1. Nýir bílar
  2. All-New UX 300e
Lexus á Íslandi
100% rafmagn

NÝR UX 300e

Nýr UX 300e hefur 40% meiri drægni en fyrri útfærsla eða allt að 450 km miðað við fyrstu uppgefnu tölur WLTP staðlanna.

AFBURÐAR AFKÖST, AUKIÐ ÖRYGGI

Frumkvöðull í rafvæðingu

Nýr UX 300e er þróaður á grunni fyrsta Lexus-rafbílsins. Bíllinn er rómaður fyrir einkennandi hönnun sem nettur lúxusbíll auk þess að vera frábær í akstri og hljóðlátur. Nýr UX 300e hefur 40% meiri drægni en fyrri útfærsla eða allt að 450 km*, og sparneytni sem nemur 16,7 kWh/100km.*

*Fyrstu uppgefnu tölur miðað við WLTP staðla

AFBURÐAR AFKÖST, AUKIÐ ÖRYGGI

BETRI AKSTURSUPPLIFUN

Stöðugleiki undirvagns í nýja UX 300e hefur verið aukinn með því að bæta við 20 punktasuðustöðum. Lág þyngdarmiðja næst með því að staðsetja rafhlöðuna undir gólfi. Afkastamiklir demparar að aftan eru staðalbúnaður auk fínstillingu á rafdrifnu aflstýri og höggdeyfi. Þetta veitir snarpan og þægilegan akstur sem einkennist af miklum gæðum og viðbragði.
AFBURÐAR AFKÖST, AUKIÐ ÖRYGGI

LEXUS SAFETY SYSTEM +

Árekstraviðvörunarkerfið sem greinir hjólreiðafólk að degi til og gangandi vegfarendur að kvöldlagi, hefur verið endurbætt til að greina aðvífandi ökutæki þegar beygt er til hægri á gatnamótum og vegfarendur sem ganga yfir götu. Þar að auki hefur eiginleikum eins og neyðarstýrisaðstoð verið bætt við. Eiginleiki fyrir hraðaminnkun í beygjum hægir á bílnum tímanlega í samræmi við beygjuna.

 

UX 300e býður upp á lengri drægni en fyrri útfærsla og eykur þannig virði sitt sem rafbíll sem hentar lífsstíl viðskiptavinarins. Við höldum áfram að gera endurbætur til að ná fram kolefnishlutlausu samfélagi.

Mitsuteru Emoto, yfirverkfræðingur

  • TENGDARI EN NOKKRU SINNI

    Margmiðlunarkerfið og tengdar þjónustur hafa verið endurbættar. Til viðbótar við stærri 12,3 tommu snertiskjá með hærri upplausn er kerfið með notendavænu og þægilegu viðmóti. Leiðsögukerfið notar kortaupplýsingar úr skýi til að fá rauntímaupplýsingar um umferð og stöðu bílastæða.

    Hægt er að setja upp Apple CarPlay™ og Android Auto™ öppin til að nota tiltekna eiginleika á skjánum í bílnum. Apple CarPlay™ styður þráðlausa Wi-Fi tengingu til viðbótar við hefðbundna USB-tengingu. Hægt er að skoða vefsvæði á margmiðlunartækinu með nettengingu í gegnum DCM- búnað sem má finna í bílnum.

    *Tengdar þjónustur í boði eru misjafnar eftir markaðssvæðum

    Með því að segja forstillt virkjunarorð (t.d. „Hæ Lexus!“) er hægt að virkja raddstýringareiginleikann án þess að nota rofa eða stöðva tónlist sem er í spilun. Þar að auki er hægt að stjórna kerfinu með eðlilegu tali, eins og verið sé að spjalla við bílinn.
AKSTUR ÁN NOKKURRA MÁLAMIÐLANA

ENDURBÆTT HÖNNUN

Hönnun og skipulag á mælaborðinu hefur verið endurbætt og staðsetning hnappa endurhugsuð til að auðvelda ökumanni stjórnun margmiðlunartækis. Í mælaborðinu má finna USB A-tengi sem er ætlað til að flytja hljóðskrár í góðum gæðum yfir í bílinn ásamt tveimur USB-C tengjum til að hlaða raftæki. Í miðstokki er upplýstur bakki sem rúmar stóran snjallsíma.