concept cars

HUGMYNDABÍLAR


Hugmyndabílar Lexus veita forvitnilega nasasjón af hönnunarstefnu okkar í framtíðinni.

main menu lexus brand

NÝSKÖPUN Í
HÖNNUN

Þessi hluti birtir nokkrar af eftirtektarverðustu hönnunarhugmyndum okkar og sýningum.

hybrid cars

HYBRID
BÍLAR

Lexus er einn helsti framleiðandi lúxus hybrid bíla í heiminum í dag.

lexus service

ÞJÓNUSTA LEXUS


Það er lúxus að eiga Lexus.

Used car hero

NOTAÐIR
LEXUSBÍLAR

Skoðaðu notaða lúxus bíla frá Lexus

HEIMSFRUMSÝNING Á NÝJUM
LEXUS LS 500h

HORFÐU Á KYNNINGARMYNDBANDIÐ FYRIR LS 500h

HORFÐU Á FJÖLMIÐLAKYNNINGUNA FRÁ BÍLASÝNINGUNNI Í GENF

NÝTT LEXUS LS 500h FLAGGSKIP
MEÐ FJÖLÞREPA HYBRID KERFI

Nýja Lexus LS 500h flaggskipið nýtur góðs af hybrid kerfi frá fyrirtækinu Multi Stage Hybrid System, þetta kerfi býr yfir framúrskarandi tækni sem umbreytir frammistöðu bílsins og leiðir til jákvæðra hugsana bílstjórans gagnvart hybrid orkunýtingu. Nýja LS 500h flaggskipið verður heimsfrumsýnt 7. mars á bílasýningunni í Genf.

Hybrid kerfið sem er nú einungis að finna í nýja LC 500h lúxus bílnum gefur bílnum marga góða eiginleika sem minnka bensíneyðslu og auka hraða og aksturslengd sem hægt er að keyra þegar slökkt er á bensínvélinni og einungis er notast við hybrid vélina. Eða allt að 140 km/klst.

Á sama tíma er heildar bensíneyðslu og útblástri haldið í lágmarki og engum krafti fórnað til að viðhalda mjúkum, hljóðlátum og vönduðum eiginleikum vélarinnar sem fylgja gæðastimpli Lexus hybrid bíla.

FJÖGURRA ÞREPA GÍRSKIPTING

Multi Stage Hybrid kerfið er með fjögurra þrepa gírskiptingu, ásamt 3.5-lítra V6 vél og tveimur rafknúnum mótorum. Sem skilar sér í betri svörun þegar bensíngjöfin er stígin niður og er svörunin sérstaklega eftirtektarverð þegar lagt er af stað úr kyrrstöðu.

Kerfið sem er með fjögurra þrepa skiptingu líkir eftir vinnslu 10 þrepa skiptingarinnar sem er til staðar í twin-turbo 3.5l V6 bensín vélinni sem má finna í LC 500. Tilfinningin er línuleg, bein og samfelld hröðun sem eykur akstursánægju.

MEÐ HINUM GLÆNÝJA
LS 2018

BÝÐUR LEXUS UPP Á
EINSTAKAN LÚXUSBÍL

Það getur verið að enginn bíll hafi umbylt sínum flokki jafnmikið og fyrsti LS-bíllinn frá Lexus gerði þegar lúxusútgáfan var kynnt fyrir 28 árum. LS 400-bíllinn frá 1990 var fyrsti bíllinn sem endurskilgreindi munað, þar sem hann hlaut einróma lof og kom viðskiptavinum á óvart með nýjum viðmiðum um þægindi og afköst aflrásar, ásamt því að mýkt, hljóðlátur akstur, gæðasmíði, nostursamleg hönnun og áreiðanleiki voru í fyrirrúmi. Til að styðja við hið byltingarkennda ökutæki setti Lexus sér nýja staðla um þjónustu við viðskiptavini og ánægju þeirra. Nú er Lexus við það að endurtaka leikinn með því að kynna til sögunnar glænýja fimmtu kynslóð af lúxusbílnum LS fyrir árið 2018, sem var fyrst sýndur á alþjóðlegu bílasýningunni í Norður-Ameríku 2017.

