnast birtist „Uppsetningu stafræns lykils er lokið“ á skjánum.

 

*ATHUGASEMD: Nýir notendur Lexus Link+ appsins þurfa að ljúka skráningarferlinu og stofna aðgang áður en boð um stafrænan lykil er samþykkt.

Hafðu samband við þjónustuver Lexus.

Stafrænn snjalllykill býður upp á tvær aðferðir til að opna/læsa:

 

i)  Fjarstýrð opnun/læsing --> Möguleg þegar síminn er innan 10 m

  • Ýtið á táknið „opna“ eða „læsa“ á upphafsskjá Lexus Link+ appsins.

 

ii)  Opnun/læsing án aðgerðar*--> Möguleg þegar síminn er innan 3 m

  • Snertu hurðarhúninn til að opna og læsa bílnum.

 

*ATHUGASEMD: Ekki er hægt að læsa bílnum ef síminn er skilinn eftir inni, hljóðmerki lætur þig vita af því.

Ef þú vilt skilja símann eftir í bílnum og stafræni snjalllykillinn er virkur skaltu gæta þess að vera með lykilinn á þér og aftengja Bluetooth í símanum áður en þú læsir bílnum.

Þegar stafræni lykillinn hefur verið tengdur við símann þinn getur enginn annar notað hann eða átt við hann. Kerfi bílsins sér til þess að lykillinn sé tryggilega bundinn símanum þínum og ekki sé hægt að stela honum eða komast yfir hann á annan hátt.

 

BLE samskiptatækni sem notuð er fyrir stafræna snjalllykilinn er nútímalegri og ræður þar af leiðandi betur við árásir þjófa en venjulegir lyklar:

 

  •  Dulrituð samskipti fyrir örugga tengingu.
  •  Einnota lyklar notaðir til að vernda öll samskipti.

Ef bíllinn er búinn stafrænum snjalllykli verður eiginleikinn í boði sem þjónusta á Lexus gáttinni þinni eða í Lexus Link+ appinu.

 

Athugaðu að framboð á eiginleikum getur verið mismunandi milli gerða og útfærslna bíla og framboðs á markaðssvæðum. Þú færð frekari upplýsingar hjá næsta söluaðila Lexus.

Stafrænn snjalllykill er með þrjú stig nándarskynjunar:

 

  1. Fjarstýrð opnun/læsing er tiltæk þegar stafræni snjalllykillinn greinist innan 10 m.
  2. Opnun/læsing án aðgerðar* er tiltæk þegar stafræni snjalllykillinn greinist innan 3 m.
  3. Gangsetning er tiltæk þegar stafræni snjalllykillinn greinist í bílnum.

 

*ATHUGASEMD: Snerta þarf hurðarhúninn til að opna og læsa bílnum.

Stafræni snjalllykillinn er studdur í:

 

  • iOS-tækjum með útgáfu 15.0 eða nýrri.
  • Android-tæki með útgáfu 12 eða nýrri 

Stafrænn snjalllykill notar Bluetooth tengingu með Lexus Link+ appið í gangi í bakgrunni og nógu nálægt bílnum til að aðgangur fáist. Aftur á móti gerir fjarstýring gegnum Lexus Link+ appið þér kleift að læsa/opna bílinn með fjarstýringu um internetið en þörf er á lykli til að aka bílnum.

Nei, ef síminn þinn er settur upp fyrir stafrænan snjalllykil með Bluetooth tengt og Lexus Link+ appið opið eða í gangi í bakgrunninum er hægt að nota stafræna snjalllykilinn til að læsa og opna bílinn með því einu að snerta hurðarhúninn eða ræsa bílinn með því að setja símann á miðstokkinn eða þráðlausa hleðslutækið.

Settu Lexus Link+ appið upp í nýja símanum þínum og skráðu þig inn með aðgnanginum sem þú átt nú þegar.

 

Þú sérð að á upphafsskjá Lexus Link+ appsins hefur „Setja upp stafræna lykilinn minn“ komið í stað hnappsins „Stillingar stafræns lykils“.

 

Ýttu á „Setja upp stafræna lykilinn minn“ og fylgdu sömu skrefum og þú fylgdir til að setja stafræna snjalllykilinn fyrst upp.

