1. Nýir bílar
Lexus á Íslandi
Byrjar í (m. vsk)
15.290.000 kr.

Útfærslur

Veldu útfærslu

4 Valmöguleikar

  • RX - Comfort - 5 dyra

    RX Comfort

    Hybrid
    5 dyra

    Select Engine

    Frá

    15.290.000 kr.

    CVT sjálfskipting | 4X4
  • RX - F Sport - 5 dyra

    RX F Sport

    Hybrid
    5 dyra

    Select Engine

    Frá

    16.390.000 kr.

    CVT sjálfskipting | 4X4

    Frá

    21.550.000 kr.

    6 þrepa sjálfskipting | 4X4
  • RX - Exe - 5 dyra

    RX Exe

    Hybrid
    5 dyra

    Select Engine

    Frá

    16.450.000 kr.

    CVT sjálfskipting | 4X4

    Frá

    16.450.000 kr.

    CVT sjálfskipting | 4X4
  • RX - Luxury - 5 dyra

    RX Luxury

    Hybrid
    5 dyra

    Select Engine

    Frá

    18.590.000 kr.

    CVT sjálfskipting | 4X4

    Frá

    18.590.000 kr.

    CVT sjálfskipting | 4X4
Nýr Lexus RX er spennandi á að líta, með lúxusjeppahönnun sem ætlað er að vekja athygli og vera skrefi á undan. Rafmagnað afl og staðfesta geislar af honum hvar sem litið er og þegar inn er komið bíður „Tazuna“-ökumannsrými sem er sniðið að bílstjóranum, með leðurlausu áklæði ef þess er óskað. Til að  „upplifa hið ótrúlega“ beint í æð þarf ekki annað en að aka nýja RX 450h+ Plug-in Hybrid bílnum, afkastamikla RX 500h Hybrid bílnum eða RX 350h sjálfhlaðandi Hybrid bílnum til að skilja hvað við meinum.

F SPORT ÚTFÆRSLA

  • F SPORT ÚTFÆRSLA Í BOÐI FYRIR RX 450h+, RX 350h og RX 350.

    Sportlega F-SPORT útfærslan er nú hluti af RX-línunni. Þessi útgáfa er í boði fyrir Plug-in hybrid RX 450h+ og RX 350h Hybrid

    F SPORT útlitshönnunin tryggir að RX vekur alls staðar athygli. Svart framgrill með neti og svört loftinntök gefa honum sterklegan svip og kraftmikla nærveru á veginum. Svartur neðri framstuðari og svartur afturstuðari, sem báðir eru með silfurgráar innfellingar, setja svip sinn á bílinn ásamt sjö glæsilegum yfirbyggingarlitum, en þar á meðal eru hvítur og safírblár sem aðeins eru í boði fyrir F SPORT.

  • DJARFT ÚTLIT F SPORT

                                                                                             Djarft útlit F SPORT útfærslunnar einkennist af stílhreinum svörtum speglahlífum á hliðarspeglum og kraftmiklum 21” svörtum felgum, sem eru með sama útlit og F SPORT Performance-útfærslan en eru einnig með gjáandi áferð.

    F SPORT gerðirnar eru einkenndar með sérstöku merki þar sem hið víðþekkta Lexus F liggur á silfruðum bakgrunni á hlið hinnar rómuðu sportlegu lögunar RX-sportbílsins.

  • LÚXUS OG ÞÆGINDI

                                                                                            Innanrými F SPORT útfærslunnar er rúmgott og búið hlýlegu og fallegu handverki Takumi-handverksfólks Lexus. Marglit lýsing í innanrými og sætisáklæði úr mjúku ekta leðri eru staðalbúnaður í F SPORT gerðum. Þau fara vel með litasamsetningum innanrýmisins, þar á meðal ljósa steingráa og hnotubrúna litnum. Notendavæn stjórntæki ökumannsins eru byggð á Tazuna-hönnunarhugmynd Lexus þar sem staðsetning og notkun stjórntækja og upplýsinga eru einfaldaðar til að stuðla að aukinni akstursánægju.