Nýi LS-bíllinn endurspeglar ákveðið og einstakt japanskt viðhorf til munaðar, hvort sem er að utan eða innan. Samt sem áður var hann hannaður til að vera nýjasta viðbótin við alþjóðlegan markað, og er fáanlegur í um það bil 90 löndum. Toshio Asahi, sem er yfirverkfræðingur fyrir nýja LS-bílinn, segir: „LS mun ekki aðeins standa fyrir Lexus-merkið sem slíkt heldur verður hann ný kynslóð af lúxusbíl sem sameinar um leið japanskar hefðir og menningu. Því þarf þessi alþjóðlegi toppbíll að fara langt fram yfir það sem heimurinn reiknar með að sjá í lúxusbifreið.“

LENGRI, LÆGRI, BREIÐARI
– OG MEIRA SPENNANDI

Nýi LS-bíllinn er bæði lengri og lægri en fyrirrennari hans og hönnunin er glæsileg þar sem nýr hönnunarstaðall Lexus dregur fram sportlegar útlínurnar. Glæný alþjóðleg hönnun fyrir lúxusbíla (GA-L) undirstrikar þá tilfinningu að ökumaðurinn sé í aðalhlutverki. Afturhjóladrifinn undirvagninn er lengri útgáfa af þeim sem notaður er í glæsilega nýja Lexus-sportbílinn LC 500. Hann gefur kröftugt grip á veginum um leið og hann undirstrikar þægindin sem Lexus er þekktur fyrir. Upphaflegi Lexus LS-bíllinn öðlaðist virðingu með því að sjá fyrir þann munað sem viðskiptavinirnir sækjast eftir fremur en að byggja eingöngu á því sem þekktir lúxusbílaframleiðendur buðu upp á á þeim tíma.

Með hliðsjón af því mun rúmgott farþegarými, einstakur búnaður og framsýn tækni sem LS 2018 býr yfir koma viðskiptavinum á óvart á ný og kalla fram ný viðmið um það hvernig lúxusbíll á að vera. „Við höfum sett okkur markmið sem engir aðrir hafa náð og unnið hörðum höndum að því að ná þeim markmiðum,“ segir Asahi, yfirverkfræðingur LS. „Þeir viðskiptavinir sem vilja eignast flaggskip Lexus eru nú þegar vanir því að lifa í munaði, og hafa næmt auga fyrir því sem er nýtt og ferskt. Við myndum ekki höfða til þeirra með hefðbundinni gæðavöru.“

FLAGGSKIP ENDURFÆTT

Rétt eins og upphaflegi LS-bíllinn kom Lexus-vörumerkinu af stað heldur nýr LS 2018 áfram að vinna að markmiðum framleiðandans. Hver kynslóð LS-fólksbíla fram að þessu hefur haft framúrskarandi munað, handverk, afköst og öryggi í hávegum, hver á sinn hátt. Nýjustu kynslóðirnar hafa einnig komið fram með áhrifaríka hönnun og spennandi aksturseiginleika.

Þegar nýi LS-bíllinn var hannaður ákvað Lexus að byrja frá grunni og hugsa upp á nýtt hvernig lúxusbílar eiga að vera, eins og verið væri að kynna tegundina til sögunnar í allra fyrsta sinn. Markmiðið var ekki að bæta það sem Lexus hefur þegar gert, heldur að fara fram úr væntingum viðskiptavina um allan heim sem eru vanir gæðum og munaði.

Enn gengur sami þráðurinn í gegnum alla LS-bíla: Omotenashi, hugmyndin um hina japönsku gestrisni. Þegar hugtakið er notað yfir lúxusbíl er átt við að hugsað sé vel um ökumanninn og farþegana, þarfir þeirra séðar fyrir, hugað að þægindum þeirra og öryggi þeirra haft í fyrirrúmi.

