concept cars

HUGMYNDABÍLAR


Hugmyndabílar Lexus veita forvitnilega nasasjón af hönnunarstefnu okkar í framtíðinni.

main menu lexus brand

NÝSKÖPUN Í
HÖNNUN

Þessi hluti birtir nokkrar af eftirtektarverðustu hönnunarhugmyndum okkar og sýningum.

hybrid cars

HYBRID
BÍLAR

Lexus er einn helsti framleiðandi lúxus hybrid bíla í heiminum í dag.

lexus service

ÞJÓNUSTA LEXUS


Það er lúxus að eiga Lexus.

Used car hero

NOTAÐIR
LEXUSBÍLAR

Skoðaðu notaða lúxus bíla frá Lexus

AFTUR Í GREINAR

SIGURVEGARAR Í ÞRIÐJU STUTTMYNDAKEPPNI LEXUS

lsf article

LEXUS OG WEINSTEIN COMPANY TILKYNNA SIGURVEGARA Í ÞRIÐJU STUTTMYNDAKEPPNI LEXUS Á KVIKMYNDAHÁTÍÐINNI Í NAPA VALLEY

SIGURVEGARAR 3. STUTTMYNDAKEPPNI LEXUS

ALEXIS MICHALIK
Frakklandi, Evrópu

lsf winner 004

Alexis er leikari og kvikmyndagerðarmaður sem hefur komið fram í fjölmörgum kvikmyndum og þáttaröðum í sjónvarpi, svo sem „Petits meurtres en famille“, „Terre de lumière“ og „Kaboul Kitchen“ sem og í kvikmyndum undir leikstjórn Billy Zane, Diane Kurys, Safy Nebou, Yann Samuel, Fernando Colomo, Danièle Thompson og Alexandre Arcady. Alexis er einnig þekktur fyrir störf sín í leikhúsi, svo sem í gamanleiknum „Le Dindon“ undir leikstjórn Thomas Le Douarec sem og í verkinu „Les Fleurs Gelées“ sem er unnið upp úr verkum Ibsen og Strindberg. Hann stofnaði leikfélagið Los Figaros og eftir að hafa leikstýrt stuttmyndunum „Au Sol“ árið 2013 og „Pim-Poum le petit Panda“ árið 2014 ákvað Alexis að einbeita sér að skrifum og mun nú leikstýra sinni fyrstu kvikmynd í fullri lengd, „Escort Boys“.

JEANNIE DONOHOE
Bandaríkjunum , Norður-Ameríku

lsf winner 001

Jeannie Donohoe er verðlaunaður kvikmyndagerðarmaður frá Los Angeles. Hún útskrifaðist nýlega úr MFA-námi í leikstjórnun með framúrskarandi árangur frá háskólanum við Columbia. Jeannie var í grunnámi í Dartmouth háskóla og vann sér einnig inn MS-gráðu í menntun gegnum „Teach for America“ þegar hún kenndi grunnskóla í Bronx-hverfinu. Hún hefur skrifað og leikstýrt mörgum stuttmyndum, þar á meðal Lambing Season (valin á fleiri en 50 kvikmyndahátíðir, nýlega nefnd af tímaritinu Indiewire sem ein af „Bestu stuttmyndum 2014“, nú sýnd á PBS Film School Shorts) og Public (Palm Springs Shortfest, PBS Imagemakers). Jeannie vinnur nú að fyrstu kvikmynd sinni í fullri lengd, Flock.

DAMIAN WALSHE-HOWLING
Ástralíu, Eyjaálfu

lsf winner 002

Damian hefur getið sér gott orð fyrir leik og leikstjórn, einna helst fyrir nýjustu stuttmynd sína, „Suspended“, sem nýverið tók þátt í alþjóðlegum kvikmyndahátíðum á borð við St Kilda, Flickerfest, Nashville og Locarno í Sviss. Hann vakti einnig athygli með fyrstu stuttmynd sinni, „The Bloody Sweet Hit“, árið 2007. Damian hefur ástríðu fyrir því að segja sögur og hefur ferðast um allan heim í leit að sögum og persónum úr ólíkum menningarheimum. Árið 2008 hlaut hann AFI-verðlaunin fyrir besta leik í aukahlutverki fyrir hlutverk sitt sem Andrew Benji Veniamin, varmennið alþýðlega frá Melbourne, í þáttaröðinni „Underbelly“.

KEV CAHILL
Írland, Evrópu

lsf winner 003

Eftir að Kev útskrifaðist frá Trinity háskólanum í Dublin með gráðu í stærðfræði prófaði hann mismunandi störf: Skemmtanastjóri háskóla, plötusnúður Red Bull á Írlandi, garðyrkjumaður, smoothiesölumaður, súpusölumaður, hafragrautssölumaður, húsgagnasmiður, básúnuleikari, enskukennari, sendiferðabílstjóri, jólatréssölumaður, kynningarfulltrúi á skemmtistað, bátaþrifamaður, barþjónn, þjónn, uppvaskari, verkamaður í steinsteypuverksmiðju, borðasmiður, lærlingur í tökustaðarleit, útsendari við tökustaðarleit, ljósmyndari, myndatökumaður, umsjónarmaður tökustaða, VFX-lærlingur, VFX-gagnahirðir, VFX-umsjónarmaður... Á seinasta ári leikstýrði hann sinni fyrstu stuttmynd – More Than God. Hún uppfyllti skilyrði til tilnefningar til Óskarsverðlauna, var sýnd á næstum 30 kvikmyndahátíðum og vann til fjölda verðlauna.