 


ATHUGASEMD:

Til þess að geta flutt stafræna snjalllykilinn yfir í nýjan síma máttu ekki gera stafræna snjalllykilinn óvirkan í gamla símanum þínum og prufuáskrift eða áskrift að stafrænum snjalllykli verður að vera virk.

i) Afturköllun boðs* um stafrænan lykil af hálfu aðallykils:

 

  1. Ýttu á „Stillingar stafræns lykils“ á upphafsskjá Lexus Link+ appsins.
  2. Strjúktu til vinstri yfir nafn viðtakanda boðslykils sem á að afturkalla og ýttu á rusltáknið.
  3. Staðfestu að það eigi að fjarlægja.

 

Þú og viðtakandi boðslykils fáið tilkynningu um afturköllun stafræns lykils.

 

*ATHUGASEMD:: Ef eigandi boðslykils er að aka þegar aðgangurinn er afturkallaður stoppar bíllinn ekki. Afturköllun boðslykils tekur gildi þegar drepið hefur verið á bílnum.

 

ii) Afturköllun boðslykils með boðslykli:

 

  1. Ýttu á „Stillingar stafræns lykils“ á upphafsskjá Lexus Link+ appsins.
  2. Ýttu á „Fjarlægja stafrænan lykil“ og staðfestu „Fjarlægja“.

 

Þú og aðallykill fáið boð um afturköllun stafræns lykils.

 

Skoðaðu leiðbeiningamyndböndin til að fá frekari upplýsingar.

Til að hefjast handa við afvirkjun stafræna lykilsins skaltu vera með lykilinn og hafa aðgang að bílnum.

 

  1. Ýttu á „Stillingar stafræns lykils“ á upphafsskjá Lexus Link+ appsins.
  2. Ýttu á „Gera stafrænan lykil óvirkan“ og staðfestu „Gera óvirkan“.
  3. Skoðaðu upplýsingarnar í Lexus Link+ appinu um aðgerðina til að gera stafrænan lykil óvirkan.
  4. Ef stafræni lykillinn verður óvirkur birtast skilaboðin „Stafrænn lykill gerður óvirkur“.

 

Skoðaðu leiðbeiningamyndböndin til að fá frekari upplýsingar.

Ef óskað er eftir aðalaðgangi með boðslykli verður það til þess að stafræni snjalllykillinn verður óvirkur og allir stafrænir lyklar verða fjarlægðir (aðalaðgangur og boðslyklar)!

 

Ef þú gerir þetta óvart eða viljandi þarftu að fylgja uppsetningarferlinu til þess að gera stafræna snjalllykilinn virkan aftur.

Aðgerðir stafræna snjalllykilsins virka ekki þegar rafhlaða símans er tóm.

Hægt er að opna og læsa með stafræna snjalllyklinum þegar bíllinn er búinn ræsivörn af eftirmarkaði.

 

Ekki er hægt að gangsetja vélina með stafræna snjalllyklinum þegar bíllinn er búinn ræsivörn af eftirmarkaði.

 

Ef þú vilt nýta þér stafrænan snjalllykil með eftirmarkaðsræsivörn skaltu gæta þess að vera með svörunarlykil ræsivarnarinnar.

Um leið og stafræni snjalllykillinn er uppsettur geturðu eytt honum úr margmiðlunarkerfi bílsins.

 

  1. Á aðalmælaborði margmiðlunarkerfisins ferðu í stillingatáknið, flettir niður og ýtir á „Upplýsingar og öryggi“.​
    1. Hér er hægt að sjá í stillingum stafræns lykils hvort stafrænn lykill sé virkur.
  2. Ýttu á „Fjarlægja stafræna lykla“. Þetta ræsir fjarlægingu.
  3. Þú þarft að staðfesta að þú ætlir að fjarlægja stafræna lykilinn og setja lykilinn með fjarstýringunni á ræsihnappinn.
  4. Ef stafræni lykillinn verður óvirkur birtast skilaboðin „Stafrænn lykill gerður óvirkur“.

 

Skoðaðu leiðbeiningarnar til að fá frekari upplýsingar.