EIGINLEIKAR BÍLSINS

Ökumenn lúxusbíla krefjast þess í vaxandi mæli að bíllinn sé liprari og afkastagetan meiri án þess að þægindum sé fórnað. Það er erfitt að ná fram slíku jafnvægi í hönnun bíla en þrátt fyrir það uppfyllir nýja alþjóðlega hönnunin fyrir lúxusbíla (GA-L) frá Lexus þessar kröfur. Nýi undirvagninn, sem fyrst var kynntur í LC 500 sportbílnum, liggur að baki nýja LS-bílnum, en nú er hjólhafið lengra. Til að bæta hæðar- og þyngdardreifingu og gera bílinn stöðugri er nýi LS-bíllinn aðeins framleiddur með löngu hjólhafi, sem gerir hann breiðan auk þess sem hann situr lágt.

GA-L undirvagninn er sá stífasti sem Lexus hefur framleitt og tryggir meiri lipurð, mýkri aksturseiginleika og hljóðlátara farþegarými. Hjólhafið er 3.125 mm, 35 mm lengra en núverandi gerð LS-bílsins með löngu hjólhafi. Nýjasta tækniþekkingin í smíði undirvagna, VDIM-kerfi (Vehicle Dynamics Integrated Management), leggur sitt af mörkum til að veita nýja LS-bílnum frábæra aksturseiginleika og lipurð. Kerfið veitir samhæfða stjórn á öllum undirkerfum ökutækisins – hemlum, stýrisbúnaði, aflrás og fjöðrun – og þannig er hægt að stjórna grunnhreyfingum áfram, til hliðar og upp/niður í móti, ásamt sveigjum og veltingi.

Með því að stjórna þessum hreyfingum eins vel og unnt er má ná fram hámarksþægindum í akstri, aukinni spyrnu og öryggi og meiri lipurð. Með virkum jafnvægisstöngum og Lexus Dynamic Handling (LDH)-kerfinu með fram- og afturstýrisbúnaði sem vinnur sjálfstætt hvor um sig verður bíllinn enn liprari í akstri. Með VDIM-kerfinu næst aukinn stöðugleiki við akstur á yfirborði með mismiklu gripi, svo sem á þurru slitlagi og ís.

Með því að nota létt efni á borð við teygjanlegar stálplötur og ál var hægt að minnka þyngd nýja LS-bílsins um 90 kg frá núverandi útgáfu LS-undirvagnsins og yfirbyggingarinnar. Það, ásamt innleiðingu nýju V6-vélarinnar og auknum stöðugleika undirvagnsins, gerir akstursupplifunina enn kröftugri.

Með nýja undirvagninum lækkar þyngdarmiðja bílsins þannig að mesta þyngdin, þar á meðal vélin og farþegarnir, er hvort tveggja meira fyrir miðju og neðar. Þessi endurbætta þyngdarmiðja hefur úrslitaáhrif á aksturseiginleikana. Sérstakar stífur í vélarrýminu og fremra og aftara fjöðrunarhús úr stífu áli ásamt öðrum eiginleikum gefa mikilvægustu hlutum undirvagnsins aukinn styrkleika.

LS-bíllinn er þekktur fyrir frábæra fjöðrunareiginleika, en þrátt fyrir það sá Lexus tækifæri til að gera enn betur á því sviði. Sem dæmi má taka að fjölliða fjöðrunin hefur tvöfalda kúluliði á efri og neðri stýrisörmum sem gera bílnum kleift að fínstilla þær hreyfingar sem ökumaður og ástand vegar krefjast. Ásamt því að dreifa álaginu nýta tvöföldu kúluliðirnir hönnun fjöðrunarinnar til fulls og bæði stjórnun hjólabúnaðar og stýrisbúnaðar verður nákvæmari. Fjöðrunin er að miklu leyti úr áli, sem dregur úr heildarþyngd bílsins og skilar meiri lipurð og þægindum.

AFKÖST OG MÝKT LS SKILGREIND UPP Á NÝTT:

V6-TÚRBÓVÉL MEÐ TVEIMUR FORÞJÖPPUM
OG TÍU ÞREPA SJÁLFSKIPTING

Lexus hefur hannað glænýja 3,5 lítra V6-vél sérstaklega fyrir nýja LS-bílinn. Hún er aflmikil, sparneytin og með tveimur forþjöppum sem hannaðar hafa verið með nýjustu F1-tækni fyrirtækisins. Þessi nýja LS-vél er til marks um kraftmeiri nálgun Lexus, þar sem afli V8-vélar er náð án þess að slá þurfi af kröfum um sparneytni auk þess sem hávaði og titringur er í lágmarki.

