concept cars

HUGMYNDABÍLAR


Hugmyndabílar Lexus veita forvitnilega nasasjón af hönnunarstefnu okkar í framtíðinni.

main menu lexus brand

NÝSKÖPUN Í
HÖNNUN

Þessi hluti birtir nokkrar af eftirtektarverðustu hönnunarhugmyndum okkar og sýningum.

hybrid cars

HYBRID
BÍLAR

Lexus er einn helsti framleiðandi lúxus hybrid bíla í heiminum í dag.

lexus service

ÞJÓNUSTA LEXUS


Það er lúxus að eiga Lexus.

Used car hero

NOTAÐIR
LEXUSBÍLAR

Skoðaðu notaða lúxus bíla frá Lexus

BYLTINGARKENNT
NÝTT BÍLSÆTI

Byltingarkennda hreyfiorkusætið frá Lexus verður heimsfrumsýnt á bílasýningunni í París 2016. Framsækin hönnun þess með óvenjulegu trefjaneti mun skilgreina upp á nýtt þau meginlögmál sem gilda um bílfarþega.

Í manninum er það hlutverk mænunnar að halda höfðinu stöðugu. Mænan gerir það að verkum að maðurinn getur snúið mjaðmagrindinni og bringunni í sitthvora áttina en samt haldið höfðinu stöðugu, jafnvel þegar hann gengur eða skokkar.

UMVEFUR ÞIG
ÞÆGINDUM

Til að kalla fram sambærilega hreyfingu í bílsætinu er hönnun sætispúðans og sætisbaksins þannig að þessir sætishlutar hreyfast í takt við þyngd farþegans og ytra hreyfiafl. Á þennan hátt er höfuðið stöðugra þegar setið er í sætinu, áhrifin frá hreyfingum bílsins minni og sjónlínan að sama skapi stöðugri. Þetta dregur úr álagi á farþegana og eykur bæði akstursánægju og upplifun af ferðalaginu.

Bólstrunin í sjálfu sætinu er mynduð úr þráðaneti sem liggur í geislamynstri út frá miðju sætisbakinu eins og kóngulóarvefur. Þetta net er nógu sveigjanlegt til að falla vel að lögun líkamans, dreifa þannig álaginu og gera farþeganum kleift að njóta þæginda í sætinu í lengri tíma.

HÖGGDEYFIGETA Í SÉRFLOKKI

Miðja sætisbaksins nemur við herðablaðið og þetta ýtir undir snúning bringunnar eftir snúningsás sætisins. Þetta gerir höfuðið stöðugra og tryggir mikinn stuðning við það. Dregið hefur verið úr breidd sætisins og þar með er dregið úr heildarþyngd bílsins.

Þræðirnir í kóngulóarvef sætisbaksins eru gerðir úr vistvænu gervisilki í stað efna sem gerð eru úr jarðolíu. Meginuppistaðan í þessu efni er prótín sem er fyrst búið til með örverugerjun, síðan spunnið og unnið úr því nýtt efni sem býr yfir afburðahöggdeyfigetu (seigju).

Til að þú getir nýtt þér þjónustuna á vefsvæði Lexus sem allra best notum við, og valdir samstarfsaðilar okkar, kökur á vefsvæði okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum göngum við út frá því að þú samþykkir að veita viðtöku kökum frá vefsvæði Lexus.

LESA MEIRA