concept cars

HUGMYNDABÍLAR


Hugmyndabílar Lexus veita forvitnilega nasasjón af hönnunarstefnu okkar í framtíðinni.

main menu lexus brand

NÝSKÖPUN Í
HÖNNUN

Þessi hluti birtir nokkrar af eftirtektarverðustu hönnunarhugmyndum okkar og sýningum.

hybrid cars

HYBRID
BÍLAR

Lexus er einn helsti framleiðandi lúxus hybrid bíla í heiminum í dag.

lexus service

ÞJÓNUSTA LEXUS


Það er lúxus að eiga Lexus.

Used car hero

NOTAÐIR
LEXUSBÍLAR

Skoðaðu notaða lúxus bíla frá Lexus

AFTUR Í GREINAR

„YET“ ER INNBLÁSTUR HÖNNUNARVERÐLAUNA LEXUS 2017

TEKIÐ ER VIÐ UMSÓKNUM

Lexus International hefur opnað fyrir umsóknir fyrir hönnunarverðlaun Lexus 2017. Lexus heldur upp á fimm ára afmæli þessarar alþjóðlegu hönnunarkeppni sem styður við bakið á upprennandi hönnuðum um allan heim, en hún var fyrst haldin árið 2013 til að þróa hugmyndir fyrir betri framtíð.

Þema hönnunarverðlauna Lexus 2017 er „Yet“.

„Hjá Lexus gefur hugmyndafræðin að baki „Yet“ okkur hugrekki til að sameina þætti sem í fyrstu virðast ekki eiga saman, t.d. aukin þægindi í akstri EN JAFNFRAMT spennandi aksturseiginleika. Með „Yet“ gerum við engar málamiðlanir. Við samræmum ýmis atriði til að skapa samvirkni sem afhjúpar óvænta og auk þess frábæra nýja möguleika. „Yet“ er hvatinn sem kemur byltingunni af stað, neistinn sem kveikir líf í ótal hönnunarmöguleikum. „Yet“ hvetur Lexus til að skoða ný og ókönnuð svið hönnunar og tækni sem munu móta ferðamáta framtíðarinnar,“ sagði Yoshihiro Sawa, varaformaður hjá Lexus International.

Umsækjendum er boðið að senda inn framsækna hönnun og frumlega túlkun sem gefur innsýn í kjarna þemans „Yet“.

Á hönnunarverðlaunum Lexus 2017 verða þær tólf hugmyndir sem komast í úrslit kynntar fyrir hönnunarsamfélaginu og fleirum á hönnunarvikunni í Mílanó 2017. Fjórir úr þessum hópi munu gera frumgerð af hugmyndinni sinni undir handleiðslu heimsþekktra hönnuða. Hámarksframleiðslukostnaður við hverja frumgerð er þrjár milljónir japanskra jena. Þeir sem komast í úrslit fá að kynna hönnun sína á tilraunasvæði Lexus á hönnunarvikunni í Mílanó. Dómarar munu meta þessar fjórar frumgerðir og velja sigurvegara keppninnar, sem fær hugsanlega tækifæri til að koma frumgerð sinni í framleiðslu.

Fyrri handhafar hönnunarverðlauna Lexus vekja athygli um heim allan. „Sense-Wear“ (skynklæði) frá Emanuela Corti og Ivan Parati, sem sigruðu árið 2015, hlutu frekari kynningu á hönnunarviðburðum í Tókýó og Moskvu. Sigurvegarar síðasta árs, hönnunarteymið AMAM með „AGAR PLASTICITY – MÖGULEG NOTKUN AGARS TIL PÖKKUNAR OG FLEIRA“ hafa vakið mikinn áhuga og hefur þeim verið boðið að taka þátt í öðrum alþjóðlegum sýningum. Þannig njóta handhafar hönnunarverðlauna Lexus góðs af kynningarstarfsemi um allan heim og þeim gefst kostur á að vinna að samvinnuverkefnum í opinbera geiranum og einkageiranum. Lexus er stolt af því að hvetja og koma skapandi hæfileikum á framfæri í gegnum hönnunarverðlaun Lexus og þá möguleika sem þessi árlega hönnunarkeppni veitir.

Tekið verður við umsóknum í hönnunarkeppni Lexus 2017 frá 10. ágúst til 16. október. Þær tólf hugmyndir sem komast í úrslit verða tilkynntar í byrjun árs 2017.

Frekari upplýsingar má finna á LexusDesignAward.com

Til að þú getir nýtt þér þjónustuna á vefsvæði Lexus sem allra best notum við, og valdir samstarfsaðilar okkar, kökur á vefsvæði okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum göngum við út frá því að þú samþykkir að veita viðtöku kökum frá vefsvæði Lexus.

LESA MEIRA