concept cars

HUGMYNDABÍLAR


Hugmyndabílar Lexus veita forvitnilega nasasjón af hönnunarstefnu okkar í framtíðinni.

main menu lexus brand

NÝSKÖPUN Í
HÖNNUN

Þessi hluti birtir nokkrar af eftirtektarverðustu hönnunarhugmyndum okkar og sýningum.

hybrid cars

HYBRID
BÍLAR

Lexus er einn helsti framleiðandi lúxus hybrid bíla í heiminum í dag.

lexus service

ÞJÓNUSTA LEXUS


Það er lúxus að eiga Lexus.

Used car hero

NOTAÐIR
LEXUSBÍLAR

Skoðaðu notaða lúxus bíla frá Lexus

360° NÁLGUN

360 approach

FYRIRHÖFN LEXUS VARÐANDI UMHVERFIÐ HEFUR SPROTTIÐ AF ÓSVIKINNI VIRÐINGU OG UMHYGGJU FYRIR UMHVERFI JARÐARINNAR. FARÐU Í GEGNUM 4RA SKREFA FERLIÐ TIL AÐ FRÆÐAST UM HVERNIG LEXUS DREGUR ÚR NEIKVÆÐUM ÁHRIFUM SÍNUM Á HEIMINN Í KRINGUM SIG

MARKMIÐ: NÚLL LOSUN

HJÁ LEXUS TRÚUM VIÐ ÞVÍ AÐ ÞAÐ SÉ Á OKKAR ÁBYRGÐ AÐ VERA LEIÐANDI Í SVÖRUM GREINARINNAR VIÐ UMHVERFISÁSKORUNINNI.

Við trúum því að umhverfisleg sjálfbærni sé stærsta einstaka áskorunin sem atvinnugrein okkar og samfélag stendur frammi fyrir á þessari öld. Svörun okkar hefur ekki bara áhrif á vörur okkar, heldur hvern einasta þátt rekstrar okkar og hverja manneskju í honum.

Leidd áfram af skýrri framtíðarsýn um sjálfbæran hreyfanleika, erum við:

  • Brautryðjendur í byltingarkenndri umhverfistækni, eins og „hybrid“ bílum
  • Að draga úr umhverfisáhrifum í allri okkar starfsemi
  • Að lágmarka þær náttúruauðlindir sem við notum við framleiðslu og hámarka endurvinnslu og endurnýtingu
  • Að vinna með staðbundnum samfélögum að því að bæta gæði umhverfisins

Við köllum þetta 360° nálgun okkar að forystu í umhverfismálum. Við reynum að ná núll losun, með núll úrgangi í öllum hlutum rekstrar okkar. Við trúum því að með tíma og kunnáttu og í gegnum Kaizen (japanska orðið yfir “stöðugar endurbætur”) sé þetta mögulegt. Við trúum því að vöxtur og árangur Lexus velti á því.

FYRSTA SKREF

VÖRUHÖNNUN OG ÞRÓUN

TIL AÐ NÁ MINNI UMHVERFISÁHRIFUM ER NAUÐSYNLEGT AÐ SKIPULEGGJA OG MÆLA FRAMVINDU. SVO VIÐ NOTUN 'LÍFSHRINGRÁSARHUGSUN', YFIRGRIPSMIKIÐ FERLI STÖÐUGRA ENDURBÓTA SEM TAKA MEÐ Í REIKNINGINN ALLAR AUÐLINDIR SEM NOTAÐAR ERU OG UMHVERFIS- OG HEILBRIGÐISÞRÝSTING SEM TENGIST VÖRUM OKKAR

environment nx clip

Við erum í fararbroddi í notkun há-endurheimtanlegra efna, rannsókna, og í notkun hluta sem auðvelt er að endurvinna þegar þeir hafa lokið hlutverki sínu, til að hjálpa til við auðvelda endurvinnslu og endurheimt. Jafnvel þeir hlutar Lexus sem síst sjást eru hannaðir með þetta í huga: endurunnir stuðarar eru notaðir til að gera úr klæðningar í farangursrýminu og endurunnið, tætt hjóðeinangrunarefni er notað í hljóðdeyfinn á bak við mælaborðið.

