1. Nýir bílar
  2. All-New RX
  3. Reassuring Safety
Lexus á Íslandi

EIGINLEIKAR RX

ÁREIÐANLEGUR ÖRYGGISBÚNAÐUR

EIGINLEIKAR RX

LEXUS SAFETY SYSTEM +

RX nýtur góðs af háþróuðu akstursöryggis- og akstursaðstoðarkerfi, eða 3. kynslóð Lexus Safety System +, með uppfærslum og endurbótum sem fela m.a. í sér aukna greiningu á slysahættu. 
EIGINLEIKAR RX

EIGINLEIKAR ÞRIÐJU KYNSLÓÐAR

Nýr ökumannsskynjari greinir merki um þreytu eða einbeitingarleysi hjá ökumanni gegnum myndavél á stýrinu. Að auki notar fyrirbyggjandi akstursaðstoð myndavélina að framan til að ákvarða beygjuhornið og aðlagar stýriskraftinn þegar nær kemur beygjunni.
EIGINLEIKAR RX

FORÐUMST SLYSIN

Endurbætt árekstrarviðvörunarkerfi Lexus getur nú komið í veg fyrir enn fleiri mögulega árekstra og greint árekstrarhættu í umferðinni á móti eða frá gangandi vegfarendum þegar bíllinn beygir við gatnamót. 
EIGINLEIKAR RX

FJARLÆGÐARSKYNJARAR

Ratsjárhraðastillir greinir ökutæki fyrir framan bílinn og heldur öruggri fjarlægð. Búnaðurinn greinir í snatri alla umferð beint fyrir framan bílinn og vinnur með akreinastýringunni til að velja æskilegustu stefnuna í beygjum. 
EIGINLEIKAR RX

UMFERÐARSKILTAAÐSTOÐ

Umferðarskiltaaðstoðin ber kennsl á umferðarskilti og veitir ökumanninum upplýsingar þess efnis á fjölnota upplýsingaskjánum. Þegar hún er tengd við ratsjárhraðastillinn er hægt að endurstilla hraðastillingu bílsins á skjótan hátt í samræmi við hámarkshraðann sem umferðarskiltaaðstoðin greinir.