Ef þér finnst stafræni lykillinn ekki greinast nógu vel þegar þú ert utan eða innan bílsins er hægt að sérsníða drægni lykilsins. ​

 

  1. Ýttu á „Stillingar stafræns lykils“ á upphafsskjá Lexus Link+ appsins.
  2. Ýttu á „Sérsníða drægi“.
    1. Stafræni lykillinn er þegar með stillingar frá verksmiðju sem ættu að henta flestum ökumönnum. Það sem gæti haft áhrif á greininguna er hvernig þú berð símann – er hann í rassvasa? Í veski? Eða ertu bara með hann í hendinni?
  3. Veldu á milli þriggja næmisstiga eftir þínum óskum og ýttu á „Vista“.​
  4. Skilaboð birtast um að næmi hafi verið uppfært.
     

Skoðaðu leiðbeiningarnar til að fá frekari upplýsingar.

Stafræni snjalllykillinn kann að vera utan sendisviðs, sendistyrkurinn er ekki nægur til að leyfa fjarstýrða opnun/læsingu eða slökkt er á Bluetooth í símanum.

 

  1. Opnaðu stillingar símans og gakktu úr skugga um að kveikt sé á Bluetooth.
  2. Taktu símann úr vasanum eða töskunni og snertu hurðarhúninn til að opna eða læsa bílnum.

Stafræni snjalllykillinn er utan sendisviðs eða sendistyrkurinn er ekki nægur til að leyfa fjarstýrða opnun/læsingu.

 

Settu snjallsímann á miðstokkinn eða þráðlausa hleðslutækið.

Nei, stafrænn lykill virkar ekki á skilvirkan hátt ef appið er sett upp í leynirými. Gakktu úr skugga um að Lexus Link+ appið sé ekki uppsett í leynirýminu við notkun á þjónustu stafræns lykils.

Já þú getur vel hafið hleðslulotu fyrir bílana þína. Ef þú vilt hins vegar tímasetja snjallhleðslulotu er það eingöngu mögulegt gegnum Lexus Link+ appið. Veldu bílinn sem þú vilt hlaða og fylgdu skrefunum í appinu.

Þú þarft einungis að opna Lexus Link+ appið, velja bílinn sem þú vilt hlaða og hvernig þú vilt hlaða hann.

Aðeins þarf að para RFID kortið einu sinni við hleðslubúnaðinn til að þið getið notað það í sitthvoru lagi.

Já, það er hægt. Fyrsti notandinn fær fullan aðgang að eiginleikum og stillingum. Næstu notendur verða „gestir“ sem geta hlaðið bílana sína.

 

Fylgdu þessum leiðbeiningum til að bæta Lexus heimahleðslustöðinni við Lexus Link+ appið:

 

  1. Opnaðu Lexus Link+ og veldu „Bílskúrinn minn“.
  2. Veldu „Hleðslubúnaður“ og „Bæta hleðslubúnaði við“.
  3. Sláðu inn eða skannaðu raðnúmer Lexus hleðslustöðvarinnar.
  4. Færðu inn PIN-númerið og gælunafn.
  5. Ýttu á „Aðgangur og samnýting“ til að bæta við eða fjarlægja notendur.

Skoðaðu hlutann „Algengar spurningar“ á vefsvæðinu https://www.Lexus-charging-network.eu/ (Opens in new window)

Já. Ef gerð bílsins eða síminn er ekki gjaldgengur fyrir Lexus Link+ appið geturðu áfram notað RFID hleðslukortið þitt og vefgáttina https://www.Lexus-charging-network.eu/ til að fá aðgang að þjónustu hleðslunets Lexus fyrir Lexus-tengiltvinnbílinn og -rafbílinn þinn og hafa fulla umsjón með aðgangi þínum. Fylgdu tenglinum til að sjá leiðbeiningar til að hefjast handa.

Á kortinu sem er í boði í vefgáttinni er að finna ítarlegar upplýsingar um hverja hleðslustöð, þar á meðal framboð í rauntíma, verð fyrir hleðslu á grunni gjaldskrár, tegundir tengja, staðfestingaraðferðir, einkunnir, upplýsingar um rekstraraðila og afgreiðslutíma. Hægt er að leita að hleðslustöðvum með því að nota síur.

