concept cars

HUGMYNDABÍLAR


Hugmyndabílar Lexus veita forvitnilega nasasjón af hönnunarstefnu okkar í framtíðinni.

main menu lexus brand

NÝSKÖPUN Í
HÖNNUN

Þessi hluti birtir nokkrar af eftirtektarverðustu hönnunarhugmyndum okkar og sýningum.

hybrid cars

HYBRID
BÍLAR

Lexus er einn helsti framleiðandi lúxus hybrid bíla í heiminum í dag.

lexus service

ÞJÓNUSTA LEXUS


Það er lúxus að eiga Lexus.

Used car hero

NOTAÐIR
LEXUSBÍLAR

Skoðaðu notaða lúxus bíla frá Lexus

AFTUR Í GREINAR

LEXUS KYNNIR ‘LEXUS YET’ SÝNINGUNA Á HÖNNUNARVIKUNNI Í MÍLANÓ 2017 Í SAMVINNU VIÐ NERI OXMAN

Neri Oxman hönnuður

Lexus International today hefur tilkynnt að ‘LEXUS YET’ sýningin verður hluti af hönnunrvikunni í Mílanó 2017, sem er stærsta hönnunarsýning í heimi, einnig þekkt undir nafninu Salone Del Mobile. Lexus sýningin stendur yfir frá 4. – 9. apríl í hönnunar- og listasafninu La Triennale di Milano og verður einn af hápunktum hönnunarvikunar.

Lexus hefur verið hluti af hönnuarvikunni í Mílanó frá árinu 2005, sem undirstrikar ástríðu Lexus á hönnun og nýsköpun. Í ár fékk Lexus, Neri Oxman og hönnunarteymi hennar til liðs við sig en hún er hönnuður og prófessor hjá MIT Media Lab, en hópurinn er þekktur undir nafninu The Mediated Matter Group. Oxman er skapandi frumkvöðull sem hefur hlotið mikið lof fyrir hönnun sína, Oxman er þekkt fyrir hönnun og nýsköpun sem er innblásin af náttúrulegu umhverfi. Sýn Oxman á náttúrunni og tækni samræmist skoðunum Lexus og “YET” hugmyndafræðinni.

YET hugmyndafræðin hvetur Lexus til að stefna hátt á sviði sköpunargáfu með því að blanda saman ósamhæfðum efnum. Kjörorð hugmyndafræðinar eru “Don’t compromise; harmonize.” Eða “Ekki málamiðla, sæmræmdu.” Afleiðing þessarar samvinnu er kveikja af miklum uppgötvunum ásamt því að samvinnan sviptir hulunni af endalausum möguleikum sem erfitt er að ímynda sér að séu mögulegir.

“Með því að skora á okkur sjálf að sameina þessi tvö efni, umhverfið og tæknina, sem sýnast í fyrstu vera ósamhæfð, gerum við okkur kleift að uppgötva ný viðmið í hönnun og tækni.” Eru orð Yoshihiro Sawa, framkvæmdastjóri Lexus International. Lexus og teymi Oxman deila sömu seiglu og einurð um að gera heimin að betri stað í gegnum hönnun, nýsköpun og nýtingu efna.

Í samstarfi Lexus og Oxman mun hún og hennar teymi sýna ‘YET’ hugmyndafræðina með því að notast við ljós og skugga ásamt frumlegum tækninýjungum sem teymið hannaði.

Hönnunarverðlaun Lexus 2017

Til að auka ánægju og upplifun á hönnunarvikunni mun Lexus einnig sýna verk þeirra 12 einstaklinga sem komust í úrslit í hönnunarkeppni Lexus. Öll vinna og frumgerð hönnunar ásamt túlkun hönnuða á því hvernig þeir notuðust við YET hugmyndafræðina til að skapa nýja frumlega hluti verður til sýnis. Lexus er stolt af því að geta sýnt fram á ástríðu sína á hönnun með því að vera hluti af þessari og fyrrum hönnunarvikum í Mílanó og verður með yfirlit frá fyrri sýningargripum síðustu ára.

DAGSKRÁ SÝNINGAR

Heiti sýningar

LEXUS YET

Tímasetning

Frá 4.-9. apríl, á milli kl.10:00-22:00 (Forsýning fjölmiðla 3.april, kl.10:00-18:00)

Staðsetning

La Triennale di Milano, Viale Alemagna 6, Milan, Italy

Þema

YET

Sýningargripir

  • “YET” hönnun.
  • Hönnun þeirra 12 einstaklinga sem komust í úrslit í hönnunarkeppni Lexus 2017 (4 frumgerðir og 8 kynningar)
  • Yfirlit/upprifjun á sýningargripum Lexus á hönnunarvikunni í Mílanó frá árinu 2005

Skipuleggjandi

Lexus International

UM NERI OXMAN OG MEDIATED MATTER HÓPINN

Oxman er arkítekt, hönnuður, hugvitsmaður og professor hjá MIT Media Lab og er frumkvöðull á sviði nýsköpunar með vistvænum efniviði. Rannsóknar- og hönnunarteymi Oxman sem kallar sig —The Mediated Matter Group— vinnur að hluta til við tölvuhönnun, stafræna framleiðslu og efnisvísindi og notast við þekkingu sína í þessum mismunandi greinum til að bæta hönnunarferli, allt frá fyrstu hugmynd til sköpunar. Varanleg sýningarverk og hönnun Mediated Matter hópsins má meðal annars finna í Cooper Hewitt, MoMA, SFMOMA, Centre Georges Pompidou, MFA Boston, and FRAC Orléans söfnunum. Oxman hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga og meðal þeirra eru Graham Foundation verðlaunin (2008), the Earth verðlaunin (2009), the Vilcek verðlaunin (2014) og BSA Women in Design verðlaunin (2014). Hún hlaut heiðurstitilinn Carnegie Pride of America (2014) auk þess sem hún fékk titilinn ROADS' 100 Most Daring Cross-Disciplinary Thinkers in the World (2015) sem mætti þýða sem ein af 100 djörfustu hugsuðum í heiminum sem notfæra sér þekkingu þvert á mismunandi fræði. Vinna og nýsköpun Oxman hafa hlotið viðurkenningu hjá World Economic Forum og Hvíta húsinu.

MIT Media Lab fer fram úr þekktum viðmiðum með því að stuðla að einstakri nýsköpun sem uppörvar óvenjulega nálgun og er þvert á ólíkar fræðigreinar og rannsóknir. Hönnuðir, sérfræðingar í rannsóknum á smáhlutum, sjónsköpunar sérfræðingar, vélarverkfræðingar, vísindamenn, iðnaðarrannsakendur og frumkvöðlar í tölvutengslum vinna saman að því að finna upp og bæta og breyta þróun og upplifun mannsins á tækninni. Frekari upplýsingar má finna á www.media.mit.edu.

Til að þú getir nýtt þér þjónustuna á vefsvæði Lexus sem allra best notum við, og valdir samstarfsaðilar okkar, kökur á vefsvæði okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum göngum við út frá því að þú samþykkir að veita viðtöku kökum frá vefsvæði Lexus.

LESA MEIRA