AFKÖST

  • NÍÐSTERKT BYGGINGARLAG

    Nýr RX er byggður á GA-K undirvagni með lengra hjólhafi, ásamt viðbótarþverbitum og skástífum til að auka stífni. Þessi aukni styrkur hefur gert verkfræðingunum okkar kleift að fínstilla fjöðrunina enn betur og bæta þannig bæði afköst og þægindi. Nýi undirvagninn er 90 kg léttari og með lægri þyngdarmiðju. Hjólhafið hefur verið lengt um 60 mm en heildarlengdin er þó enn sú sama og veltingurinn minni, sporvíddin er meiri og hjólbarðarnir stærri, sem skilar sér í öruggari stöðu og gripi.

  • DIRECT4 / E-FOUR AFLSTÝRING

    Aflgjöfum RX 500h er stjórnað af DIRECT4, sem er ný og einstök akstursátakstækni. Þetta nýja kerfi jafnar stöðugt afl og tog á milli fram- og afturöxuls við allar akstursaðstæður og af mun meiri nákvæmni en nokkurt vélrænt kerfi. DIRECT4 eykur tenginguna milli vegar og stýris, eykur akstursstöðugleika og tryggir framúrskarandi aksturseiginleika á miklum hraða. Rafknúna E-FOUR fjórhjóladrifskerfið sem er í boði í nýju RX 350h- og RX 450h+ bílunum hefur verið uppfært þannig að 40 kW rafmótorinn að aftan er alltaf starfhæfur og gefur meira tog og betri spyrnu.

  • AVS-FJÖÐRUN*

    Ný fjölliða afturfjöðrun í RX eykur afköstin töluvert og skilar bættum stöðugleika og setvörn. Hún ræður við meira tog og dregur einnig mikið úr hávaða og titringi. AVS-fjöðrunin er sérstillt til að bæta aksturseiginleika og auka öryggi í beygjum með því að stjórna deyfikrafti á öllum fjórum hjólum.

    *Aðeins í boði í RX 500h og lúxusútfærslu RX 450h+ og RX 350h

RX 450h+ Lexus Plug-in Hybrid er einstaklega hljóðlátur og státar af mjög lítilli heildarlosun koltvísýrings, eða allt niður í 1,1–1,2 g/km. Þetta er bíll sem tekur forystuna svo um munar á sviði rafvæddra bíla. 309 DIN hö. bjóða upp á magnaða hröðun, úr núlli í 100 km/klst. á 6,5 sekúndum, með gífurlega öflugu tengiltvinnkerfi sem sameinar krafta 2,5 lítra bensínvélar með mótor/rafal og 18,1 kWh Li-ion rafhlöðu. Til viðbótar við besta drægi í flokki sambærilegra bíla, allt að 69 km (allt að 90 km innanbæjar í blönduðum akstri), getur RX 450h+ náð allt að 135 km/klst. hraða í EV-stillingu.

Nýr og afkastamikill RX 500h er fyrsti hybrid-bíllinn frá Lexus sem er með forþjöppu. Bíllinn sækir afl í glænýja hybrid-hönnun sem samanstendur af 2,4 lítra túrbóvél og sex þrepa sjálfskiptingu sem tryggja 371 DIN ha. eða 273 kW og þú nærð 0–100 km/klst. hröðun á 6,2 sekúndum. DIRECT4-akstursátakskerfið eykur tenginguna milli vegar og stýris og tryggir framúrskarandi akstursstöðugleika, jafnt á hægum sem hröðum akstri.

