concept cars

HUGMYNDABÍLAR


Hugmyndabílar Lexus veita forvitnilega nasasjón af hönnunarstefnu okkar í framtíðinni.

main menu lexus brand

NÝSKÖPUN Í
HÖNNUN

Þessi hluti birtir nokkrar af eftirtektarverðustu hönnunarhugmyndum okkar og sýningum.

hybrid cars

HYBRID
BÍLAR

Lexus er einn helsti framleiðandi lúxus hybrid bíla í heiminum í dag.

lexus service

ÞJÓNUSTA LEXUS


Það er lúxus að eiga Lexus.

Used car hero

NOTAÐIR
LEXUSBÍLAR

Skoðaðu notaða lúxus bíla frá Lexus

AFTUR Í GREINAR

EFTIRVÆNTINGIN
EYKST

BÚIÐ ER AÐ TILKYNNA ÞÁ SEM KOMUST Í ÚRSLIT Í HÖNNUNARVERÐLAUNUM LEXUS 2016

  • Tólf hugmyndir voru valdar úr 1232 umsóknum sem bárust hvaðanæva úr heiminum
  • Fjórir hönnuðir sem búsettir eru í Bretlandi, Kanada, Kóreu og Japan munu búa til frumgerð af hönnun sinni undir handleiðslu heimsþekktra hönnuða.
  • Verk allra sem komust í úrslit verða hluti af sýningu Lexus á hönnunarvikunni í Mílanó sem stendur yfir 11.–17. apríl í via Tortona 32

Lexus International hefur tilkynnt þær 12 hugmyndir sem komust í úrslit í hönnunarverðlaunum Lexus 2016. Verðlaunin voru fyrst veitt árið 2013 til að hlúa að þróun hugmynda sem geta bætt samfélagið og þessi alþjóðlega hönnunarkeppni miðar að því að styðja við unga upprennandi hönnuði um allan heim.

Í fjórðu árlegu samkeppnina um hönnunarverðlaun Lexus bárust 1232 umsóknir frá 73 löndum undir þemanu „Eftirvænting“.

Dómnefnd sem samanstendur af heimsþekktum hönnuðum kom saman í nóvember til að dæma hugmyndirnar sem bárust. Í ár vöktu þátttakendurnir aðdáun dómaranna með hugmyndum sem aldrei höfðu sést eða verið færðar í orð áður, en voru líklegar til að verða framkvæmdar í nálægri framtíð. Eftir að dómnefndin hafði rætt verkin til hlítar og fylgst með ástríðu þátttakendanna og vilja þeirra til að kanna það ófyrirsjáanlega voru 12 hugmyndir valdar sem taldar voru geta fært eitthvað nýtt til nýsköpunar í hönnun.

Mark Templin (varaforstjóri Lexus International) sagði: „Fyrir hönnunarverðlaun Lexus 2015 héldu þeir sem komust í úrslit frábærar kynningar á hönnunarvikunni í Mílanó. Þessar kynningar áttu stóran þátt í velgengni verðlaunanna. Við hvetjum umsækjendur til að senda inn frumlegustu hugmyndirnar sínar sem fara vel með þemanu „Eftirvænting“, sama hvaða sviði hönnunar þær tilheyra.“

Eftirfarandi fjórir hönnuðir munu búa til frumgerð af hönnun sinni undir handleiðslu heimsþekktra hönnuða:

  • AGAR PLASTICITY, eftir AMAM (Japan), er verkefni sem rannsakar hvernig hægt er að nota agar, hlaupkennt efni úr sjávarþörungum, sem umhverfisvænar umbúðir í staðinn fyrir plast.
  • DADA, eftir Myungsik Jang (Kórea), er leikfang úr kubbum sem börn geta sett saman á ýmsan hátt með því að nota bönd, göt og pinna, eins og ímyndunarafl þeirra leyfir.
  • Shape Shifters, eftir Angelenu Lauru Fenuta (ítalskur hönnuður, búsett í Kananda), er sérstakt einingaskipt efnissnið sem gerir fólki kleift að nota það á fleiri en einn hátt.
  • Trace, eftir STUDIO AYASKAN (tyrkneskir hönnuðir, búsettir í Bretlandi), er klukka sem notar vökva með útfjólubláum geislum og mismunandi litaeiginleikum sem gerir okkur kleift að sjá tímann líða.

Arkitektarnir og þverfræðilegu hönnuðirnir Neri og Hu ásamt hönnuðinum Max Lamb snúa aftur sem ráðgjafar og hönnuðurinn/arkitektinn Elena Manferdini og listamennirnir/arkitektarnir Snarkitecture bætast í hóp ráðgjafa í fyrsta sinn í ár. Frumgerðirnar fjórar verða hluti af sýningu Lexus á hönnunarvikunni í Mílanó á þessu ári ásamt því að hinar hugmyndirnar átta sem komust í úrslit verða kynntar. Hönnunarvikan stendur yfir 11.–17. apríl í T32 Torneria/Carrozzeria, via Tortona 32, 20144 (Zona Tortona).

Við verðlaunaafhendinguna 11. apríl verður tilkynnt um sigurvegara hönnunarverðlauna Lexus 2016, sem valinn verður úr hópi frumgerðanna fjögurra. Frekari upplýsingar um sýningarsvæði Lexus á hönnunarvikunni í Mílanó 2016 verða birtar um miðjan febrúar.

Til að þú getir nýtt þér þjónustuna á vefsvæði Lexus sem allra best notum við, og valdir samstarfsaðilar okkar, kökur á vefsvæði okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum göngum við út frá því að þú samþykkir að veita viðtöku kökum frá vefsvæði Lexus.

LESA MEIRA