1. Nýir bílar
  2. Yfirlit

Eiginleikar

GÍRSKIPTIROFAR

Til að tryggja þróttmikinn akstur við aðstæður þar sem oft er stoppað og tekið af stað, svo sem í borgarakstri og á hlykkjóttum vegum, er hægt að stjórna afhröðun UX 300e í fjórum skrefum með því að nota gírskiptirofana á bak við stýrið.

GÍRSTÖNG

Hin nostursamlega hannaða gírstöng er einn lykilþáttanna í gagnvirku akstursumhverfi UX 330e. Þetta er glæný útfærsla af gírstöng sem fellur mjúklega að lófanum og nýtir sér allra nýjustu rafstýrðu gírskiptitæknina okkar til að færa þér óviðjafnanlega stjórn á bakkgír, hlutlausum gír og framgír.

„WASHI“-KLÆÐNING Í INNANRÝMI

UX 300e er fyrsti Lexus-bíllinn sem státar af innréttingum innblásnum af áferðinni á pappírstrefjum, en þetta kallast „washi“ og er þekkt skreytingaraðferð á hefðbundnum japönskum rennihurðum.

UX 300e 360°

Skoðaðu UX 300e frá öllum sjónarhornum