Sjálfhlaðandi Lexus RX 350h Hybrid-bíllinn býður upp á þægindi og öryggi við hvers kyns akstursaðstæður þar sem hann tvinnar saman 2,5 lítra bensínvél og rafmótora og skilar 250 DIN hö. eða 184 kW. Niðurstaðan er hröðun úr 0 í 100 km/klst. á 7,9 sekúndum og auk þess einstök sparneytni og minni útblástur, eða 142–149 g/km losun koltvísýrings og 6,3–6,6 l/100 km eldsneytisnotkun. Bíllinn er sífellt að endurhlaða sig meðan þú ekur og þegar þú lætur bílinn renna eða hemlar þá nærðu enn betra drægi.

ÖRYGGI

  • ÞRIÐJA KYNSLÓÐ LEXUS SAFETY SYSTEM +

    Nýr RX er búinn háþróuðum akstursöryggis- og akstursaðstoðarkerfum 3. kynslóðar Lexus Safety System +, með uppfærslum og endurbótum sem fela í sér aukið öryggi. Þar má meðal annars nefna fyrirbyggjandi akstursaðstoð með stýrisaðstoð og nýjan ökumannsskynjara sem greinir þreytu eða einbeitingarleysi hjá ökumönnum. Að auki notar fyrirbyggjandi akstursaðstoð myndavélina að framan til að ákvarða beygjuhornið og aðlagar stýriskraftinn þegar nær kemur beygjunni.

  • BÆTT ÁREKSTRARVIÐVÖRUNARKERFI

    Endurbætt árekstrarviðvörunarkerfi Lexus getur nú komið í veg fyrir enn fleiri mögulega árekstra, til dæmis í beygjum og við framúrakstur. Einnig getur það greint árekstrarhættu í umferðinni á móti eða frá gangandi vegfarendum þegar bíllinn beygir við gatnamót. Neyðarstýrisaðstoð hjálpar svo enn frekar til við að forðast árekstra.

  • ÖFLUGUR RATSJÁRHRAÐASTILLIR

    Kerfið notar radarmæli og myndavél til að greina ökutækið fyrir framan og halda viðeigandi fjarlægð. Ef ökutækið fyrir framan stöðvast stoppar RX líka. Þegar ökutækið fer aftur af stað ferð þú líka af stað. Búnaðurinn greinir í snatri alla umferð beint fyrir framan bílinn og vinnur með akreinastýringunni til að velja æskilegustu stefnuna í beygjum. Ratsjárhraðastillir kemur einnig í veg fyrir að þú akir inn í ökutæki á hægari ferð sem ekur á ytri akreininni.

Ný fyrirbyggjandi akstursaðstoð RX er búin nýjasta fyrirstöðuskynjarakerfinu með virkri akstursaðstoðartækni. Hún fylgist með vegfarendum og hlutum fyrir framan bílinn og stjórnar hemlum og stýri til að halda öruggri fjarlægð frá slíkum hlutum. Auk þess hjálpar hraðaminnkunaraðstoð þér þegar inngjöfinni er sleppt fyrir beygju eða ef ökutæki er fyrir framan við að hægja á mýkri og öruggari hátt á bílnum. Kerfið greinir einnig beygjur fram undan og aðlagar stýrisaðstoðina svo að stýringin hæfi.

Sjálfvirka BladeScan®-háljósakerfið skilar ökumönnum betra sjónsviði en hefðbundin LED-aðalljós. Kerfið varpar birtunni fyrst úr tólf LED-ljósum á blaðlaga spegil sem snýst á 6000 sn./mín. og þaðan í gegnum linsu sem skilar breiðum ljósgeisla aðalljósanna. Ítarlegar prófanir sýna að gangandi vegfarendur og umferðarskilti sjást fyrr og án hættu á að aðrir ökumenn fái ofbirtu í augun.

Auk sérlega sterkrar öryggisbyggingar farþegarýmis er farþegavörnin aukin enn frekar með 12 SRS-loftpúðum: tveggja þrepa loftpúða og hnéloftpúða fyrir ökumann; eins þreps loftpúða fyrir farþega í framsæti; miðjuloftpúða til að draga úr snertingu milli ökumanns og farþega í framsæti; hliðarloftpúða á framsætum og loftpúðatjöldum sem ná yfir báðar hliðar farþegarýmisins.

