concept cars

HUGMYNDABÍLAR


Hugmyndabílar Lexus veita forvitnilega nasasjón af hönnunarstefnu okkar í framtíðinni.

main menu lexus brand

NÝSKÖPUN Í
HÖNNUN

Þessi hluti birtir nokkrar af eftirtektarverðustu hönnunarhugmyndum okkar og sýningum.

hybrid cars

HYBRID
BÍLAR

Lexus er einn helsti framleiðandi lúxus hybrid bíla í heiminum í dag.

lexus service

ÞJÓNUSTA LEXUS


Það er lúxus að eiga Lexus.

Used car hero

NOTAÐIR
LEXUSBÍLAR

Skoðaðu notaða lúxus bíla frá Lexus

LEXUS Í FRANKFURT

DJÖRF OG HUGUÐ HÖNNUN ER MEÐAL ÞESS SEM MÁ FINNA Á BÍLASÝNINGUNNI Í FRANKFURT Í ÁR. VIÐ SVIPTUM HULUNNI AF NÝJUM UPPFÆRSLUM Á LEXUS NX OG LEXUS CT. HÖNNUN OG TÆKNI HAFI VERIÐ ENDURBÆTT SEM GERA ÚTFÆRSLURNAR ENN SPENNANDI EN ÁÐUR.

UPPFÆRÐUR NX

SPORTLEGT ÚTLIT, KRAFTMIKIL HÖNNUN

Samblandan af nútímahönnun og akstursgæðum hefur verið aðaláherslan í Lexus bílum  og það er engin undantekning í hönnun NX sportjeppans. Nú hefur NX fengið nýtt, kraftmikið útlit og snjallara öryggiskerfi.

Nýja NX hönnunin er sem fyrr segir kraftmikill og sportleg og fær bíllinn nýtt fágað heildarútlit. Eitt helsta einkenni Lexus, snældugrillið hefur fengið uppfærslu auk þess sem stuðari að framan og aftan hafa fengið nýtt útlit. Bílinn skartar nýjum 18” álfelgum og nýrri afturhurð sem er opnanleg “án-viðkomu” (e. “no-touch”).

Innra byrði bílsins hefur einnig fengið yfirhalningu með áherslu á að auka sportlega útlitið og lúxus tilfinninguna. Miðjuskjárinn er stærri, loftkælingin er aðgengilegri og klukka bílsins uppfærir sig eftir því í hvaða tímabelti hann er staðsettur. Litaval í innréttingum hefur aukist og hægt er að velja milli fjölbreyttra litasamsetninga.

UPPFÆRÐUR CT

SPENNANDI AKSTUR, HEILLANDI NÆRVERA

Kynntu þér nýtt og kraftmikið útlit á fyrirferðalitla hybrid fólksbílnum okkar. Nýja útfærslan á CT 200h inniheldur uppfært öryggiskerfi og innra byrði sem endurspeglar aksturánægjuna, án þess að hafa áhrif á einfaldleikann og tilkomumikla sparneytni bílsins.

Við gerðum CT-inn nútímalegri með harðskeyttari hönnun og heillandi nærveru sem hentar virkum lífstíl. Bílinn fær nýjan hliðarsvip með sportlegri felgum auk þess sem betrumbætt hönnun afturhluta bílsins gefa honum sportlegra útlit. Nú er einnig hægt að velja milli fjölda litasamsetninga í innra rými og meðal þess eru mismunandi samsetningar leðurs og áklæðis.

CT 200h F SPORT

CT 200h F SPORT útfærslan fær mestu útlitsbreytingarnar af 2018 uppfærslunum. Auk þess að fá ný framljós með netamunstri verður þessi útfærsla með vandað svart grill og val um tvílitað ytra byrði með rauðappelsínugulum (e. Lava Orange) og dökkbláum (e. Heat Blue) lit. Í Innra byrði F Sport er nú hægt að fá vandaða samsetningu á tvílituðu leðri og áklæði.

ENNÞÁ ÖRUGGARA ÖRYGGISKERFI

Nýjustu útfærslurnar af NX og CT innihalda nýja Lexus Safety System+ (LSS+). Kerfið er hannað til að styðja við ökumann og notast kerfið við snjalltækni til að stuðla að öruggum akstri.

LSS+ öryggiskerfið samanstendur af árekstraröryggiskerfi sem skannar veginn og lætur þig vita af hættum og hægir ósjálfrátt á bílnum ef það greinir mikla hættu á veginum. Sjalfvirkur hraðastillir ákvarðar fjarlægðina á milli þín og ökutækjana fyrir framan þig og stillir hraðann þinn í samræmi við það.

Akreinaskynjarinn grípur inní ef þú byrjar að færast af akreininni þinni og gefur frá sér látlaust hljóð auk þess sem stýrið titrar örlítið og með því ráðleggur kerfið þér að rétta þig af. Sjálfvirkt háljósakerfi kveikir og slekkur á sér sjálfvirkt þegar þörf er á. Stillanlegt háljósakerfi færir þetta upp á næsta stig þar sem það skyggir á aðalljósin þegar ökutæki nálgast á meðan svæðin í kringum bílinn haldast upplýst.

LEXUS SAFETY SYSTEM+ A

Við kynnum einnig Lexus Safety System+ A öryggiskerfið sem verður í nýja Lexus LS flaggskipinu okkar. LSS+ A býr yfir fleiri eiginleikum en LSS+ öryggiskerfið og frumsýnir helstu tækni sem má finna í öryggiskerfum í dag. Meðal eiginleika LSS+ A er sjálfstýring sem grípur ósjálfrátt inn í og vísar þér frá hættum og kemur í veg fyrir árekstra við gangangdi vegfaranda eða aðrar hindranir. Lexus aðstoðarakstur og akgreinaeftirlit heldur þér á réttum stað á veginum jafnvel þó að það séu engar merkingar á veginum. Þá er einnig sérstakt kerfi sem greinir hættur við gatnamót og kemur í veg fyrir árekstra.

Til að þú getir nýtt þér þjónustuna á vefsvæði Lexus sem allra best notum við, og valdir samstarfsaðilar okkar, kökur á vefsvæði okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum göngum við út frá því að þú samþykkir að veita viðtöku kökum frá vefsvæði Lexus.

LESA MEIRA