concept cars

HUGMYNDABÍLAR


Hugmyndabílar Lexus veita forvitnilega nasasjón af hönnunarstefnu okkar í framtíðinni.

main menu lexus brand

NÝSKÖPUN Í
HÖNNUN

Þessi hluti birtir nokkrar af eftirtektarverðustu hönnunarhugmyndum okkar og sýningum.

hybrid cars

HYBRID
BÍLAR

Lexus er einn helsti framleiðandi lúxus hybrid bíla í heiminum í dag.

lexus service

ÞJÓNUSTA LEXUS


Það er lúxus að eiga Lexus.

Used car hero

NOTAÐIR
LEXUSBÍLAR

Skoðaðu notaða lúxus bíla frá Lexus

FRÉTTIR OG VIÐBURÐIR

AFTUR Í GREINAR

LEXUS LC Á SÝNINGARFERÐ

LC On Tour

Nýi lúxussportbíllinn frá Lexus, LC-bíllinn, fékk frábærar viðtökur á bílasýningunum í Genf og Detroit fyrr á þessu ári og velgengninni verður fylgt eftir með því að senda bílinn í sex mánaða sýningarferð um Evrópu. Þá geta bílaáhugamenn og væntanlegir kaupendur tekið forskot á sæluna og fengið að skoða gripinn talsvert áður en formleg sala hefst vorið 2017.

Við höfum sett saman þéttskipaða dagskrá með viðburðum og skemmtilegum uppákomum í yfir 25 þekktum Evrópuborgum og ferðalagið spannar yfir tíu þúsund kílómetra.

Fyrsti viðkomustaður Lexus lúxussportbílsins verður Madrid á Spáni, en þar verður í dag haldin glæsileg veisla fyrir sérstaka boðsgesti þar sem heillandi hljómkviða V8-vélarinnar í LC-bílnum fær að óma. Frá og með 10. maí verður bíllinn til sýnis á bílasýningunni í Madrid.

Frá Madrid liggur leiðin svo til Amsterdam, þar sem LC-bíllinn verður í aðalhlutverki á #CreatingAmazing-viðburði þann 18. maí. Þá verður útvöldum gestum komið á óvart með óvæntum skemmtiatriðum og uppákomum.

Í lok maí verður bíllinn kominn til Þýskalands og tekur þar þátt í „Upptaktinum“ („Prologue“)* að hinum heimsþekkta sólarhringskappakstri á Nürburgring, en verður því næst aðalstjarnan í ljósmyndakeppni með öll þekktustu kennileitin vítt og breitt um landið sem bakgrunn.

Frá miðjum júní verður LC-bíllinn viðstaddur fjölda spennandi viðburða víða um Bretland. Fyrst liggur leiðin til hinnar þekktu „hraðaksturshátíðar“ í Goodwood (Goodwood Festival of Speed), þar sem bíllinn þarf að sigrast á nokkrum erfiðum brekkum á meðan hátíðin stendur yfir.

Fylgstu vel með og fáðu nýjustu fréttirnar af ferðinni.

LC lúxussportbílnum, nýjasta flaggskipi Lexus, verður hleypt af stokkunum vorið 2017 og mun þá skarta tveimur aflrásarútgáfum: LC 500h er með 3,5 l V6 hybrid-vél, sem er búin glænýju Multi Stage Hybrid-kerfi Lexus, með mun beinni svörun en áður þekkist. LC 500 er með 5,0 l V8 bensínvél sem tengd er við tíu gíra sjálfskiptingu í nýrri hönnun – en þetta er í fyrsta sinn sem lúxusbíll er búinn slíku kerfi. LC-bíllinn verður fyrsta bílgerðin með glænýrri GA-L-grind, en hún gerir akstursupplifunina liprari, djarflegri og meira spennandi.


* „Upptakturinn“ er eins hrings sýningarakstur sem allir bílaframleiðendur sem keppa í sólarhringsakstrinum geta tekið þátt í. Þessi viðburður fer fram á undan sjálfri keppninni.

Til að þú getir nýtt þér þjónustuna á vefsvæði Lexus sem allra best notum við, og valdir samstarfsaðilar okkar, kökur á vefsvæði okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum göngum við út frá því að þú samþykkir að veita viðtöku kökum frá vefsvæði Lexus.

LESA MEIRA