concept cars

HUGMYNDABÍLAR


Hugmyndabílar Lexus veita forvitnilega nasasjón af hönnunarstefnu okkar í framtíðinni.

main menu lexus brand

NÝSKÖPUN Í
HÖNNUN

Þessi hluti birtir nokkrar af eftirtektarverðustu hönnunarhugmyndum okkar og sýningum.

hybrid cars

HYBRID
BÍLAR

Lexus er einn helsti framleiðandi lúxus hybrid bíla í heiminum í dag.

lexus service

ÞJÓNUSTA LEXUS


Það er lúxus að eiga Lexus.

Used car hero

NOTAÐIR
LEXUSBÍLAR

Skoðaðu notaða lúxus bíla frá Lexus

LEXUS SKYJET Á
FRUMSÝNINGU VALERIAN

SAMSTARF LEXUS OG EUROPACORP VAR TIL SÝNIS ÞEGAR HÖNNUN ÞEIRRA,
HIN FRAMSÆKNA SKYJET GEIMSKUTLA ÞREYTTI FRUMRAUN SÝNA Á HVÍTA TJALDINU
Í MYNDINNI VALERIAN AND THE CITY OF A THOUSAND PLANETS
SEM VAR FRUMSÝND Í HOLLYWOOD.

SKYJET Á RAUÐA DREGLINUM

Skyjet geimflaugin var til sýnis á rauða dreglinum ásamt stjörnunum og aðalleikurum myndarinnar Cöru Delevingne og Dane DeHaan. Með í för voru stórstjörnurnar og leikarar myndarinnar Rihanna og Kris Wu. Leikararnir stilltu sér upp við hlið geimskutlunar fyrir framan fjölda fólks sem kom saman til að líta Skyjet og stjörnurnar augum í tilefni frumsýningarinnar.

SKAPANDI SAMSTARF

SKYJET geimflaugin er farartæki með einu sæti. Valerian teymið sem sem hannaði geimflaugina var með það markmið að hanna raunverulegt farartæki sem gæti átt heima í Valerian umhverfinu en sögusviðið á sér stað í framtíðinni eftir 700 ár. Teymið var í samvinnu við hönnunarteymi Lexus og notfærði sér hluta af þekktum einkennum í hönnun og tækni Lexus til að útbúa lokaútfærsluna af SKYJET.

LEXUS OG AÐALLEIKARI VALERIAN,
DANE DEHAAN FRUMSÝNDU ‘SKYJET’
GEIMFLAUGINA Í MIAMI

SKYJET GEIMFLAUGIN MUN BIRTAST Í NÝJUSTU MYND LUC BESSON
“VALERIAN AND THE CITY OF A THOUSAND PLANETS”

Dane DeHaan einn aðalleikara myndarinnar VALERIAN AND THE CITY OF A THOUSAND PLANETS sem verður frumsýnd 2017, afhjúpaði eftirlíkingu af skyjet geimflauginni sem notuð er í myndinni á lífstílssýningu Lexus sem haldin var í Miami. SKYJET geimflaugin var ein af sýningargripum sýningarinnar sem var með nýjustu lúxus afþreyingu og lífstíls vörur til sýnis. SKYJET geimflaugin var hönnuð af Valerian teyminu með það í huga að hún gæti verið til í raunveruleikanum en passi einnig inn í heildarhugmynd Valerian umhverfisins, en sögusviðið á að eiga sér stað í framtíðinni eftir 700 ár. Framleiðendur myndarinnar unnu í samstarfi við hönnuði Lexus til að innleiða nútímahönnun ásamt því að notast við fyrri hefbundnar hugmyndir á útliti geimflauga við hönnunina lokaútgáfu SKYJET. Lokaútgáfa SKYTJET var útfærð með einu af einkennismerki Lexus, snældugrillinu. Auk snældugrillsins voru sportleg framljós sem svipa til hönnunar á ljósabúnaði LC coupe útfærslunar sem fer í framleiðslu árið 2018. Valerian teymið heillaðist af nýjustu þróun Lexus á Al og HMI tækninni og var notast við hana við hönnun á innra rými SKYJET. Valerian sagan á að vera tákn ímyndaðs orkuhylkis af framtíðinni en sú táknmynd er innblásin af vinnu Lexus á frumlegri vetnis eldsneytis geymslutækni. Fyrstu myndir af þessari tækni voru frumsýndar í nóvember þegar fyrsta myndbrot úr myndinni var sýnt.

