concept cars

HUGMYNDABÍLAR


Hugmyndabílar Lexus veita forvitnilega nasasjón af hönnunarstefnu okkar í framtíðinni.

main menu lexus brand

NÝSKÖPUN Í
HÖNNUN

Þessi hluti birtir nokkrar af eftirtektarverðustu hönnunarhugmyndum okkar og sýningum.

hybrid cars

HYBRID
BÍLAR

Lexus er einn helsti framleiðandi lúxus hybrid bíla í heiminum í dag.

lexus service

ÞJÓNUSTA LEXUS


Það er lúxus að eiga Lexus.

Used car hero

NOTAÐIR
LEXUSBÍLAR

Skoðaðu notaða lúxus bíla frá Lexus

FRÉTTIR OG VIÐBURÐIR

AFTUR Í GREINAR

HEIMSFRUMSÝNING Á GLÆNÝJUM RX Á BÍLASÝNINGUNNI Í NEW YORK

RX New York MS

LEXUS SETUR NÝ VIÐMIÐ FYRIR LÚXUS- OG SPORTFLOKKA MEÐ FJÓRÐU KYNSLÓÐAR RX-BÍLNUM

RX er mest selda gerð Lexus í 26 ára sögu vörumerkisins og hefur selst í meira en 2,1 milljón eintaka – sem þýðir að þrír af hverjum tíu seldum Lexus-bílum frá upphafi eru RX. Nýja gerðin byggir á þessari hefð en hönnun innanrýmisins hefur verið umbylt og lúxusinn aukinn auk þess sem meitlað ytra útlitið hefur verið hannað upp á nýtt.

Nýtt og spennandi útlit

Kraftmikið útlit RX grípur augað strax við fyrstu sýn. Hönnunin að framan gefur alveg nýtt yfirbragð sem er dregið fram með grípandi snældulaga grillinu, krómaðri umgjörð og þreföldum L-laga LED-aðalljósum. Ásamt endurhönnuðum þokuljósunum gefa þau RX glæsilegan og framúrstefnulegan blæ. Kröftugar hjólhlífar að framan auka sportlegan svip bílsins.

Búið er að skerpa útlitið að aftan svo af því stafar aukinn stöðugleiki með áberandi L-laga afturljósum sem falla inn í hliðar bílsins og veita honum öflugri svip þegar ljósin lýsa. Þegar kveikt er á ljósunum varpar skær lýsingin geislum sínum frá yfirbyggingunni á hlið og alla leið að afturhleranum, sem er nýjung hjá Lexus.

Að innanverðu er farþegarýmið hlaðið þægindum og munaði en fagurkerar geta að auki fengið bílinn búinn glæsilegum smáatriðum í áklæði og sérmeðhöndluðum viðarskreytingum. Stór sjónlínuskjárinn er miðpunkturinn í innanrýminu en upplýsingaskjárinn er með 12,3 tommu eftirlitsskjá sem hefur verið aðskilinn frá aðalstjórnsvæðinu.

Liprar, öflugar og skilvirkar vélar undir hlífinni

Nýr RX verður í boði með endurbættri og öflugri 3,5 lítra V-6 bensínvél sem miðar að því að skila 300 hestöflum og hefur verið komið í samstarf við nýja átta þrepa sjálfskiptingu, og einnig sem fullbúin hybrid-gerð.

Allar RX-vélar hafa verið stilltar til að ná sem bestri eldsneytisnýtingu og lágri kolefnislosun.

Betri stjórn og stöðugleiki

Nýja RX-bifreiðin er sérhönnuð með bættum aksturseiginleikum. Undirvagninn hefur verið styrktur í heild sinni til að veita betri stöðugleika og stjórn í beygjum. Yfirbygging bílsins hefur verið styrkt svo hún er stífari, sem gefur mun betri stjórn á bílnum, á sama tíma og hún hindrar að vélarhljóð og hávaði frá umferð berist inn í farþegarýmið. Bíllinn er einnig búinn VDIM-kerfi (Vehicle Dynamics Integrated Management) sem ætlað er að greina hugsanlega hættulegar aðstæður og gera sjálfvirkar breytingar sem tryggja að bíllinn lætur vel að stjórn í beygjum. Þess utan eykur aldrifið stjórngetuna og stöðugleika RX-bifreiðarinnar bæði á þurru og hálu undirlagi.

Til að þú getir nýtt þér þjónustuna á vefsvæði Lexus sem allra best notum við, og valdir samstarfsaðilar okkar, kökur á vefsvæði okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum göngum við út frá því að þú samþykkir að veita viðtöku kökum frá vefsvæði Lexus.

LESA MEIRA