concept cars

HUGMYNDABÍLAR


Hugmyndabílar Lexus veita forvitnilega nasasjón af hönnunarstefnu okkar í framtíðinni.

main menu lexus brand

NÝSKÖPUN Í
HÖNNUN

Þessi hluti birtir nokkrar af eftirtektarverðustu hönnunarhugmyndum okkar og sýningum.

hybrid cars

HYBRID
BÍLAR

Lexus er einn helsti framleiðandi lúxus hybrid bíla í heiminum í dag.

lexus service

ÞJÓNUSTA LEXUS


Það er lúxus að eiga Lexus.

Used car hero

NOTAÐIR
LEXUSBÍLAR

Skoðaðu notaða lúxus bíla frá Lexus

AFTUR Í GREINAR

LEXUS ER INNBLÁSTURINN Á HÖNNUNARVIKUNNI Í MÍLANÓ

LDA Anticaption 1

Hið heimsþekkta hönnunarstúdíó Formafantasma sótti sér innblástur í hönnunaraðferðir, handverk og háþróaðar tækninýjungar Lexus við uppsetningu hrífandi sýningar á hönnunarvikunni í Mílanó 2016 (Salone del Mobile). Sýningin er titluð „Lexus – stefnumót við eftirvæntingu“ og er miðpunkturinn á kynningarsvæði okkar á stærstu hönnunarsýningu heims í Spazio Lexus – Torneria 12. til 17. apríl, með forsýningu fyrir fjölmiðla 11. apríl.

Marglaga upplifunin fangar anda eftirvæntingarinnar sem liggur til grundvallar allri hönnunarvinnu okkar. Þarna spilar Omotenashi-nálgun okkar á japanska gestrisni inn í og sýnir hvernig við sköpum framúrskarandi bíla sem uppfylla allar þarfir ökumannsins. Á sýningunni kynnum við einnig hina framsæknu tækni okkar þar sem notast er við efnarafal knúinn vetni, eins og sjá má í hinum glæsilega hugmyndabíl LF-FC.

Í fyrsta sýningarsalnum af þremur getur að líta ný húsgögn frá Formafantasma þar sem sjá má sama vandaða handbragðið og við notuðum við sprautun og yfirborðsmeðhöndlun LF-FC-hugmyndabílsins.

LDA Anticaption 2

Þegar komið er yfir í næsta sal tekur við óvænt endurhönnun á ytra byrði LF-FC-hugmyndabílsins. Þetta endurspeglar stöðuga leit hönnunarteymis Lexus að fullkomnun og innsýn þess í fararkosti framtíðarinnar.

Í síðasta sýningarsalnum má sjá nýjan skúlptúr þar sem unnið er með hreyfiorku, en hann er byggður á vetnisatóminu og knúinn af hinni merku efnarafalstækni sem notuð er í LF-FC.

Á sýningunni er einnig að finna framsæknar nýjungar í matargerðarlist úr smiðju Michelin-kokksins Yoji Tokuyoshi, þar sem unnið er með tengsl vetnis og vatns í efnarafalskerfi Lexus.

Ítölsku hönnuðirnir hjá Formafantasma í Amsterdam höfðu þetta að segja: „Við vildum koma á framfæri þeim framsækna anda eftirvæntingar sem er miðpunkturinn í allri hönnun, og þeirri löngun sem við deilum með Lexus til að búa til vörur sem eru bæði fallegar á að líta og umhverfisvænar.“

LDA Anticaption 3

Til að þú getir nýtt þér þjónustuna á vefsvæði Lexus sem allra best notum við, og valdir samstarfsaðilar okkar, kökur á vefsvæði okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum göngum við út frá því að þú samþykkir að veita viðtöku kökum frá vefsvæði Lexus.

LESA MEIRA