Hurðaklæðningar eru nú gerðar úr stilkum kenaf – jurtar af læknakólfaætt – frekar en úr viðarflísum sem áður voru notaðar.

Kenaf tekur í sig milli tvisvar og fimm sinnum meira CO2 en aðrar plöntur og er blandað gömlum úrgangsstuðurum frá verkstæðum til að gera hurðaklæðningar sem eru léttari, hljóðeinangra betur og nota efni sem ganga ekki á skógana.

recyclable plastic

VIÐ HÖFUM ÞRÓAÐ PLAST SEM HÆGT ER AÐ ENDURVINNA ÚT Í HIÐ ÓENDANLEGA - ÞAÐ ER NOTAÐ Í ÖLLUM OKKAR ÖKUTÆKJUM OG ER NÚ TILTÆKT ÖLLUM BÍLAFRAMLEIÐENDUM.

ANNAÐ SKREF

FRAMLEIÐSLA

production

Hjá Lexus trúum við því að það sé á okkar ábyrgð að vera leiðandi í svörum greinarinnar við umhverfisáskoruninni. Við trúum því að umhverfisleg sjálfbærni sé stærsta einstaka áskorunin sem atvinnugrein okkar og samfélag stendur frammi fyrir á þessari öld. Svörun okkar hefur ekki einungis áhrif á vörur okkar, heldur hvern þátt rekstrar okkar og hverja einustu manneskju innan hans.

Við köllum þetta 360° nálgun okkar að forystu í umhverfismálum. Við reynum að ná núll losun, með núll úrgangi í öllum hlutum rekstrar okkar. Við trúum því að með tíma og kunnáttu og í gegnum Kaizen (japanska orðið yfir “stöðugar endurbætur”) sé þetta mögulegt. Við trúum því að vöxtur og árangur Lexus velti á því.

ÞRIÐJA SKREF

FLUTNINGAR

Umhyggja Lexus fyrir umhverfinu nær frá því að safna og flytja hráefni til vinnslu og samsetningar ökutækjahluta og frá ferlum í miðlægum sýningarsölum okkar til meðhöndlunar efnis við lok endingartíma ökutækisins

Hins vegar hefur okkur tekist að draga úr vegalengd flutninga um 3.057 mílur á ári, sem hefur gert okkur kleift að spara 1.020 tonn af CO2. Þetta hefur tekist með því að skipuleggja flutningaleiðir okkar vandlega og með því að tvöfalda farminn á hverjum flutningabíl.

logistics

FJÓRÐA SKREF

ENDURVINNSLA ÚR SÉR GENGINNA ÖKUTÆKJA

TILSKIPUN UM ÚR SÉR GEGNIN ÖKUTÆKI LEITAST VIÐ AÐ KOMA Í VEG FYRIR OG TAKMARKA ÚRGANG, BÆTA ENDURNOTKUN, ENDURVINNSLU OG ENDURHEIMT ÚR SÉR GENGINNA ÖKUTÆKJA

Lexus styður kröfur tilskipunarinnar og hefur, sem hluta af innleiðingunni, kynnt stefnu um ókeypis viðtöku fyrir öll Lexus-ökutæki sem standast kröfurnar.

Hjá Lexus vinnum við á heimsvísu til að lágmarka áhrif rekstrar okkar á umhverfið. Þegar valinn var viðskiptafélagi fyrir endurheimt og endurvinnslu Úr sér genginna ökutækja var það grundvallarskilyrði að hæstu staðlar væru sýndir, sem tryggir að eigendur Lexus fá ábyrga, áreiðanlega og skilvirka þjónustu við endanlega förgun ökutækja sinna.

Til að þú getir nýtt þér þjónustuna á vefsvæði Lexus sem allra best notum við, og valdir samstarfsaðilar okkar, kökur á vefsvæði okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum göngum við út frá því að þú samþykkir að veita viðtöku kökum frá vefsvæði Lexus.

LESA MEIRA