Ef bíllinn þinn uppfyllir skilyrði fyrir Lexus Link+ appið geturðu tekið hleðslustöðvar úr sambandi með því að skanna QR kóðann eða með því að slá inn auðkenni hleðslustöðvarinnar í appinu. Þegar appið er ekki notað er hægt að nota RFID kortið til auðkenningar. Gættu þess að athuga fyrirfram hvort hleðslustöðin taki við RFID kortum til auðkenningar. Þessar upplýsingar er að finna í ítarlegum upplýsingum fyrir hverja hleðslustöð í kortahlutanum.

Þú getur notað RFID kortið fyrir hleðslunet Lexus til að opna hleðslustöðina. 

 

Gættu þess að athuga fyrirfram hvort hleðslustöðin taki við RFID kortum til auðkenningar. Ítarlegar upplýsingar fyrir hverja hleðslustöð er að finna í kortahlutanum á https://www.Lexus-charging-network.eu/ (Opens in new window).

Ef þú getur ekki hafið hleðslu skaltu íhuga eftirfarandi ráðleggingar:

 

  • Athugaðu í appinu hvort hleðslustöðin sé tiltæk eða biluð
  • Til að sannprófa appið skaltu fyrst ganga úr skugga um hvort hleðslustöðin styðji auðkenningu í gegnum appið eða QR kóðann. Þú finnur þetta með því að smella á hleðslustöðina í appinu þínu. Ef svo er skaltu nota ræsihnappinn í appinu í stað þess að skanna QR kóðann á hleðslustöðinni.
  • Ef um tæknileg vandamál er að ræða skal fyrst hafa samband við þjónustuver. Þú finnur þjónustusíma þjónustuvers á hleðslustöðinni.

 

Ef vandamálið er viðvarandi skaltu hafa samband við þjónustuver hleðslunets Lexus sem er að finna í hlutanum „Hafa samband við þjónustuver“ í hleðslunetgátt Lexus https://www.Lexus-charging-network.eu/ (Opens in new window).

EU Data Act er reglugerð sem tryggir sanngjarnan aðgang að og notkun á gögnum sem verða til við notkun tengdra vara og þjónusta.

Þetta felur í sér:

  • Tengd ökutæki (bílar, sendibílar, vörubílar með fjarþjónustubúnaði)
  • Snjallar heimahleðslustöðvar (hleðslustöðvar fyrir rafbíla)
  • Tengdar þjónustur eins og farsímaforrit til fjarstýringar á ökutæki eða stjórnun hleðslu

  • Gögn frá ökutæki: Gögn sem verða til við notkun ökutækis, flokkað í eftirfarandi flokka.
    • Staðsetningargögn: 
      • Landfræðileg staðsetning (til dæmis staðsetning ökutækis – breiddar- og lengdargráður, áætlaður áfangastaður, ferðir, ferðastefna) á nákvæmum tímum.
      • Ferðaupplýsingar (til dæmis nýlegir áfangastaðir, uppáhalds áfangastaðir).
    • Fjarvöktunargögn:
      • Aksturshegðun (til dæmis akstursdagbækur, aksturshraði, hröðun og hemlunarhraði).
      • Tæknileg gögn ökutækis (til dæmis akstursskrá, eldsneytisnotkun, viðvörunarskilaboð) og greiningargögn (til dæmis kerfisbilun og viðvörunarljós).
  • Gögn frá heimahleðslustöð: Gögn sem verða til við notkun heimahleðslustöðva, flokkað í eftirfarandi flokka.
    • Hleðsluferli: Upplýsingar um hverja hleðslu, þar á meðal upphafs- og lokatíma, lengd og orkunotkun.
    • Orkunotkun: Nákvæmar skráningar á magni rafmagns sem notað er við hleðslu, oft sundurliðað eftir tímabilum.
    • Hleðsluafköst: Gögn um skilvirkni hleðsluferlisins, þar á meðal tap sem verður við hleðslu.
    • Staða tækis: Rauntímaupplýsingar um stöðu heimahleðslustöðvar, til dæmis virkni, villukóðar og viðhaldsviðvaranir.
  • Gögn tengd þjónustu: Gögn sem lýsa samskiptum þínum við þjónusturnar okkar, þar á meðal leiðsöguferill, stjórn á ökutæki og/eða heimahleðslustöð.
  • Lýsigögn: Gögn sem eru nauðsynleg til að túlka ofangreinda flokka, til dæmis lýsingar, tímamerki, staðsetning og mælieiningar.