Nýja LS-vélin býður upp á afköst sem eðlilegt er að búast við þegar um lúxusbíl er að ræða: 310 kW / 421 hö. og 600 Nm tog, sem er talsvert meira en sjá má í V8-vélinni í LS-bílnum sem nú er á markaði. Löng slaglengd og ákjósanleg stimpilstærð gerir afköst og bruna forþjappanna tveggja öflugri, og því kemst LS-bíllinn úr 0–100 km/klst. á 4,5 sekúndum (aldrif).

Þó skiptir líklega enn meira máli hvernig Lexus fór að því að stilla vélina og gírskiptinguna til að fá fram viðbragðsgóða inngjöf og samfellda uppsöfnun togkrafts til að nýta hámarksafköst vélarinnar. Stigagrind í strokkstykki, endurhannaðar vélarfestingar og rafknúnir afléttilokar ásamt ýmsum öðrum eiginleikum tryggja mýkt aflrásarinnar, sem er einkenni Lexus. Ökumaðurinn getur sniðið viðbrögð aflrásarinnar að sínum þörfum með því að velja stillingarnar „Normal“, „Sport“ eða „Sport+“. Nákvæmlega réttur tónn heyrist í útblásturskerfinu til að auka á sportlega upplifun.

Tíu þrepa sjálfskiptingin sem var fyrst kynnt til sögunnar í Lexus LC 500 er einnig til staðar í nýja LS-lúxusbílnum. Sjálfvirkur togbreytirinn er með skiptitíma á við tveggja kúplinga skiptingu. Gírarnir tíu liggja þétt saman þannig að skiptibreiddin verður mikil, sem hentar vel fyrir hvers kyns akstur þar sem hægt er að velja besta gírinn við öll skilyrði.

Hægt er nota rofa til að skipta um gír en margir munu fremur kjósa framúrskarandi tölvustýrt kerfi sem sér fyrir hreyfingar ökumannsins. Kerfið velur æskilegt gírhlutfall með því að taka tillit til hröðunar, hemlunar og áhrifa miðflóttaaflsins.

Þegar fyrst er farið af stað veitir nálægð lægstu gíranna hver við annan og styttri skiptitími bæði taktfasta og skemmtilega tilfinningu fyrir hröðun. Mikill togkrafturinn í túrbóvélinni smellpassar við hærri gírhlutföllin svo akstur á meiri hraða verður átakalaus og þægilegur og hröð niðurskiptingin skilar beinni og samfelldri hröðun.

Vökvagírslæsing er ávallt virkjuð nema þegar fyrst er ekið af stað. Það veitir beina tilfinningu og stuðlar að sparneytni við akstur.

EINSTÖK ÍMYND
BÚIN TIL

„LS-bíllinn er flaggskip Lexus-vörumerkisins,“ segir yfirhönnuðurinn Koichi Suga. „Framar öðrum tegundum felur hann í sér sögu og ímynd Lexus og er tákn fyrir allt sem merkið stendur fyrir.“ Í anda „Yet“-hugmyndafræðinnar sem hefur fylgt LS-bílunum allt frá fyrstu kynslóð þeirra hefur Lexus hannað bíl sem sameinar rýmið og þægindin sem finna má í hefðbundnum fólksbíl við glæsilegar útlínur fjögurra dyra sportbíls sem höfðar vel til yngri viðskiptavina. Hönnuðir Lexus nýttu sér nýja undirvagninn til hins ýtrasta, þar sem lengd hans, sem er sambærileg við hefðbundinn fólksbíl með langt hjólhaf, og það hversu lágt hann situr gefur nýja LS-bílnum lágt og langt útlit. Nýi LS-bíllinn er um það bil 15 mm lægri en fyrri gerðin, vélarhlífin 30 mm lægri og farangursgeymslan 41 mm lægri.

