concept cars

HUGMYNDABÍLAR


Hugmyndabílar Lexus veita forvitnilega nasasjón af hönnunarstefnu okkar í framtíðinni.

main menu lexus brand

NÝSKÖPUN Í
HÖNNUN

Þessi hluti birtir nokkrar af eftirtektarverðustu hönnunarhugmyndum okkar og sýningum.

hybrid cars

HYBRID
BÍLAR

Lexus er einn helsti framleiðandi lúxus hybrid bíla í heiminum í dag.

lexus service

ÞJÓNUSTA LEXUS


Það er lúxus að eiga Lexus.

Used car hero

NOTAÐIR
LEXUSBÍLAR

Skoðaðu notaða lúxus bíla frá Lexus

AFTUR Í GREINAR

HÖNNUNARVERÐLAUN LEXUS 2017 VORU TILKYNNT Í STÓRGLÆSILEGA “LEXUS YET” SALNUM Í MÍLANÓ

lda article asset desktop grand prix winner

3 apríl, 2017 – Lexus hefur tilkynnt sigurvegara Grand Prix hönnunarverðlauna Lexus 2017 – Verkefnið sem bar sigur úr býtum nefnist PIXEL eftir Hiroto Yohizoe – Alls 1.152 manns frá 63 löndum sendu inn verkefni, allt hannað undir þema YET.

,,Hönnunarverðlaun Lexus hafa alltaf lagt áherslu á því að vekja athygli á málefnum sem ungir hönnuðir vinna að hverju sinni, og hvað þeir telja vera mikilvægustu áskoranirnar og bestu tækifærin í hönnun í dag. Hins vegar, þá voru gæðin, stærð og metnaður þeirra verkefna sem Lexus bárust í ár ótrúleg. Það var mjög erfitt fyrir okkur að velja bestu verkefnin og minnka hópinn niður í 12 verkefna úrslitahóp, og svo 4 verkefni sem fóru fyrir borð dómara áður en eitt verkefni var svo valið sem besta verkefni ársins, en hvert stig skapaði heitar umræður og mörg skemmtileg rifrildi. Öll fjögur bestu verkefnin reyndu að finna lausn á flóknum og mikilvægum vandamálum, allt frá erfiðleikum flóttamanna og heimilislausra einstaklinga, verndun á umhverfinu og hvernig hægt væri að innleiða nýja tækni til þess að hvetja börn til að skapa og spila á hljóðfæri. Þrátt fyrir að allar hugmyndinar hafi verið einstakar og ólíkar þá áttu þær allar sameiginlegt að styðja við ‘YET’ hugarfarið“ sagði Alice Rawsthorn, dómari í hönnunarverðlaunum Lexus 2017.

Eftir að hafa fengið verðlaunin var Hiroto Yoshizoe að vonum ánægður: “Ég er hissa og stoltur að hafa fengið þessi verðlaun, mig langar að þakka Alex og Daniel hjá Snarkitecture fyrir alla þeirra kennslu, ásamt því að þakka öllum þeim sem hafa stutt mig í gegnum þetta verkefni, og að lokum langar mig að þakka Lexus fyrir að veita mér þetta frábæra tækifæri”

Lexus var fyrst kynnt til leiks í hönnunarkeppninni árið 2013 til þess að skapa hugmyndir fyrir betri framtíð, og fagnar því í ár, 5 ára afmæli á þessari alþjóðlegu hönnunarkeppni sem styður efnilega hönnuði á heimsvísu. Grand Prix sigurvegarinn var valinn af hópi heimsþekktra hönnuða eftir kynningar á verkefnum frá þeim þeim fjórum hönnuðum sem kepptu til úrslita. Þau 12 Verkefni sem komust í úrslit nýttu ‘YET’ hugarfarið á frumlegan og skapandi hátt og eru þau nú til sýnis í LEXUS YET húsinu.

LEXUS YET sýningin var í La Triennale di Milano, hönnunar- og listasafninu í Parco Sempione í Mílanó, í miðri hönnunarviku Mílanó, heimsins stærstu hönnunarsýningu, einnig þekkt sem Salone Del Mobile.

Þessi viðburður markaði tíundu útgáfu Lexus International á hönnunarviku Mílanó, sem sýnir þá ástríðu sem Lexus hefur lengi haft fyrir hönnun og nýsköpun. Til að fagna þessum merku tímamótum, hefur Lexus fengið með sér í lið arkítektúrinn, hönnuðinn og MIT Media Lab prófessorinn Neri Oxman, til þess að nýta rannsóknir hennar og teymisins hennar, The Mediated Matter Group. Sem brautryðjandi einstaklingur í arkítekúr og hönnun þá er hún þekkt fyrir að vera leiðandi í skapandi hönnun sem er full af innblæstri og upplýsingum. Sýn Oxman um samvinnu náttúrunnar og tækninnar passar fullkomlega með Lexus ‘YET’ hugfarinu.

Til viðbótar afhendingunnar á hönnunarverðlaunum Lexus 2017, þá var mikill kraftur settur í eftirfylgjandi þrjá hluti á LEXUS YET sýningunni þar sem gestir og gangandi munu upplifa hið spennandi YET hugarfar í gegnum sýningu sem grípur fólk með sér.

FORNT EN ÞÓ NÚTÍMALEGT
Skapað af Neri Oxman og The Mediated Matter Group frá MIT Media Lab.
Innblásið af Lexus ‘YET’ hugarfarinu, þá blandar þessi sýning saman hinum ýmsu andstæðum og býður upp á sýningu sem blandar saman fornri hönnun og nútímalegri tækni þar sem The Mediated Matter Group frumsýnir 3D prentað glerverk.

STÖÐUGUR EN ÞÓ Í STÖÐUGRI BREYTINGU
Með því að skoða hluti frá mörgum sjónarhornum erum við í betri stöðu til að líta framhjá þessu augljósa og uppgötva hið nýja og ófyrirsjáanlega. Þessi stöðuga innsetning sem er þó í stöðugri breytingu kynnir til leiks hinn nýja Lexus US Concept bíl, sem sýnir hugrakka hönnun Lexus. Lexus UX Concept bíllinn fangar ‘Yet’ hugarfarið okkar.

LÆRUM AF REYNSLUNNI
Þessi viðburður markar 10 ára afmæli Lexus á hönnunarvikunni í Mílanó, sem sýnir og sannar þá ástríðu sem Lexus hefur fyrir hönnun og nýsköpun. Á meðan við fögnum þessu tækifæri þá lítum við til baka á okkar 9 ár af innblæstri hönnunar. Hver útfærlsa markar eitt augnablik í 24 römmum.

* ’YET’ hugarfarið ýtir Lexus út að takmörkum sköpunargleðinnar með því að innleiða og blanda saman ólíkum þáttum. Hugarfarið snýst um að “Við viljum ekki málamiðlum við viljum samvinnu”. Þetta ýtir Lexus í átt að betri árangri og opnar möguleikann á hlutum sem fólki hefur ekki áður dottið í hug að dreyma um.

lda article asset desktop group shot

Til að þú getir nýtt þér þjónustuna á vefsvæði Lexus sem allra best notum við, og valdir samstarfsaðilar okkar, kökur á vefsvæði okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum göngum við út frá því að þú samþykkir að veita viðtöku kökum frá vefsvæði Lexus.

LESA MEIRA