Gagnalögin (EU Data Act) veita notendum tengdra þjónusta veruleg réttindi. Þessi réttindi eru hönnuð til að veita þér aukið vald, gagnsæi og sveigjanleika yfir hvernig gögnin þín eru notuð.

 

Nánar tiltekið:

1. Réttur til að skoða og fá afhent gögn

Þú hefur rétt á að nálgast og fá afhent gögn sem verða til við notkun tengdra vöru þinnar og tengdra stafrænna þjónusta. Þetta felur í sér:

  • Rauntíma- og söguleg gögn eins og staðsetningu, eldsneytisnotkun, loftþrýsting í dekkjum, bilanagreiningu og aksturshegðun.
  • Bæði persónugögn og ópersónugögn, eftir notkunarsamhengi (til dæmis einkabíll vs. flotastjóri).
  • Gögnin skulu afhent í skipulögðu, algengu og lesanlegu formi, án endurgjalds.

Þessi réttur tryggir að þú getir skilið hvaða gögn eru söfnuð og hvernig þau eru notuð, og sótt þau til eigin nota – til dæmis greiningar, endursölu eða skipta um þjónustuaðila.

 

2. Réttur til að deila gögnum með þriðja aðila

Þú hefur einnig rétt á að fela framleiðanda ökutækisins (eða öðrum gagnaeiganda) að deila gögnunum þínum með þriðja aðila að eigin vali. Þetta gæti verið:

  • Sjálfstæðir viðgerðaraðilar eða þjónustuaðilar fyrir bilanagreiningu og viðhald.
  • Tryggingafélög fyrir notendamiðaðar tryggingar.
  • Flotastjórnunarlausnir til hagræðingar í flutningum.
  • Stafrænir þjónustuaðilar sem bjóða upp á öpp eða verkfæri sem bæta akstursupplifun þína.

Framleiðendur eru lagalega skuldbundnir til að gera þessi gögn aðgengileg þeim þriðja aðila sem þú tilgreinir, með sanngjörnum, réttlátum og óhlutdrægum skilmálum. Þetta stuðlar að samkeppni og nýsköpun og kemur í veg fyrir að notendur festist hjá einum þjónustuaðila.

 

3. Gagnsæi og aðgengi í hönnun

Framleiðendur verða að tryggja að:

  • Þú sért upplýst/ur um hvaða gögn eru söfnuð, hvernig þau eru notuð og hvaða réttindi þú hefur.
  • Ökutæki, heimahleðslustöðvar og þjónustur séu hannaðar með „aðgengi í hönnun“, sem þýðir að gögnin séu auðveldlega og örugglega aðgengileg fyrir þig og þá þriðju aðila sem þú velur.

 

Dæmi:

  1. Sjálfstætt viðhald: Þú vilt nota annað bifreiðaverkstæði en viðurkennt Lexus verkstæði. Þú getur óskað eftir að bilanagreiningar- og viðhaldsgögnum ökutækisins sé deilt beint með verkstæðinu, sem gerir þeim kleift að framkvæma viðgerðir byggðar á gögnunum.
  2. Tryggingar: Þú velur tryggingu sem byggir á aksturshegðun. Þú getur veitt tryggingafélaginu heimild til að fá gögn um aksturshegðun (til dæmis hraða, hemlunarmynstur) beint frá ökutækinu til að reikna út persónulega iðgjaldsupphæð.
  3. Flotastýring: Sem flotastjóri getur þú nálgast rauntímagögn frá öllum ökutækjum í flotanum og deilt þeim með þriðja aðila til að hagræða leiðum, fylgjast með eldsneytisnýtingu og skipuleggja viðhald.
  4. Orkunýting: Fyrirtæki í orkunýtingu getur sameinað gögn frá tengdri heimahleðslustöð með gögnum frá öðrum tækjum sem nota rafmagn og veitt skýrslur og tillögur til að hagræða hleðslutímum, lækka rafmagnskostnað og bæta orkunýtingu út frá rauntímastöðu rafmagnsmarkaðarins og notendavali.

