concept cars

HUGMYNDABÍLAR


Hugmyndabílar Lexus veita forvitnilega nasasjón af hönnunarstefnu okkar í framtíðinni.

main menu lexus brand

NÝSKÖPUN Í
HÖNNUN

Þessi hluti birtir nokkrar af eftirtektarverðustu hönnunarhugmyndum okkar og sýningum.

hybrid cars

HYBRID
BÍLAR

Lexus er einn helsti framleiðandi lúxus hybrid bíla í heiminum í dag.

lexus service

ÞJÓNUSTA LEXUS


Það er lúxus að eiga Lexus.

Used car hero

NOTAÐIR
LEXUSBÍLAR

Skoðaðu notaða lúxus bíla frá Lexus

AFTUR Í GREINAR

AGAR PLASTICITY VINNUR
HÖNNUNARVERÐLAUN LEXUS 2016

lda winner article

Dómnefnd frá Lexus International er það sönn ánægja að tilkynna að AGAR PLASTICITY eftir AMAM stóð uppi sem sigurvegari hinna virðulegu hönnunarverðlauna Lexus 2016. Þetta er í fjórða sinn sem þessi árlega alþjóðlega hönnunarkeppni er haldin, með þátttöku upprennandi hönnuða um allan heim. Á hverju ári bjóða hönnunarverðlaun Lexus fjórum af þeim sem valdir eru í úrslit einstakt tækifæri til að skerpa á hæfileikum sínum. Undir handleiðslu frá heimsþekktum hönnuðum búa þeir til frumgerð af nýrri hönnun innblásinni af Lexus. Útkoman er svo sýnd á hönnunarvikunni í Mílanó – einum stærsta viðburði sinnar tegundar í heiminum.

Í ár var kynning þeirra fjögurra sem komust í úrslit haldin á sýningu Lexus á hönnunarvikunni í Mílanó sem bar nafnið „Stefnumót við eftirvæntingu“. Á sýningunni voru verk þeirra tólf sem komust í úrslit, þar með talin frumgerðin af AGAR PLASTICITY sem vann keppnina, ásamt hinum þremur frumgerðunum. Auk þess voru átta kynningar frá hinum keppendunum sem komust í úrslit.

AMAM geta verið stoltir af árangrinum. Í ár bárust 1232 umsóknir til hönnunarverðlauna Lexus, sem samanstóðu af fjölmörgum nýstárlegum hugmyndum frá 73 löndum. Í anda þema sýningarinnar, sem var „eftirvænting“, voru mörg framlög hönnuð sem hugmyndir sem höfðu aldrei sést eða verið færðar í orð áður, en eru líklegar til að verða framkvæmdar í nálægri framtíð.

Til að þú getir nýtt þér þjónustuna á vefsvæði Lexus sem allra best notum við, og valdir samstarfsaðilar okkar, kökur á vefsvæði okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum göngum við út frá því að þú samþykkir að veita viðtöku kökum frá vefsvæði Lexus.

LESA MEIRA