Nýi LS-bíllinn er fyrsti fólksbíllinn frá Lexus með sex hliðargluggum. Hann er enn fremur fyrsti fólksbíllinn frá Lexus þar sem jafnt yfirborð glugganna fellur mjúklega að hliðarstoðinni. Til að tryggja nægt höfuðrými þrátt fyrir það hvað bíllinn er lágur er nýi LS-bíllinn með ytri sóllúgu sem hægt er að renna til. Einstakt útlit snældulaga grillsins, þar sem áferðin virðist taka breytingum eftir því hvernig birta fellur á það, er til komið vegna nýjustu tölvutækni við hönnun og með því að stilla af hvern hluta og hvert yfirborð fyrir sig. Á LS-bílinn er hægt að fá fimm tegundir af nýjum felgum, þar á meðal tvær nýjar 19 tommu felgur og þrjár 20 tommu felgur. Glæsilegt útlit 20 tommu felganna fæst með rafhúðunaraðferð sem kallast agnahúðun. Á öllum felgunum nema einni tegund eru holar brúnir sem draga úr endurvarpi þess hávaða sem myndast frá hjólbörðunum.

VAXANDI ÞÆGINDI Í BLAND VIÐ HEFÐBUNDINN INNBLÁSTUR

Þegar skapa á nýtt viðmið fyrir munað í lúxusbíl skiptir ekki bara máli að bæta við nýjum eiginleikum. Lexus sækir innblástur sinn í omotenashi-hugmyndafræðina og leitast því við að búa farþegarýmið munaði sem býður farþegana velkomna og umlykur þá, um leið og ökumaðurinn er fullgildur félagi. „Ég legg til að þú opnir einfaldlega bíldyrnar og þá upplifir þú um leið þessa tilfinningu um innanrými sem er ólíkt öllum öðrum lúxusbílum,“ segir yfirhönnuðurinn Suga.

Ný sætishönnun, þar sem meðal annars er hægt að fá rafdrifin framsæti með 28 stillingum, þar með talið sætishitun, kælingu og nuddi, er gott dæmi um þessa nálgun. Hönnun mælaborðsins tekur mið af þægindum og því eru upplýsingaskjáir allir í sömu hæð.

Þannig fær ökumaðurinn tilfinningu um að vera við stjórnvölinn og geta stýrt öllu án þess að þurfa að breyta um stellingu.

Þrátt fyrir að nýi LS-bíllinn sé mjög ökumannsmiðaður hefur Lexus einnig lagt mikla áherslu á aftursætið. Hönnunin er án samskeyta og sætisbak og áklæði eru í samfelldu flæði sem gerir farþegunum auðveldara fyrir að stíga út úr bílnum.

Valkostir um sætishitun, kælingu og nudd gera aftursætið mjög aðlaðandi. Rafknúin fram- og aftursæti með Shiatsu-nuddi og fótaskemli eru hluti af lúxuspakka fyrir breiðari aftursæti þar sem fótarýmið er meira en í nokkrum LS-bíl af fyrri kynslóð. Í þessum aukahlutapakka er einnig hægt að halla sætinu á bak við farþegasætið aftur um 48 gráður og hækka það upp um 24 gráður til að auðvelda farþega í aftursæti að stíga út úr bílnum.

Þar sem nýi LS-bíllinn er lægri en fyrirrennarar hans útbjó Lexus loftfjöðrunina í fyrsta skipti með aðgangseiginleika. Aðgangseiginleikinn er virkjaður þegar bíllinn er opnaður með snjalllyklinum. Þá hækkar bíllinn sig sjálfkrafa, hliðarpúðarnir opnast upp og bílstjórinn er boðinn velkominn að setjast við stýrið.

HEFÐIR OG
TÆKNIÞEKKING MÆTAST

Einstakt útlit LS-bílsins kemur meðal annars fram í lýsingu og nostursamlegri hönnun. Enn á ný var leitað til japanskrar menningar til að ný aðferð við hönnun innréttinga gæti litið dagsins ljós, og hefðbundið japanskt útlit látið blandast við háþróaðar framleiðsluaðferðir. Þetta sést vel í einkennandi smáatriðum á borð við fallega lýsingu í innanrými sem er innblásin af japönskum luktum, og armpúðum sem virðast svífa í lausu lofti við hurðarspjaldið.

