concept cars

HUGMYNDABÍLAR


Hugmyndabílar Lexus veita forvitnilega nasasjón af hönnunarstefnu okkar í framtíðinni.

main menu lexus brand

NÝSKÖPUN Í
HÖNNUN

Þessi hluti birtir nokkrar af eftirtektarverðustu hönnunarhugmyndum okkar og sýningum.

hybrid cars

HYBRID
BÍLAR

Lexus er einn helsti framleiðandi lúxus hybrid bíla í heiminum í dag.

lexus service

ÞJÓNUSTA LEXUS


Það er lúxus að eiga Lexus.

Used car hero

NOTAÐIR
LEXUSBÍLAR

Skoðaðu notaða lúxus bíla frá Lexus

AFTUR Í GREINAR

HÖNNUNARVERÐLAUN LEXUS 2017

LDA ArticleAsset 4Mentors

RÁÐGJAFARNIR

NERI & HU
Arkitektar og þverfaglegir hönnuðir

LDA ArticleAsset Mentor Neri Hu

Lyndon Neri og Rossana Hu, stofnendur Neri & Hu Design and Research, með aðsetur í Sjanghæ, hafa unnið að verkefnum um allan heim sem sameina hönnunarstíla sem skarast og skapa ný viðmið í arkitektúr. Árið 2014 valdi Wallpaper* fyrirtækið sem hönnuði ársins. Árið 2013 var þeim veitt innganga í frægðarhöll innanhússhönnunar í Bandaríkjunum. Neri & Hu eru þeirrar skoðunar að rannsóknir séu mikilvægt hönnunarverkfæri þar sem hvert verkefni skapar nýjar áskoranir hvað varðar samhengi. Neri & Hu bjóða upp á þjónustu tengda arkitektúr, innanhússhönnun, heildarlausnum, grafískri hönnun og vöruhönnun og vita því að viðfangsefni nútímans í tengslum við byggingar ná út fyrir mörk hefðbundins arkitektúrs. Við verk sín forðast Neri & Hu formúlukennda hönnun og sækja frekar í virka samþættingu reynslu, smáatriða, efna, forma og ljóss.

MAX LAMB
Hönnuður

LDA ArticleAsset Mentor MaxLamb

Max Lamb vinnur í verkum sínum með dreifbýlislandslagið sem vinnusvæði – ströndina sem málmsteypusmiðju, grjótnámuna sem verkstæði og felld ýviðartré á Chatsworth-landareigninni sem viðfangsefni og grunnefni. Borgin heillar hann einnig og hæfni hans til að laga sig að og bregðast við ólíku umhverfi skapar hönnun sem á engan sinn líka. Max heldur sig ekki aðeins við eitt hráefni eða ferli, né heillast hann af hönnun sem leið til að leysa vandamál. Hann vill þess í stað nýta innbyggða eiginleika efnisins til að draga fram náttúrulega tilhneigingu og fegurð þess. Aðferðir hans krefjast bæði mikillar og lítillar tækni og hann hannar og framleiðir verk sín í samvinnu við málmsteypusmiðjur og verksmiðjur, allt eftir því hversu stórt eða flókið verkefnið er. Hann er sjálfum sér samkvæmur í grunnreglunum sem hann notar – heiðarleika gagnvart efninu, fögnuði yfir ferlinu og mannlegri getu, sem og takmörkunum á henni.

ELENA MANFERDINI
Hönnuður og arkitekt

LDA ArticleAsset Mentor ElenaManferdini

Elena Manferdini, stofnandi og eigandi Atelier Manferdini í Venice í Kaliforníu, hefur unnið að verkum á sviði hönnunar, lista og arkitektúrs í Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu, þ.m.t. að útbyggingu nútímalistasafnsins í Los Angeles. Hönnunarstofa hennar hefur unnið með heimsþekktum fyrirtækjum eins og Swarovski og Sephora og fjallað hefur verið um verk hennar í blöðum og tímaritum á borð við Elle, Vogue og New York Times. Hún er formaður framhaldsnáms í Southern California Institute of Architecture og heldur sýningar um allan heim ásamt því að halda fyrirlestra, meðal annars í MIT, Princeton, Háskólanum í Tsinghua og Bauhaus. Árið 2013 fékk hún COLA-styrkinn til stuðnings við gerð nýrra listaverka. Árið 2011 fékk hún hinn virta árlega styrk frá United States Artists (USA) og hönnun hennar „Blossom“ fyrir Alessi hlaut Good Design-verðlaunin.

SNARKITECTURE
Listamenn og arkitektar

LDA ArticleAsset Mentor Snarkitecture

Árið 2008 stofnuðu Daniel Arsham og Alex Mustonen Snarkitecture, hönnunarstofu fyrir samvinnu og tilraunastarfsemi sem starfar þvert á list og arkitektúr. Þeir hafa haft sameiginlegan áhuga á mótum listar og arkitektúrs síðan þeir voru saman í námi við Cooper Union í New York og fyrsta verkefnið þeirra var fyrir Dior Homme. Nafnið á fyrirtækinu kemur úr óvenjulegu ljóði eftir Lewis Carroll, „The Hunting of the Snark“. Fyrirtækið hannar stór og varanleg verk sem og nytjahluti sem þjóna áður óþekktum tilgangi sem vekur undrun og bjóða upp á gagnvirkni svo að fólk geti átt bein samskipti við umhverfi sitt. Snarkitecture skapar óvæntan arkitektúr með því að breyta hversdagslegum hlutum í eitthvað ótrúlegt.

Til að þú getir nýtt þér þjónustuna á vefsvæði Lexus sem allra best notum við, og valdir samstarfsaðilar okkar, kökur á vefsvæði okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum göngum við út frá því að þú samþykkir að veita viðtöku kökum frá vefsvæði Lexus.

LESA MEIRA