AFGERANDI HÖNNUN

  • NÝ HÖNNUN Á ÁLFELGUM

    Þessi 20 arma 21" felga er hönnuð fyrir lúxusútfærslur og er með fallegri sanseraðri áferð og vélunnum smáatriðum sem ljá nýjum RX útlit sem sker sig úr. 

  • SNÆLDULAGA YFIRBYGGING / EINKENNANDI GRILL / ÞREFÖLD LED-LJÓS

    Hönnuðirnir okkar vildu tengja bílinn við rafvæðinguna og ákváðu að nota nýju „snældulaga yfirbygginguna“ við hönnun nýjasta RX-bílsins. Þetta skilaði sér í því að nú fellur grillið betur inn í yfirbygginguna og gefur tilfinningu fyrir rafmögnuðu afli og lágri þyngdarmiðju. Fyrirferðarminni og rennilegri aðalljós, loftinntök og aukin sporvídd (15 mm) undirstrika enn frekar stöðugt útlitið sem geislar af sjálfstrausti. Þreföld LED-ljósin með sjálfvirku BladeScan®-háljósakerfi eru rennilegri, skarpari og auðvitað stórglæsileg og gefa tilfinningu fyrir afar fágaðri hönnun.

  • EINKENNANDI LEXUS-HÖNNUN AFTURHLUTA / RAFKNÚINN AFTURHLERI

    Ný einkennandi L-laga ljósahönnun Lexus nær yfir alla breidd nýjasta RX-bílsins að aftan. Þessi afturljósalína undirstrikar einstaka lögun bílsins og aukin sporvídd (65 mm) gefur honum sterklegan svip og kraftmikla nærveru á vegum úti.

    Endurhannað merki Lexus veitir bílnum nútímalegt og auðþekkjanlegt nýtt útlit og er staðsett á afturhleranum miðjum. Auðvelt er að hlaða og losa bílinn með sérlega hraðvirkum og viðbragðsfljótum fjarstýrðum rafknúnum afturhlera sem er kærkominn eiginleiki, sér í lagi þegar þú kemur úr búð með fangið fullt. Þegar lykillinn er í vasanum geturðu opnað afturhlerann með því að stinga fætinum undir afturstuðarann.

Til að laga ökumannsrýmið enn betur að bílstjóranum þróaði Lexus Tazuna-hönnunarhugmyndina. Hún dregur nafn sitt af japanska orðinu yfir reiðtygi og miðar að einfaldri og milliliðalausri stjórn. Upplýsingatæki eins og margmiðlunarskjárinn, stakur mælirinn og sjónlínuskjár eru hlið við hlið til að hægt sé að lesa á þau með sem minnstum hreyfingum augna og höfuðs. Hönnuðir RX leituðust einnig við að skapa lágstemmt, einfalt og vandlega uppsett innanrými með hágæðaefnum. Í boði er að fá leðurlaust innanrými til að svara síaukinni eftirspurn frá neytendum sem leggja áherslu á vistvænan lífstíl. Í Comfort-útfærslunni eru ekki einungis sætin heldur einnig stýrið og gírskiptihnúðurinn klædd fyrsta flokks Tahara-áklæði.

Með stemningslýsingu, nýjum eiginleika í Lexus, geturðu sérsniðið umhverfislýsingu RX með 64 litum. Innanrýmishönnuðir Lexus byggðu val sitt á L-finesse hönnunarstefnunni við þróun á fjórtán litum sem tákna tilfinningarnar sem vakna þegar falleg náttúrufyrirbrigði ber fyrir augu. Litunum er ætlað að vekja tilfinningu fyrir „Omotenashi“-gestrisni og meðal þemanna eru:

