concept cars

HUGMYNDABÍLAR


Hugmyndabílar Lexus veita forvitnilega nasasjón af hönnunarstefnu okkar í framtíðinni.

main menu lexus brand

NÝSKÖPUN Í
HÖNNUN

Þessi hluti birtir nokkrar af eftirtektarverðustu hönnunarhugmyndum okkar og sýningum.

hybrid cars

HYBRID
BÍLAR

Lexus er einn helsti framleiðandi lúxus hybrid bíla í heiminum í dag.

lexus service

ÞJÓNUSTA LEXUS


Það er lúxus að eiga Lexus.

Used car hero

NOTAÐIR
LEXUSBÍLAR

Skoðaðu notaða lúxus bíla frá Lexus

FRÉTTIR OG VIÐBURÐIR

AFTUR Í GREINAR

„SENSE-WEAR“ (SKYNKLÆÐI) VINNUR HÖNNUNARVERÐLAUN LEXUS 2015

2015 LexusDesignAward winner teaser

LEXUS TILKYNNIR MEÐ STOLTI AÐ VERKEFNIÐ „SENSE-WEAR“ EFTIR EMANUELU CORTI OG IVAN PARATI (HÓPUR: CARAVAN) HEFUR VERIÐ VALIÐ SIGURVEGARI HÖNNUNARVERÐLAUNA LEXUS 2015.

Lexus kynnir með stolti að verkefnið „Sense-Wear“ (skynklæði) eftir Emanuelu Corti og Ivan Parati (hópur: Caravan) hefur verið valið sigurvegari hönnunarverðlauna Lexus 2015. Það var Tokuo Fukuichi, forseti Lexus International, sem afhenti sigurvegurunum verðlaunin í dag við verðlaunaathöfn á sýningarsvæði Lexus á hönnunarvikunni í Mílanó.

„Sense-Wear“ er lína fatnaðar og aukahluta sem ætlað er að víkka út skynjun fólks. Sumum hlutanna er ætlað að draga úr líkamlegri skynjun en öðrum er ætlað að skerpa hana, til þess að notendurnir geti skynjað heiminn í kringum sig á nýjan hátt. Hönnuðirnir nutu handleiðslu Robin Hunicke við þróun frumgerðar sem er til sýnis á sýningarsvæði Lexus á hönnunarvikunni í Mílanó.

Sigurvegararnir, Emanuela Corti og Ivan Parati, sögðu: „Við erum himinlifandi með að hafa unnið þessi verðlaun! Við ákváðum að taka þátt í keppninni vegna þess að þemað – skynjun – heillaði okkur. Við lögðum í mikla undirbúningsvinnu og fundum mörg svið þar sem hægt væri að þróa nýjar hönnunarhugmyndir. Svo völdum við eitt verkefni: fatnað sem gæti bætt líf fólks, sérstaklega fólks með sérþarfir. Við heimsóttum sérhæfðar stofnanir, lýstum hugmyndum okkar fyrir sérfræðingum og notuðum ábendingar frá þeim við þróunina. Og nú getum við í raun séð að þessi föt gætu gagnast fjölda fólks. Í daglegu amstri geta oft komið upp streituvaldandi aðstæður þar sem við vildum stundum að við gætum byggt einhvers konar skýli í kringum okkur. Þessi verðlaun gefa okkur tækifæri til að þróa hugmynd okkar áfram og vonandi að hjálpa fjölda fólks í framtíðinni.“

Til að þú getir nýtt þér þjónustuna á vefsvæði Lexus sem allra best notum við, og valdir samstarfsaðilar okkar, kökur á vefsvæði okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum göngum við út frá því að þú samþykkir að veita viðtöku kökum frá vefsvæði Lexus.

LESA MEIRA