concept cars

HUGMYNDABÍLAR


Hugmyndabílar Lexus veita forvitnilega nasasjón af hönnunarstefnu okkar í framtíðinni.

main menu lexus brand

NÝSKÖPUN Í
HÖNNUN

Þessi hluti birtir nokkrar af eftirtektarverðustu hönnunarhugmyndum okkar og sýningum.

hybrid cars

HYBRID
BÍLAR

Lexus er einn helsti framleiðandi lúxus hybrid bíla í heiminum í dag.

lexus service

ÞJÓNUSTA LEXUS


Það er lúxus að eiga Lexus.

Used car hero

NOTAÐIR
LEXUSBÍLAR

Skoðaðu notaða lúxus bíla frá Lexus

AFTUR Í GREINAR

HÖNNUNARVERÐLAUN LEXUS 2018
TEKIÐ ER VIÐ UMSÓKNUM

Lexus heldur áfram að þróa hugmyndir fyrir betri framtíð með því að styðja við upprennandi hönnuði um allan heim. Opið er fyrir umsóknir í hönnunarkeppni Lexus 2018. Þema keppninar þetta árið er “CO-” sem er forskeyti sem mætti þýða yfir á íslensku sem ‘með’ eða ‘samstíga’.

STUÐNINGUR VIÐ UPPRENNANDI HÖNNUÐI

Hönnunarkeppnin ‘hönnunarverðlaun Lexus’ var fyrst haldin árið 2013. Keppnin er alþjóðleg og góður vettvangur til að hafa uppi á framsæknum hönnuðum og sköpuðum. Frá því að keppnin var fyrst haldin hafa þúsundir hæfileikraríkra hönnuða um allan heim sóst eftir því að komast í tólf manna úrslit keppninnar. Þeir hönnuðir sem komast í tólf manna úrslitin fá tækifæri til að kynna sjálfan sig og hönnun sína fyrir hönnunarsamfélaginu á hönnunarvikunni í Mílanó 2018, -Salon Del Mobile, sem er stærsta hönnunarsýning í heiminum. Þá fá fjórir hönnuðir með bestu hugmyndirnar að mati dómara úthlutað leiðbeinanda. Leiðbeinendur verða sérvaldir þekktir hönnuðir með víðtæka reynslu sem geta leiðbeint ungum framsæknum hönnuðum. Að auki fá þessir fjórir efstu þrjár milljónir jena eða rúmlega þrjár milljónir íslenskra króna til þess að útbúa frumgerð af hugmyndinni sem þeir sendu inn í keppnina.

HEILDARHUGMYND ÞEMANS “CO-“

Þema hönnunarverðlauna Lexus árið 2018 er "CO-," forskeyti sem mætti þýða yfir á íslensku sem ‘með’ eða ‘samstíga’. Við trúum því að með hönnun sé hægt að tryggja samstillt samlíf náttúru og samfélags, og með þeirri nálgun vonast Lexus til þess að hönnuðir kanni nýjar leiðir og uppgötvi í kjölfarið eitthvað stórkostlegt sem stuðlar að betra samfélagi.

DÓMARAR OG LEIÐBEINENDUR

Dómarar hönnunarverðlaunanna eru heimsþekktir hönnuðir sem eru virkir í hönnunarsamfélaginu og með mismunandi bakgrunn. Leiðbeinendur sem verða úthlutaðir þeim sem komast í fjögurra manna úrslit eru einnig þekktir hönnuðir sem geta veitt ungum framsæknum hönnuðum góð ráð og hvatt þá til að ná fram sínu allra besta við þróun frumgerðar á hugmyndinni sinni. Dómarar og leiðbeinendur á vegum hönnunarverðlauna Lexus hafa fulla trú á því að góð hönnun geti gert heiminn að betri stað.

Dómarar og leiðbeinendur verða tilkynntir í ágúst.

SÝNINGIN

Allar hugmyndir og verk þeirra hönnuða sem komast í tólf manna úrslitin verða til sýnis á meðan hönnunarvikan í Mílanó stendur yfir. Í kjölfarið munu dómarar velja einn sigurvegara úr hópi þeirra fjögurra sem fengu fjármagn til að útbúa frumgerð af hugmyndinni sinni og mun sá hinn sami standa uppi sem sigurvegari hönnunarverðlauna Lexus árið 2018. Fyrri sigurvegarar hönnunarverðlaunana hafa vakið athygli um allan heim og fengið tækifæri til að útfæra hugmyndir sínar enn frekar.

UPPLÝSINGAR UM UMSÓKN

Tekið verður við umsóknum í hönnunarkeppni Lexus 2018 frá 24. júlí til 8. október. Frekari upplýsingar má finna á LexusDesignAward.com

Til að þú getir nýtt þér þjónustuna á vefsvæði Lexus sem allra best notum við, og valdir samstarfsaðilar okkar, kökur á vefsvæði okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum göngum við út frá því að þú samþykkir að veita viðtöku kökum frá vefsvæði Lexus.

LESA MEIRA