concept cars

HUGMYNDABÍLAR


Hugmyndabílar Lexus veita forvitnilega nasasjón af hönnunarstefnu okkar í framtíðinni.

main menu lexus brand

NÝSKÖPUN Í
HÖNNUN

Þessi hluti birtir nokkrar af eftirtektarverðustu hönnunarhugmyndum okkar og sýningum.

hybrid cars

HYBRID
BÍLAR

Lexus er einn helsti framleiðandi lúxus hybrid bíla í heiminum í dag.

lexus service

ÞJÓNUSTA LEXUS


Það er lúxus að eiga Lexus.

Used car hero

NOTAÐIR
LEXUSBÍLAR

Skoðaðu notaða lúxus bíla frá Lexus

AFTUR Í GREINAR

MYNDIN HENNAR JEANNIE DONOHOE ER SIGURVEGARI STUTTMYNDAKEPPNI LEXUS

HÚN VERÐUR FRUMSÝND Á KVIKMYNDAHÁTÍÐINNI Í NAPA VALLEY

Lexus og The Weinstein Company halda á kvikmyndahátíðina í Napa Valley 10. nóvember til að frumsýna spennandi nýja mynd, Game, sem er skrifuð og leikstýrð af verðlaunaða kvikmyndagerðamanninum, Jeannie Donohoe. Hún útskrifaðist úr framhaldsnámi í kvikmyndagerð við Columbia-háskólann og hefur skrifað og leikstýrt nokkrum stuttmyndum, þar á meðal Lambing Season og Public. Donohoe er að undirbúa fyrstu mynd sína í fullri lengd, Flock.

Game fjallar um nemanda á öðru ári í menntaskóla sem flytur í nýjan skóla og ákveður að reyna að komast í körfuboltalið skólans, sem er núverandi ríkismeistari. Hann sýnir frábæra takta á vellinum og vekur mikla athygli en þegar liðið kemst að leyndarmálinu hans tekur sagan aðra stefnu. Rick Fox, kanadískur leikari og þrefaldur NBA-meistari, er með hlutverk í myndinni.

Game er ein fjögurra mynda sem er framleidd af Joey Horvitz hjá The Weinstein Company sem hluti af þriðju stuttmyndakeppni Lexus, samvinnuverkefnis Lexus International og The Weinstein Company sem styður upprennandi kvikmyndagerðafólk. Hinar Lexus-stuttmyndirnar, Friday Night, MESSiAH og A Nation Holds Its Breath, verða einnig sýndar á kvikmyndahátíðinni í Napa Valley.

Harvey Weinstein, varaformaður The Weinstein Company, sagði að „Okkur er ánægja að vera hér á kvikmyndahátíðinni í Napa Valley til að frumsýna Game. Hæfileiki Donohoe skín í gegnum alla myndina og hún stendur vel undir þema þriðju stuttmyndakeppni Lexus, „Eftirvæntingu“.

David Nordstrom, framkvæmdarstjóri alheimsmarkaðsdeildar Lexus International, bætti við að „Gestirnir fá ekki aðeins tækifæri til að sjá sköpunargleði og ímyndunarafl Jeannie í Game heldur fá þeir einnig tækifæri til að sjá hinar myndirnar sem urðu til sem hluti af þriðju stuttmyndakeppni Lexus, en þær eru allar stútfullar af sköpunargleði og ímyndunarafli fyrir áhorfendur um allan heim.“

The Weinstein Company og Lexus International eru hæstánægð með velgengni samvinnunnar og vonast til þess að hvetja og vekja innblástur hjá enn fleiri kvikmyndagerðamönnum um allan heim með þessum myndum og í gegnum keppnina í heild sinni“ sagði David Glasser, framkvæmdarstjóri og forseti The Weinstein Company.

Til að þú getir nýtt þér þjónustuna á vefsvæði Lexus sem allra best notum við, og valdir samstarfsaðilar okkar, kökur á vefsvæði okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum göngum við út frá því að þú samþykkir að veita viðtöku kökum frá vefsvæði Lexus.

LESA MEIRA