concept cars

HUGMYNDABÍLAR


Hugmyndabílar Lexus veita forvitnilega nasasjón af hönnunarstefnu okkar í framtíðinni.

main menu lexus brand

NÝSKÖPUN Í
HÖNNUN

Þessi hluti birtir nokkrar af eftirtektarverðustu hönnunarhugmyndum okkar og sýningum.

hybrid cars

HYBRID
BÍLAR

Lexus er einn helsti framleiðandi lúxus hybrid bíla í heiminum í dag.

lexus service

ÞJÓNUSTA LEXUS


Það er lúxus að eiga Lexus.

Used car hero

NOTAÐIR
LEXUSBÍLAR

Skoðaðu notaða lúxus bíla frá Lexus

MARK OG LC Á IBIZA

ALÞJÓÐLEGI TÓNLISTARFRAMLEIÐANDINN
MARK RONSON ER HLUTI AF NÝRRI MARKAÐSHERFERÐ LEXUS SEM NEFNIST ‘MAKE YOUR MARK’.

Lexus tilkynnti í dag samstarfsverkefni með margverðlaunaða tónlistarframleiðandanum Mark Ronson. Samstarfið tengist nýjustu útfærslunni af LC. Nýr Lexus LC coupe er flaggskip sem markar nýja tíma hjá Lexus og hluti af því er herferðin ‘Make Your Mark’.

Samstarfið er liður í því að ná fram markmiðum Lexus sem snúa að stórkostlegri upplifun neytenda á sviði tónlistar, hönnunar og tækni. Herferðin kemur í kjölfarið á markaðsherferðinni ‘The Life RX’ sem hófst árið 2015 og var í samstarfi við Jude Law. Sú herferð snérist um að leikhúsgestir gátu upplifað stórkostelgan stórstjörnulífstíl.

MARK RONSON

Næstu sex mánuði mun ‘Make Your Mark’ herferðin gefa áhugasömum kost á því að koma höndum á spennandi hluti og stórkostlegar upplifanir.

Aðspurður um herferðina hafði Mark Ronson þetta að segja: „Mér líkar vel við það að vinna með aðilum sem eru nýjungagjarnir og frumlegir hvort sem það sé í hljóðverinu eða utan þess. Þegar Lexus hafði samband við mig og þegar ég sá LC bílinn, leist mér mjög vel á hugmyndina um að nýta tónlist til að hámarka frábæra upplifun á bílnum, þetta var eitthvað nýtt, ferskt og spennandi.“

LEXUS LC

Hönnunin á LC coupe viðheldur stöðlum LF-LC hugmyndabílsins, sem unnu báðir EyesOn hönnunarverðlaunin. LC bílinn er dæmi um þróun innan Lexus, þar sem lögð er áhersla á samvinnu milli hönnunar og verkfræðilegrar vinnu til að framleiða glæsilegan bíl sem fer fram úr öllum væntingum.

Alain Uyttenhoven sem er yfir Lexus í Evrópu hafði þetta að segja um samstarf Lexus og Mark Ronson: „Mark Ronson er þekktur tónlistarframleiðandi og maðurinn á bakvið fjölda slagara síðustu ára. Við gætum ekki fundið betri samstarfsfélaga fyrir ‘Make Your Mark’ herferðina. Lexus LC er upphafið á nýju tímabili hjá Lexus sem snýst um enn frekari samvinnu milli hönnunar og verkfræði. Það er frábært að vinna með Mark Ronson, manni sem hefur lagt mikið af mörkum í tónlistarheiminum í samvinnu með öðru tónlistarfólki og með frábærum tónlistarflutningum.“

Til að þú getir nýtt þér þjónustuna á vefsvæði Lexus sem allra best notum við, og valdir samstarfsaðilar okkar, kökur á vefsvæði okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum göngum við út frá því að þú samþykkir að veita viðtöku kökum frá vefsvæði Lexus.

LESA MEIRA