Við frumsýningu SKYJET í Miami hafði Dane DeHaan, aðalleikari myndarinnar þetta að segja: ,,Mig hefur alltaf langað til þess að vinna með Luc Besson því hann leggur mikla áherslu á smáatriði og er mjög uppátækjasamur sem gefur sögunum líf. Samvinnan með Lexus á framleiðslu SKYJET er gott dæmi um það. Senurnar þar sem SKYJET geymflaugin er á fullri ferð eru með þeim mest spennandi í myndinni.” Við afhjúpun SKYJET eftirlíkingarinnar var glæsileg ljósasýning sem byggði upp spennu rétt áður en Dane steig á svið og sagði frá samstarfinu, hvernig gekk að taka upp með SKYJET geimflauginni og vinna með Cara Delevingne og leikstjóranum Luc Besson. Spiros Fotinos, yfirmaður alþjóðlegu markaðsdeildar Lexus hafði þetta að segja um samstarfið: ,,Þegar Luc kom til okkar og sagði okkur frá sýn sinni á Valerian, varð okkur strax ljóst að hann deildi sama metnaði og Lexus, að fara fram úr væntingum, frá því venjulega yfir í eitthvað stórkostlegt. Þetta var spennandi áskorun að aðstoða við hönnun á SKYJET. Ánægjan fólst ekki einungis í því að vera hluti af glæsilegri kvikmynd heldur fengum við einnig að upplifa viðbrögðin og undrunarsvipinn á hönnuðum og verkfræðingum okkar þegar við sögðum þeim að þeir ættu að hanna geimskip!” Lexus mun bjóða upp á stórkostlega upplifun næstu mánuði í aðdraganda frumsýningar á Valerian kvikmyndinni sem verður í ágúst 2017.

Kynntu þér betur VALERIAN AND THE CITY OF A THOUSAND PLANETS :
- Facebook: https://www.facebook.com/ValerianMovie
- Twitter: https://twitter.com/ValerianMovie
- Instagram: https://instagram.com/valerianmovie/

UM VALERIAN

Valerian og Laureline eru aðal sögupersónurnar í skáldsögunni Valerian sem Luc Besson, handritshöfundur og leikstjóri umbreytti í nútímalega vísindaskáldsögu. Valerian (Dane DeHaan) og Laureline (Cara Delevingne) eru sérstakir fulltrúar stjórnvalda sem sjá um að viðhalda friði í alheiminum. Eftir að hafa fengið skipun frá yfirmanni sínum (Clive Owen), héldu Valerian og Laureline í leiðangur í stórborgina Alpha sem er staðsett milli vetrarbrauta og telur þúsundir íbúa af mismunandi tegundum frá öllum fjórum hlutum alheimsins.

Allir sautján milljón íbúar Alpa hafa búið saman í sátt og samlyndi með því að deila ráðum og notast við sameiginlega hæfileika, tækni og auðlindir sem er til bóta fyrir alla. Því miður eru ekki allir íbúar Alpha til í að deila auðlindum, ill öfl eru þar að verki og af þeim stafar mikil hætta.

Til að þú getir nýtt þér þjónustuna á vefsvæði Lexus sem allra best notum við, og valdir samstarfsaðilar okkar, kökur á vefsvæði okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum göngum við út frá því að þú samþykkir að veita viðtöku kökum frá vefsvæði Lexus.

LESA MEIRA