1. Nýir bílar
  2. RZ MY 23
  3. Yfirlit
Lexus á Íslandi

RZ Comfort

5 dyra

Sonic hvítur (085)

Verð frá

1.289E7

Vél

Rafmótorar 150kW að framan og 80kW að aftan

Ábyrgð

7 ÁR / 200.000 KM

https://dxp-webcarconfig.lexus-europe.com/v1/compare-v2/is/is

Helstu þættir

DIRECT4 AKSTURSSTÝRING

RZ 450e er búinn nýju DIRECT4-akstursstýringunni sem vinnur með e-Axle samstæðum tveimur. DIRECT4, sérhönnuð Lexus-tækni, er snjallt kerfi sem jafnar stöðugt spyrnu við fram- og afturöxul og dreifir drifkrafti sjálfvirkt og hnökralaust. Afraksturinn er áhyggjulaus akstur og meiri stöðugleiki á einfaldan hátt sem styrkir tengslin milli ökumanns og vélar. Hægt er að stilla snúningsvægið að framan/aftan frá núlli í 100 eða 100 í núll á millisekúndum – hraðar en nokkurt vélrænt kerfi. Með bættum samskiptum milli vegar og stýris bætir DIRECT4 einnig viðbragð stýrisins.

ÞRIÐJA KYNSLÓÐ LEXUS SAFETY SYSTEM +

RZ 450e er búinn háþróuðum akstursöryggis- og akstursaðstoðarkerfum 3. kynslóðar Lexus Safety System+, með uppfærslum og endurbótum sem fela í sér aukna greiningu á slysahættu. Aðrar tækninýjungar sem kynntar eru í RZ 450e eru m.a. fyrirbyggjandi akstursaðstoð með stýrisaðstoð og nýr ökumannsskynjari sem greinir þreytu eða einbeitingarleysi hjá ökumönnum. Að auki notar fyrirbyggjandi akstursaðstoð myndavélina að framan til að ákvarða beygjuhornið og aðlagar stýrisbúnaðinn þegar nær kemur beygjunni.

SÉRLEGA STÓR 14” SNERTISKJÁR / 10” SJÓNLÍNUSKJÁR

14” háskerpusnertiskjárinn er einn sá stærsti á markaðnum og fullkomlega staðsettur til að ökumaður geti notað hann í akstri og nálgast upplýsingar, leiðsögn, hita- og loftstýringu með auðveldum hætti. Að auki birtast upplýsingar um bílinn í lit beint á framrúðunni á stórum 10”sjónlínuskjá sem gerir þér kleift að skoða leiðsögn, öryggisbúnað, upplýsingar um bílinn og hljóðstillingar án þess að taka augun af veginum. Notkun skjásins er snurðulaus í gegnum snertirofa á stýrinu.
Verð frá
1.289E7
(m. vsk)

RZ 360°

SKOÐAÐU RZ FRÁ ÖLLUM SJÓNARHORNUM