concept cars

HUGMYNDABÍLAR


Hugmyndabílar Lexus veita forvitnilega nasasjón af hönnunarstefnu okkar í framtíðinni.

main menu lexus brand

NÝSKÖPUN Í
HÖNNUN

Þessi hluti birtir nokkrar af eftirtektarverðustu hönnunarhugmyndum okkar og sýningum.

hybrid cars

HYBRID
BÍLAR

Lexus er einn helsti framleiðandi lúxus hybrid bíla í heiminum í dag.

lexus service

ÞJÓNUSTA LEXUS


Það er lúxus að eiga Lexus.

Used car hero

NOTAÐIR
LEXUSBÍLAR

Skoðaðu notaða lúxus bíla frá Lexus

AFTUR Í GREINAR

„EFTIRVÆNTING“ FRÁ LEXUS
Á HÖNNUNARVIKUNNI Í MÍLANÓ 2016

LDA Article 001

LEXUS KYNNIR „LEXUS - STEFNUMÓT VIÐ EFTIRVÆNTINGU„ Í SAMVINNU VIÐ HÖNNUNARSTOFUNA FORMAFANTASMA OG KOKKINN YOJI TOKUYOSHI

Lexus kynnti sýningaratriðið „Lexus - stefnumót við eftirvæntingu“ á hönnunarvikunni í Mílanó 2016, en það er stærsta hönnunarsýning heims og er einnig þekkt undir heitinu Salone Del Mobile. Á sýningunni, sem var haldin í Spazio Lexus - Torneria í Tortona frá 12. - 17. apríl 2016, kynntum við einstakt samvinnuverkefni hins víðkunna hönnunarteymis frá Studio Formafantasma og kokksins Yoji Tokuyoshi, sem hlotið hefur Michelin-stjörnu.

Sýningin bauð upp á óvænt og óviðjafnanleg stefnumót þar sem gestir voru leiddir inn í einstakan heim fullan af „Eftirvæntingu“. Gestirnir uppgötvuðu kjarnann í gæðasmíði Lexus og sáu hvernig tækni og hönnunarstefna Lexus umbreytist í fagurfræðilega og áhrifamikla upplifun. Til að uppfylla þarfir og óskir samfélagsins gefur þessi sýning til kynna hvernig Lexus ímyndar sér það sem er enn óséð og skilar undrun og hrifningu á nýju sniði. Gestirnir fengu að kynnast því hvernig vörumerkið notar eftirvæntingu til að skapa ótrúlega upplifun.

Formafantasma hannaði og setti upp sýningarrýmið. Ungu hönnuðirnir að baki árangri hönnunarstofunnar, sem er með aðsetur í Amsterdam, hafa nú þegar fengið mikið lof fyrir vöruhönnun sína, og voru m.a. tilnefnd sem „Hönnuður ársins“ á Wallpaper*-hönnunarverðlaunahátíðinni árið 2014. Kokkurinn Yoji Tokuyoshi er einnig rísandi stjarna í heimi eldamennskunnar og er þekktur fyrir sköpunargleði og nýbreytni. Nýi veitingastaðurinn hans í Mílanó, Ristorante Tokuyoshi, hlaut Michelin-stjörnu aðeins 10 mánuðum eftir að hann var opnaður. Samvinnan á milli þessara snillinga sem hafa aðsetur í Evrópu fer fullkomlega saman með upplifun sýningarinnar „Lexus - Kynni af eftirvæntingu“ og markmiði hennar að kanna nýja hönnunarmöguleika.

LDA Article Formafantasma 002

Formafantasma töluðu um ferð sína til Lexus í Japan sem veitti þeim mikinn innblástur. „Það vakti aðdáun okkar hvað Lexus hefur lagt ríka áherslu á einstök gæði, heilindi í framleiðslu og ábyrga notkun tækni. Okkur fannst hreinskilni og heiðarleiki vörumerkisins lifna við sem undirstaða eftirvæntingar. Þetta leiddi til hönnunarhugmyndarinnar um gegnsæi. Gegnsæi sér fram á framtíð sem er opin og heiðarleg og hvetur samfélagið til að ná sameiginlegu markmiði um sjálfbært háttarlag og framsækinn lífstíl.“

Mark Templin (varaforstjóri Lexus International) sagði: „Fyrir hönnunarverðlaun Lexus 2015 héldu þeir sem komust í úrslit frábærar kynningar á hönnunarvikunni í Mílanó. Þessar kynningar áttu stóran þátt í velgengni verðlaunanna. Við hvetjum umsækjendur fyrir árið 2016 til að senda inn frumlegustu hugmyndirnar sínar sem fara vel með þemanu „Eftirvænting“, sama hvaða sviði hönnunar þær tilheyra.“

Þegar Yoji Tokuyoshi var spurður út í viðfangsefnið gegnsæi hafði hann eftirfarandi að segja: „Gegnsæi snýst ekki aðeins um það að vera hreinn og tær. Gegnsæi er stundum ósýnilegt og fær þig til að hugsa. Þetta byggir upp eftirvæntingu og eykur ánægjuna við afhjúpunina. Mig langar að tjá þessa nálgun í gegnum bragðupplifunina.“

Eftirvænting er einnig þemað í ár fyrir hönnunarverðlaun Lexus, alþjóðlega hönnunarkeppni sem hlúir að þróun hugmynda sem geta bætt samfélagið og styður við upprennandi hönnuði sem vilja leggja sitt að mörkum við að skapa betri framtíð. Verk þeirra 12 sem komust í úrslit í hönnunarverðlaunum Lexus 2016 voru einnig sýnd á sama stað á hönnunarvikunni í Mílanó.

Til að þú getir nýtt þér þjónustuna á vefsvæði Lexus sem allra best notum við, og valdir samstarfsaðilar okkar, kökur á vefsvæði okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum göngum við út frá því að þú samþykkir að veita viðtöku kökum frá vefsvæði Lexus.

LESA MEIRA