UM STUTTMYNDAKEPPNI LEXUS

Stuttmyndakeppni Lexus var hleypt af stokkunum árið 2013 með það fyrir augum að veita nýrri kynslóð upprennandi kvikmyndagerðarfólks brautargengi. Með stuðningi Lexus hafa þessir efnilegu leikstjórar og handritshöfundar fengið einstakt tækifæri til að framleiða og kynna verk sín á alþjóðlegum vettvangi í samstarfi við hið virta kvikmyndaver The Weinstein Company. Frekari upplýsingar er að finna á lexusshortfilms.com.

UM LEXUS

Allt frá stofnun Lexus árið 1989 hefur fyrirtækið getið sér góðan orðstír á heimsvísu fyrir vörur í hæsta gæðaflokki og framúrskarandi þjónustu við viðskiptavini. Lexus er leiðandi í flokki framleiðanda „hybrid“-lúxusbíla, en „hybrid“-bílar fyrirtækisins státa af nýstárlegum tæknilausnum og íburði sem á engan sinn líka. Þróun Lexus endurspeglast í framsækinni hönnun nýjustu Lexus-bílanna: Einkennandi grillið, kraftmikið útlit ljósanna og mótaðar línurnar gefa Lexus íburðarmikinn og sérstæðan svip. http://www.lexus-int.com

UM THE WEINSTEIN COMPANY

The Weinstein Company (TWC) er framleiðslu- og dreifingarfyrirtæki á sviði margmiðlunar sem var stofnað í október 2005 af Bob og Harvey Weinstein, bræðrunum sem stofnuðu Miramax Films árið 1979. Undir TWC heyrir einnig Dimension Films, sérhæft kvikmyndafyrirtæki sem Bob Weinstein stofnaði árið 1993 og hefur gefið út vinsælar kvikmyndir á borð við SCREAM, SPY KIDS og SCARY MOVIE auk sérleyfa sem þeim tengjast. Í sameiningu hafa TWC og Dimension Films gefið út fjölbreytt úrval kvikmynda sem hafa notið hylli hjá áhorfendum jafnt sem gagnrýnendum. Á þeim tíma sem Harvey og Bob hafa verið við stjórnvölinn hjá Miramax og TWC hafa þeir fengið 341 tilnefningu til Óskarsverðlauna og hlotið verðlaunin 81 sinni.

Síðan 2005 hafa TWC og Dimension Films gefið út myndir á borð við GRINDHOUSE, 1408, I’M NOT THERE, THE GREAT DEBATERS, VICKY CRISTINA BARCELONA, THE READER, THE ROAD, HALLOWEEN, THE PAT TILLMAN STORY, PIRANHA 3D, INGLOURIOUS BASTERDS, A SINGLE MAN, BLUE VALENTINE, THE KING’S SPEECH, THE COMPANY MEN, MIRAL, SCRE4M, SUBMARINE, DIRTY GIRL, APOLLO 18, OUR IDIOT BROTHER, I DON’T KNOW HOW SHE DOES IT, SARAH’S KEY, SPY KIDS: ALL THE TIME IN THE WORLD IN 4D, MY WEEK WITH MARILYN, THE IRON LADY, W.E., CORIOLANUS, UNDEFEATED, THE ARTIST, BULLY, THE INTOUCHABLES, LAWLESS, KILLING THEM SOFTLY, THE MASTER, SILVER LININGS PLAYBOOK, DJANGO UNCHAINED, QUARTET, ESCAPE FROM PLANET EARTH, DARK SKIES, THE SAPPHIRES, SCARY MOVIE 5, KON-TIKI, UNFINISHED SONG, FRUITVALE STATION, LEE DANIELS' THE BUTLER, THE GRANDMASTER, SALINGER, 12-12-12, PHILOMENA, MANDELA: LONG WALK TO FREEDOM, AUGUST: OSAGE COUNTY, VAMPIRE ACADEMY, THE RAILWAY MAN, THE IMMIGRANT, YVES SAINT LAURENT, BEGIN AGAIN, THE GIVER, FRANK MILLER’S SIN CITY: A DAME TO KILL FOR, THE DISAPPEARANCE OF ELEANOR RIGBY, TRACKS, ST. VINCENT, THE IMITATION GAME, PADDINGTON og WOMAN IN GOLD. Á meðal væntanlegra mynda eru SOUTHPAW, UNDERDOGS, NO ESCAPE, THREE GENERATIONS, ADAM JONES, CAROL og THE HATEFUL EIGHT.

TWC er einnig umsvifamikið í framleiðslu sjónvarpsefnis en fyrirtækið hlaut níu tilnefningar til Emmy-verðlauna árið 2013 og fimm tilnefningar árið 2014. TWC Television framleiðir hina vinsælu raunveruleikaþætti Project Runway ásamt sjálfstæðu framhaldsþáttunum Project Runway All Stars og Under The Gunn. Á meðal nýlegra sjónvarpsþátta frá TWC má nefna Mob Wives, Million Dollar Shoppers, Rodeo Girls og Trailer Park: Welcome to Myrtle Manor. Á meðal handrita á framleiðslustigi er John Fusco's Marco Polo og sem dæmi um handrit á þróunarstigi má nefna Ten Commandments og The Hour Of Peril eftir Daniel Stashower. TWC þróaði jafnframt þættina Nanny Diaries og framleiddi The No. 1 Ladies' Detective Agency.

Til að þú getir nýtt þér þjónustuna á vefsvæði Lexus sem allra best notum við, og valdir samstarfsaðilar okkar, kökur á vefsvæði okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum göngum við út frá því að þú samþykkir að veita viðtöku kökum frá vefsvæði Lexus.

LESA MEIRA