1. Nýir bílar
  2. All-New RX
  3. Designed For Life
Lexus á Íslandi

EIGINLEIKAR RX

HÖNNUN

EIGINLEIKAR RX

STRAUMLÍNULÖGUÐ HÖNNUN

Hönnun RX dregur úr loftmótstöðu, þar sem undirvagninn er nánast flatur og bíllinn hefur gengist undir víðtækar prófanir í vindgöngum. Til að fínstilla loftstreymi enn frekar unnu hönnuðir og verkfræðingar Lexus að lögun neðri vindskeiðar að framan, loftflæði í brettaköntunum, lögun bílsins á hliðum og lögun neðri afturstuðara. Þetta eykur stöðugleikann enn frekar, minnkar hávaða og dregur úr viðnámi. 
EIGINLEIKAR RX

PLÁSS TIL AÐ SLAKA Á

Í bílnum eru fimm lúxussæti með frábæru fóta- og höfuðrými, auk nægilegs farangursrýmis. Hleðsluhæð hefur verið lækkuð um 30 mm og það er því auðveldara að nota farangursgeymsluna, auk þess sem farangursrýmið er nú 50 mm lengra vegna hugvitssamlegrar hönnunar afturhlerans. 
EIGINLEIKAR RX

GLERÞAK

Nú fæst glæsilegt glerþakið einnig með þakbogum og hægt er að opna það til að auka loftflæðið um innanrýmið. Þakið eykur bæði höfuðrými og sólarbirtu í farþegarýminu og er með rafdrifnu skyggni sem nota má þegar sólin skín of skært.