  • Heilun: Kyrrlát litbrigði skapa heilandi andrúmsloft þar sem orka grænnar náttúru og lífskrafturinn fara saman.
  • Slökun: Hlý litbrigði skapa róandi andrúmsloft fullt af orku sem minnir á sólarganginn og gangverk jarðarinnar.
  • Örvun: Hvítir tónar skapa örvandi andrúmsloft þar sem endurnærandi sólskin allan daginn vekur hugann mjúklega
  • Athygli: Dularfull og svöl litbrigði skapa andrúmsloft sem skerpir á athygli hugans þar sem gangur tímans og síbreytileiki náttúrunnar sameinast.
  • Spenna: Tónar sem minna á eldtungur skapa spennandi andrúmsloft fyrir ökumanninn þar sem hitastigið breytist með loga eldsins

NÝJASTA TÆKNI

  • 21 HÁTALARA MARK LEVINSON*

    RX-farþegarýmið er nánast hljóðlaust og skapar fullkominn vettvang fyrir nýtt og sérhannað 21 hátalara Mark Levinson Premium Surround Sound-hljóðkerfi. Þetta sérhannaða kerfi er staðalbúnaður í dýrari útfærslum, þróað af samstarfsaðila okkar á sviði hljómtækja, og er sérsniðið að innanrými þessa bíls.

    Nýja Mark Levinson Premium Surround-hljóðkerfið með þrívíðum hljómi skilar einstökum 7,1 rásar heimabíóhljómi. Quantum Logic Immersion og ClariFi skila einstökum hljómi með því að greina þjappaðan uppruna hljóms og bæta upp fyrir týnd gögn. 22 cm bassahátalari í farangursrýminu eykur enn á tónleikaupplifunina með djúpum og kraftmiklum hljómi sem tjáir andrúmsloft og umgjörð upprunalegu tónlistarinnar á eftirminnilegan hátt.

    *Aðeins í boði í RX 500h og lúxusútfærslu RX 450h+ og RX 350h

  • YFIRLITSMYND AF UMHVERFI BÍLSINS

    Til að auðvelda akstur við þröngar aðstæður birtir stafræn yfirlitsmynd af umhverfi bílsins á skjánum 360° mynd í rauntíma og mynd sem tekin er undir bílnum. Þú færð líka þrívíða sýndarmynd af RX-bílnum sem sýnir hann úr lofti, með skjáleiðbeiningum til að aðstoða við akstur í þröngum borgargötum. Boðið er upp á eftirfarandi eiginleika:

    • Útsýni til hliðanna gerir þér kleift að athuga bilið þegar ekið er fram hjá öðrum bíl á mjórri götu.
    • Beygjumyndavél hjálpar ökumanni að forðast að aka upp á gangstétt í beygjum.
    • Umferðarskynjari að framan varar við bílum sem nálgast og hindrunum fyrir framan og til hliðar við bílinn.
    • Árekstrarviðvörunarkerfi og hemlun bílastæðaaðstoðar vara við hættu á árekstri og grípa jafnvel inn í aksturinn til að koma í veg fyrir árekstur.
    • Mynd sem tekin er undir RX-bílnum hjálpar til við akstur á grófara undirlagi.
  • AÐSTOÐARKEFI FYRIR ÖRUGGA ÚTGÖNGU

    Rafræna læsingarkerfið í RX er tengt við blindsvæðisskynjara bílsins. Aðstoðarkerfi fyrir örugga útgöngu kemur í veg fyrir að farþegar opni dyrnar ef umferð er fyrir utan bílinn, til dæmis bílar eða hjólreiðafólk sem nálgast að aftan. Samkvæmt mati Lexus getur þetta kerfi aðstoðað við að koma í veg fyrir meira en 95% slysa þegar dyr eru opnaðar.

Akstursupplýsingar birtast í lit beint á framrúðunni. Þessi 10" sjónlínuskjár gerir þér kleift að skoða leiðsögn, öryggisbúnað, upplýsingar og hljóðstillingar án þess að taka augun af veginum. Notkun skjásins er auðveld í gegnum snertirofa á stýrinu.