1. Mínar síður á Lexus.is (gagnadeilingarvettvangur)

Í gegnum þínar síður getur þú:

  • Skoðað og hlaðið niður gögnum frá ökutæki og heimahleðslustöð, svo sem ferðasögu, eldsneytisnotkun, viðhaldsskrám, hleðsluskrám og kerfisviðvörunum.
  • Veitt þriðja aðila aðgang, eins og tryggingafélögum, verkstæðum eða flotastjórum.
  • Fylgst með frammistöðu ökutækisins og fengið fyrirbyggjandi tilkynningar um þjónustu.
  • Athugið að til að nota sótt gögn þarftu að vera með aðgang að mínum síðum á Lexus.is

Þessi vettvangur er hannaður til að tryggja gagnsæi, auðvelt aðgengi og samræmi við kröfur gagnalögin (EU Data Act) um „aðgengi í hönnun“.

 

2. Tengipunktur ökutækis og greiningarviðmót (OBD tengi)

Ökutækið þitt er búið OBD tengi sem gerir kleift að:

  • Fá beinan aðgang að rauntímagögnum um greiningu (til dæmis frammistöðu vélar, villukóða).
  • Nota OBD verkfæri og öpp frá þriðja aðila til að sækja og greina gögn sjálfstætt.
  • Styðja sjálfstæða þjónustuaðila við greiningu og viðgerðir án þess að þurfa að nota sértæk kerfi.

Þetta tryggir að þú – eða þjónustuaðili að eigin vali – getur nálgast nauðsynleg gögn frá ökutækinu án takmarkana.

 

3. Lexus Link+ app (farsímaforrit)

Lexus Link+ appið býður upp á notendavæna leið til að:

  • Nálgast gögn frá ökutæki og heimahleðslustöð hvenær sem er og hvar sem er.
  • Fá rauntímaviðvaranir, fylgjast með aksturshegðun og heilsu ökutækisins.

Appið er viðbót við mínar síður á Lexus.is og OBD tengið, og veitir þér fulla stjórn á gögnunum þínum á þægilegan og aðgengilegan hátt.

Í gegnum gagnadeilingarvettvanginn á mínum síðum á Lexus.is getur þú veitt þriðja aðila aðgang að gögnunum þínum, til dæmis tryggingafélögum, verkstæðum eða flotastjórum.

 

Þessi vettvangur er hannaður til að tryggja gagnsæi, auðvelt aðgengi og samræmi við kröfur gagnalagana (EU Data Act) um „aðgengi í hönnun“.

Engin gjaldtaka fyrir einstaklinga sem vilja nálgast gögn. Gjald getur verið rukkað ef aðgangur að gögnum er veittur þriðja aðila.

Til að styðja við gagnsæi og samræmi við gagnlögin (EU Data Act), veitir Lexus ítarlega gagnaskrá sem sýnir hvaða tegundir gagna verða til við notkun tengdra ökutækja og eru aðgengileg til skoðunar eða deilingar.

 

Þú getur fundið heildarlista yfir tiltæk gögn — þar á meðal tæknileg gögn, notkunargögn og greiningargögn — í gegnum Toyota gagnadeilingarvettvanginn, sem er aðgengilegur á: https://eda.toyota-europe.com/

 

Gagnaskráin inniheldur:

Upplýsingar um tegund gagna, þar á meðal sniði, tíðni og uppruna (t.d. GPS, skynjarar, stjórnborð ökutækis – ECUs).

Flokkun gagna, svo sem:

  • Ástand og bilanagreining ökutækis
  • Aksturshegðun og notkun
  • Staðsetningar- og ferðagögn
  • Umhverfisgögn og skynjaragögn
  • Gögn frá heimahleðslustöð
     

Þessi gagnaskrá hjálpar notendum og þjónustuaðilum þriðja aðila að skilja hvaða gögn eru aðgengileg – og tryggir sanngjarna, upplýsta og örugga notkun gagna.