Í nýja LS-bílnum má sjá nýja hönnun sem innblásin er af mynstri Shimamoku-viðarins. Hún sameinar á listrænan hátt mynstur hins náttúrulega viðar, háþróaðan japanskan viðarskurð og laserskurðtækni. Nýtt mynstur er meðal annars „útfært viðarmynstur/náttúrulegur viður“, „útfært viðarmynstur/fiskbeinamynstur“ og „sérstakur laserskurður“. Í samanburði við einfalt Shimamoku-mynstrið er samsetta mynstrið í LS-bílnum stærra og grófara og myndar skarpari andstæður ljósra og dökkra tóna sem gefur viðnum líflegra útlit.

NÆR ALGER ÞÖGN
– EÐA FRÁBÆR TÓNLIST

Lexus stillti útblástur LS-bílsins þannig að hljóðið í honum væri kröftugt; samt sem áður er farþegarýmið hannað þannig að hægt er að tryggja algerlega hljóðlátan akstur. Nýjar aðferðir til að draga úr hávaða gera farþegarýmið enn hljóðlátara en í eldri gerðum LS-bíla. Virk hávaðastýring sér um að nema vélarhljóðið sem berst inn í farþegarýmið og draga úr tiltekinni tíðni með því að senda hljóð úr hátölurunum sem vinnur gegn vélarhljóðinu (antiphase sound).

Í LS-bílnum býður friðsæld farþegarýmisins hreinlega upp á að leyfa gæðahljómtækjunum að njóta sín, nú eða 3D-víðhljómshljóðpakkanum frá Mark Levinson með loftfestu hátalarasamstæðunni sem hægt er að fá sérstaklega. Hljóðpakkinn er með aðgengilegu myndrænu notendaviðmóti. Fjarstýringin er af nýjustu kynslóð og er hönnuð til að líkja eftir aðgerðum á snjallsíma, ásamt því að styðja handskrifaðar skipanir. Leiðsögukerfið er með 12,3 tommu skjá en einnig er hægt að fá stóran sjónlínuskjá (HUD) í lit, sem varpar ýmsum upplýsingum í sjónlínu bílstjórans.

FRAMÚRSKARANDI
ÖRYGGISBÚNAÐUR

Nýr Lexus LS er hannaður til að veita hámarksárekstraröryggi og vernda farþegana ef árekstur á sér stað. Lexus hefur einnig útbúið LS-bílinn tækni sem getur hugsanlega komið í veg fyrir árekstra eða dregið úr áhrifum þeirra. LS-bíllinn er útbúinn Lexus Safety System + og einnig er hægt að fá háþróað öryggiskerfi, það fyrsta sinnar tegundar sem býr yfir nýstárlegum eiginleika sem greinir fótgangandi vegfarendur og framkvæmir sjálfkrafa stefnuleiðréttingu við slíkar aðstæður.

Ef kerfið greinir gangandi vegfaranda fram undan og árekstur er yfirvofandi hemlar LS-bíllinn sjálfkrafa og sveigir fram hjá vegfarandanum án þess að fara út af akreininni. Sjónlínuskjárinn er notaður til að vara ökumanninn við. Einnig er háþróuð akstursaðstoð sem kallast Lexus CoDrive kynnt til sögunnar í nýja LS-bílnum. Með henni fylgir stýrisbúnaðurinn enn frekar fyrirætlunum bílstjórans og hægt er að fá samfellda akstursaðstoð við akstur á þjóðvegum.

TÆKNILÝSING

ALMENN TÆKNILÝSING LEXUS LS 2018

Gerð ökutækis: Lúxusútfærsla af fólksbíl í fullri stærð
Vél: 3,5 lítra V6-túrbóvél, bein eldsneytisinnspýting, tvöföld forþjappa
Gírskipting: 10 gíra sjálfskipting
Afköst: 310 kW / 421 hö.
Tog: 600 Nm
Hjólhaf: 3.125 mm
Heildarlengd: 5.235 mm
Hæð: 1.450 mm
Breidd: 1.900 mm
Felgur: 19 eða 20 tommu

Til að þú getir nýtt þér þjónustuna á vefsvæði Lexus sem allra best notum við, og valdir samstarfsaðilar okkar, kökur á vefsvæði okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum göngum við út frá því að þú samþykkir að veita viðtöku kökum frá vefsvæði Lexus.

LESA MEIRA