concept cars

HUGMYNDABÍLAR


Hugmyndabílar Lexus veita forvitnilega nasasjón af hönnunarstefnu okkar í framtíðinni.

main menu lexus brand

NÝSKÖPUN Í
HÖNNUN

Þessi hluti birtir nokkrar af eftirtektarverðustu hönnunarhugmyndum okkar og sýningum.

hybrid cars

HYBRID
BÍLAR

Lexus er einn helsti framleiðandi lúxus hybrid bíla í heiminum í dag.

lexus service

ÞJÓNUSTA LEXUS


Það er lúxus að eiga Lexus.

Used car hero

NOTAÐIR
LEXUSBÍLAR

Skoðaðu notaða lúxus bíla frá Lexus

AFTUR Í GREINAR

HOLLYWOOD AÐSTOÐAR VIÐ VIÐBURÐI Á FRUMSÝNINGU STUTTMYNDA LEXUS

Jon Goldman Satsuki Okawa og Ken Ochiai

KATIE HOLMES, JUSTIN CHADWICK, SIMON CURTIS, ANTOINE FUQUA OG PHILLIP NOYCE AÐSTOÐA TVO EFNILEGA KVIKMYNDAGERÐARMENN VIÐ TÚLKUN Á ÞEMA LEXUS-VÖRUMERKISINS, „LÍFIÐ ER ÓTRÚLEGT“

Stuttmyndaverkefni Lexus 2014, í samstarfi Lexus og Weinstein-fyrirtækisins, fær stuðning frá Hollywood á frumsýningarkvöldinu í Los Angeles og New York.

Tveir efnilegir kvikmyndagerðarmenn, Jon Goldman og Satsuki Okawa (ásamt handritshöfundinum Ken Ochiai), vinna undir handleiðslu þekktra leikara og leikstjóra úr kvikmyndaiðnaðinum, þ.m.t. leikkonunnar Katie Holmes (The Giver, Wonder Boys, Dawson’s Creek) og leikstjóranna Justins Chadwick (Mandela: Long Walk to Freedom, Tulip fever (væntanleg)), Simons Curtis (My Week With Marilyn, Woman in Gold (væntanleg)), Antoines Fuqua (Brooklyn’s Finest, Training Day, Southpaw (væntanleg)) og Phillips Noyce (The Giver, The Quiet American).

Noyce hafði þetta að segja: „Það er heiður að vera boðið af Weinstein-fyrirtækinu og Lexus International að taka þátt í svona framsæknu og mikilvægu verkefni. Starf þeirra með nýrri kynslóð kvikmyndagerðarmanna mun hafa veruleg áhrif á kvikmyndaheiminn. Ég er virkilega spenntur fyrir því að sýna áhorfendum það sem þessir hæfileikaríku ungu leikstjórar eru að gera.“

Leiðbeinendurnir munu einnig taka upp stutta þætti sem fjalla um handleiðsluna þar sem hver og einn þeirra hittir ungu leikstjórana og veitir þeim leiðsögn og stuðning. Þættirnir beina athyglinni jafnframt að listformi stuttmyndarinnar, þróun miðilsins og mikilvægi hans, sem og auknum almennum áhuga á þessu formi. Þættirnir verða birtir í aðdraganda sýningar kvikmyndanna í kvikmyndahúsum í Los Angeles og alþjóðlegrar birtingar þeirra á netinu í október.

Stuttmyndirnar tvær, „Market Hour“ og „Operation Barn Owl“, voru fyrst sýndar á stuttmyndahátíðinni Short Shorts Film Festival í Tókýó 29. maí síðastliðinn. Frumsýningar í Bandaríkjunum verða 30. júlí í Los Angeles og 6. ágúst í New York.

Báðar myndirnar verða sýndar á mörgum kvikmyndahátíðum um heim allan og munu tengjast sýningum á stórmyndum frá Weinstein-fyrirtækinu eins og „The Giver“.

Stuttmyndir Lexus verða frumsýndar á netinu í október næstkomandi. Þangað til verður hægt að fylgjast með framvindu og áætlun fyrir myndirnar á www.lexusshortfilms.com

Til að þú getir nýtt þér þjónustuna á vefsvæði Lexus sem allra best notum við, og valdir samstarfsaðilar okkar, kökur á vefsvæði okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum göngum við út frá því að þú samþykkir að veita viðtöku kökum frá vefsvæði Lexus.

LESA MEIRA