Þú getur nálgast gögn frá ökutæki eða heimahleðslustöð (fyrir hönd notanda vörunnar):

Dæmi:

  • Framkvæma fjar-greiningu fyrir bókaðan tíma/viðtal vegna þjónustu
  • Bjóða upp á forspárviðhald (til dæmis viðvörun þegar íhlutir ökutækis eru slitnir)
  • Veita stuðning við hleðslu (til dæmis forrita heimahleðslustöð til að hefja hleðslu þegar rafmagnsverð er lægra)

Ábyrgð þín er skilgreind í viðeigandi notkunarskilmálum sem þú færð þegar þú skráir þig fyrir aðgangi og sendir inn beiðni um innleiðingu.

Já, að því gefnu að notandi vörunnar hafi sent inn beiðni. Dæmi:

  • Tryggingafélag fær aðgang að gögnum um aksturshegðun til að bjóða tryggingu byggða á aksturslagi.
  • Flotastjóri sækir hleðsluskrár frá heimahleðslustöðvum til að hagræða orkunotkun.
  • Farsímaforrit notar staðsetningu ökutækis og athuga hvort bílinn sé opinn eða læstur til að virkja bíladelingu.

Já, að því gefnu að notandi vörunnar hafi sent inn beiðni. Dæmi:

  • Tryggingafélag fær aðgang að gögnum um aksturshegðun til að bjóða tryggingu byggða á aksturslagi.
  • Flotastjóri sækir hleðsluskrár frá heimahleðslustöðvum til að hagræða orkunotkun.
  • Farsímaforrit notar staðsetningu ökutækis og athuga hvort bílinn sé opinn eða læstur til að virkja bíladelingu.

Já, gjald getur verið rukkað í samræmi við ákvæði gagnalagana (EU Data Act).

Með: 

  • API tengingum (til dæmis RESTful API fyrir rauntímagögn frá ökutæki)
  • Á gagnadeilingarvettvangnum. Þú getur nálgast hann hér: https://eda.toyota-europe.com/
  • Stöðluðum sniðum (til dæmis JSON, CSV)

Toyota Motor Europe (TME) tryggir að gögn séu vernduð með öflugum tæknilegum öryggisráðstöfunum, í samræmi við lagalegar kröfur.

  • Stjórnun öryggismála: Fyrirtækið hefur stefnu sem nær yfir alla starfsemi og sérstök teymi sem stýra og hafa eftirlit með upplýsingatryggingu og persónuvernd.
  • Viðkvæmni og uppfærslustýring: Reglulegar uppfærslur og mat frá utanaðkomandi aðilum til að greina og laga öryggisgalla.
  • Kerfis- og netöryggi: Notkun dulkóðunar, vírusvarna, aðgangsstýringar og eftirlitskerfa til að vernda upplýsingatæknikerfi.
  • Öryggi skýjaumhverfis og ökutækja: Sérhæfðar öryggisráðstafanir fyrir skýjaumhverfi og kerfi í ökutækjum, í samræmi við alþjóðlega staðla (t.d. ISO 21434, UNR155).
  • Viðbrögð við öryggisatvikum: Skipulagðar verklagsreglur til að greina, tilkynna og bregðast við öryggis- og persónuverndaratvikum.
  • Fylgni við persónuverndarlöggjöf: Fylgni við GDPR, þar með talið réttindi skráða aðila og eftirlit með samræmi birgja.
  • Fræðsla og vitundarvakning: Samfelld fræðsla fyrir starfsmenn um ábyrgð þeirra í gagnavernd.
  • Trúnaður og aðgangsstýring: Strangar reglur um meðferð viðkvæmra upplýsinga og takmörkun aðgangs eftir hlutverkum.
  • Áhættustýring: Reglulegt mat og áætlun um mótvægisaðgerðir vegna áhættu í gagnavernd.

Ef skilyrðum sem sett eru fram í skilmálum er ekki fylgt eftir, getur Lexus neitað aðgengi að gögnum.

Í slíkum tilfellum getur þú lagt fram kvörtun í gegnum þjónustuaðila eða með því að nota Lexus Link+ appið eða mínar síður á Lexus.is, og þá mun viðurkenndur fulltrúi taka málið að sér.