concept cars

HUGMYNDABÍLAR


Hugmyndabílar Lexus veita forvitnilega nasasjón af hönnunarstefnu okkar í framtíðinni.

main menu lexus brand

NÝSKÖPUN Í
HÖNNUN

Þessi hluti birtir nokkrar af eftirtektarverðustu hönnunarhugmyndum okkar og sýningum.

hybrid cars

HYBRID
BÍLAR

Lexus er einn helsti framleiðandi lúxus hybrid bíla í heiminum í dag.

lexus service

ÞJÓNUSTA LEXUS


Það er lúxus að eiga Lexus.

Used car hero

NOTAÐIR
LEXUSBÍLAR

Skoðaðu notaða lúxus bíla frá Lexus

AFTUR Í GREINAR

HÖNNUNARVERÐLAUN LEXUS 2017

LDA ArticleAsset 6Judges

DÓMARARNIR

PAOLA ANTONELLI
Safnstjóri

LDA ArticleAsset Judge PaolaAntontelli

Antonelli gekk til liðs við Museum of Modern Art árið 1994 og er yfirsýningarstjóri arkitektúr- og hönnunardeildar safnsins og framkvæmdastjóri rannsókna og þróunar hjá MoMA. Hún hefur haldið fyrirlestra hjá TED, Alþjóðaefnahagsráðinu í Davos og fjölmörgum öðrum alþjóðlegum ráðstefnum. Markmið hennar er að auka þekkingu fólks á hönnun þar til jákvæð áhrif hönnunar á heiminn hafa verið viðurkennd að fullu og nýtt til góðra hluta. Hún er að vinna að nokkrum sýningum um nútímahönnun og að States of Design, bók um fjölbreytileika hönnunarsviða í dag.

ARIC CHEN
Safnstjóri

LDA ArticleAsset Judge AricChen

Aric Chen er yfirsafnstjóri hönnunar og arkitektúrs hjá M+, nýju safni fyrir sjónmenningu í Vestur-Kowloon-menningarhverfinu í Hong Kong. Áður starfaði hann sem hönnuður á hönnunarvikunni í Peking, sem komið var aftur á fót árið 2011 og 2012. Chen hefur séð um og skipulagt fjölda sýninga og verkefna á söfnum, tvíæringum og öðrum viðburðum um allan heim, ásamt því að skrifa mikið fyrir blöð og tímarit, m.a. New York Times, Monocle, Architectural Record og PIN-UP.

TOYO ITO
Arkitekt

LDA ArticleAsset Judge ToyoIto

Ito útskrifaðist úr arkitektúrdeild Háskólans í Tókýó árið 1965. Helstu verk hans eru m.a.: Sendai Mediatheque, bókasafn Listaháskólans í Tama (Hachioji), Háskólinn í Taívan, Félagsvísindaháskólinn (Taívan), „Minna no Mori“ Gifu Media Cosmos og margt fleira. Verk hans í vinnslu eru: Þjóðleikhúsið í Taichung (Taívan), nýi íþróttavöllurinn í Aomori og fjölmörg önnur. Meðal verðlauna sem hann hefur hlotið eru verðlaun frá Architectural Institute of Japan, Gullna ljónið á Feneyjatvíæringnum, konungleg gullverðlaun frá The Royal Institute of British Architects og Pritzker-verðlaunin í arkitektúr.

BIRGIT LOHMANN
Aðalritstjóri Designboom

LDA ArticleAsset Judge BirgitLohmann

Lohmann er fædd í Hamborg og lærði iðnaðarhönnun í Flórens áður en hún flutti til Mílanó þar sem hún hefur búið og unnið síðan 1987. Hún starfaði sem hönnuður og yfirmaður vöruþróunar fyrir fjölda ítalskra arkitekta og yfirhönnuði. Hún hefur einnig unnið sem hönnunarsagnfræðingur fyrir dómsmálaráðuneyti og alþjóðleg uppboðshús. Hún hefur haldið námskeið í iðnaðarhönnun hjá mörgum virtum alþjóðlegum háskólum. Árið 1999 stofnaði hún Designboom þar sem hún gegnir stöðu aðalritstjóra, yfirmanns menntunaráætlana og sýningarstjóra alþjóðlegra sýninga.

ALICE RAWSTHORN
Hönnunargagnrýnandi

LDA ArticleAsset Judge AliceRawsthorn

Alice Rawsthorn er hönnunargagnrýnandi hjá International New York Times og Frieze. Nýjasta bókin hennar, Hello World: Where Design Meets Life, kannar áhrif hönnunar á líf okkar í fortíð, nútíð og framtíð. Hún hefur haldið fyrirlestra um hönnun um allan heim, m.a. hjá TED og á árlegri samkomu Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos, Sviss. Alice býr í London og er stjórnarformaður hjá Chisenhale-galleríinu og nútímadanshópnum Michael Clark Dance Company og stjórnarmeðlimur hjá Whitechapel-galleríinu. Hún var sæmd heiðursorðu breska heimsveldisins (OBE) fyrir þjónustu sína í þágu hönnunar og lista.

YOSHIHIRO SAWA
Safnstjóri

LDA ArticleAsset Judge YoshihiroSawa

Yoshihiro Sawa útskrifaðist með BS-gráðu í verkfræði og hönnun frá Kyoto Institute of Technology. Hann hefur gegnt fjölda hönnunartengdra starfa síðan hann gekk til liðs við Toyota Motor Corporation árið 1980, þar á meðal sem yfirmaður áætlunardeildar alþjóðahönnunar. Hann tók við stöðu varaformanns hjá Lexus International í apríl 2016.

Til að þú getir nýtt þér þjónustuna á vefsvæði Lexus sem allra best notum við, og valdir samstarfsaðilar okkar, kökur á vefsvæði okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum göngum við út frá því að þú samþykkir að veita viðtöku kökum frá vefsvæði Lexus.

LESA MEIRA