concept cars

HUGMYNDABÍLAR


Hugmyndabílar Lexus veita forvitnilega nasasjón af hönnunarstefnu okkar í framtíðinni.

main menu lexus brand

NÝSKÖPUN Í
HÖNNUN

Þessi hluti birtir nokkrar af eftirtektarverðustu hönnunarhugmyndum okkar og sýningum.

hybrid cars

HYBRID
BÍLAR

Lexus er einn helsti framleiðandi lúxus hybrid bíla í heiminum í dag.

lexus service

ÞJÓNUSTA LEXUS


Það er lúxus að eiga Lexus.

Used car hero

NOTAÐIR
LEXUSBÍLAR

Skoðaðu notaða lúxus bíla frá Lexus

FERSKT OG DJARFT ÚTLIT:
BÆÐI AÐ INNAN OG UTAN

CT 200h er einn umhverfisvænsti Hybrid bíllinn sem við höfum hannað fram til þessa. Í honum sameinast lipur akstur og lítil losun koltvísýrings sem framsækin tækni og verðlaunuð fágun stendur fyrir. Ef þú nýtur lífsins af krafti þarftu bíl sem getur haldið í við þig. Þess vegna höfum við hannað CT 200h með nýjustu Hybrid tækni og snjöllum eiginleikum til að halda ökumanninum tengdum ásamt því að veita spennandi og öfluga akstursupplifun.

Nú höfum við gert útlit CT 200h ennþá öflugra og sportlegra, bæði að innan og utan. Og þar sem bíllinn er af Hybrid gerð er sparneytnin í fyrirrúmi.

2017 lexus ct 200h fresh bolder look quote

MEIRI ÁHRIF, ENN SPORTLEGRI – ENDURBÆTTUR CT 200h ER HINN FULLKOMNI HYBRID SMÁBÍLL FYRIR ÞÁ SEM KJÓSA LÍFLEGAN AKSTUR MEÐ UMHVERFISVÆNUM ÁHERSLUM

Chika Kako, yfirverkfræðingur CT 200h

LÆGRI, GRIMMARI, DJARFARI

CT 200h er nú með langar straumlínulagaðar útlínur, breiðara, lægra og meira afgerandi snældulaga grill, með einkennandi nýju neti og áberandi demantlaga LED-aðalljósum og LED-dagljósum. Þessar og fleiri djarfar nýjungar í hönnun gefa CT 200h enn sportlegra yfirbragð.

Skoðaðu nýju L-löguðu LED-afturljósin sem gefa CT 200h sportlegra og breiðara útlit. Neðri hluti afturstuðarans er nú silfursanseraður og svartur og búið er að endurhanna hann til að auka afgerandi útlitið. Rammarnir utan um glitaugun að aftan eru svo málaðir í sanseruðum gráum lit í stíl við þokuljósarammana að framan.

Útlit CT 200h hefur verið poppað upp enn frekar með sportlegum felgum, allt frá 15 tommu stöðluðum felgum upp í 17 tommu F SPORT álfelgur með dökkri málmáferð. Einnig er hægt að velja um nýjar 16 tommu tíu arma felgur með vélunninni dökkri málmáferð.

SESTU INN:
BÆTTIR EIGINLEIKAR

Við sláum aldrei af kröfunum – það er okkur einfaldlega ekki í blóð borið. Sestu inn í CT 200h og upplifðu fullkominn frágang og notendavænan búnað úr hágæðaefnum. Hönnunarstefnan okkar snýst um að hönnuninni fylgi ætíð notagildi, en það á mjög vel við um CT 200h. Sem dæmi má nefna að leiðsögukerfi Lexus er nú með stærri 10,3 tommu skjá.

Litaspjaldið fyrir innanrýmið hefur nýlega verið bætt með tveggja tóna sléttum leðursamsetningum. Um er að ræða blöndur af tauáklæði og endingargóðu gervileðri og nýtt tauáklæði – alls eru níu mismunandi valkostir í boði.

ENN FLEIRI F-EIGINLEIKAR

Njóttu sparneytni Hybrid véla og lítils útblásturs samhliða því að upplifa spennuna sem fylgir akstri í F SPORT. Nýjar og ferskar breytingar hafa gert þennan öfluga bíll enn meira spennandi.

Þeirra á meðal eru svört sanseruð málning og nýtt netmynstur á snældulaga grillinu og ný aðalljós með eingeisla há- eða lágljósi. Einnig er hin einkennandi hrafnsvarta húðun F SPORT notuð á framgrillinu og svört sanseruð áferð aftan á bílnum.

CT 200h býður upp á nýja tveggja tóna litasamsetningu fyrir F SPORT-gerðina: hraunrauðan CS og heitbláan CL. Í farþegarýminu er meðal annars hægt að velja um tveggja tóna leður-, tauáklæðis- og gervileðursamsetningar. Glæsilegar Naguri-innfellingarnar bera svo vott um Takumi-gæðasmíðina sem aðeins er í boði fyrir F SPORT. 

LEXUS SAFETY SYSTEM+ INNIFALIÐ

Endurbættur Lexus CT 200h er nú með Lexus Safety System+ öryggiskerfinu. Það felur í sér árekstraröryggiskerfi, ratsjárhraðastilli, LDA-akreinaskynjara með stýribúnaði í stýrinu, sjálfvirkt háljósakerfi og umferðarskiltaaðstoð.

Til að þú getir nýtt þér þjónustuna á vefsvæði Lexus sem allra best notum við, og valdir samstarfsaðilar okkar, kökur á vefsvæði okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum göngum við út frá því að þú samþykkir að veita viðtöku kökum frá vefsvæði Lexus.

LESA MEIRA