concept cars

HUGMYNDABÍLAR


Hugmyndabílar Lexus veita forvitnilega nasasjón af hönnunarstefnu okkar í framtíðinni.

main menu lexus brand

NÝSKÖPUN Í
HÖNNUN

Þessi hluti birtir nokkrar af eftirtektarverðustu hönnunarhugmyndum okkar og sýningum.

hybrid cars

HYBRID
BÍLAR

Lexus er einn helsti framleiðandi lúxus hybrid bíla í heiminum í dag.

lexus service

ÞJÓNUSTA LEXUS


Það er lúxus að eiga Lexus.

Used car hero

NOTAÐIR
LEXUSBÍLAR

Skoðaðu notaða lúxus bíla frá Lexus

AFTUR Í GREINAR

LEXUS – ÆVINTÝRAFERÐ FYRIR SKILNINGARVITIN

LEXUS HEFUR Í TÍU ÁR TEKIÐ ÞÁTT Í STÆRSTA HÖNNUNARVIÐBURÐI HEIMS, SALONE DEL MOBILE DI MILANO (HÖNNUNARVIKUNNI Í MÍLANÓ). Í SAMVINNU VIÐ HEIMSÞEKKTA HÖNNUÐI SEM SKAPA ÓVENJULEGAR INNSETNINGAR HEFUR LEXUS LEITAST VIÐ AÐ TJÁ SÝN SÍNA, SEM EINKENNIST AF HREINUM MUNAÐI OG EINSTAKRI HÖNNUNARTJÁNINGU.

Sýningin í ár ber yfirskriftina „LEXUS – ÆVINTÝRAFERÐ FYRIR SKILNINGARVITIN“ og leiðir gesti í gegnum þrjú svæði hönnuð af franska hönnuðinum Philippe Nigro. Á hverju svæði eru skilningarvitin fimm örvuð með mismunandi hætti.

Skilningarvitin eru eðlislægur þáttur í lífi okkar: þau gera okkur kleift að skynja heiminn umhverfis okkur. Með því að ganga inn í þetta víðtæka þema sem virkjar sjón, heyrn, tilfinningu, lyktar- og bragðskyn gerum við okkur móttækileg til að opna fyrir fjölda skynjunarmöguleika. Þetta þema hefur sérstaka tengingu við Lexus þar sem akstursupplifun snýst líka um skynjun: allt frá því að virða fyrir sér glæsilega hönnun ytra byrðisins og hlusta á hljóðið í fínstilltri vélinni til þess að finna fiðringinn í fingrunum þegar stýrið er snert og bílnum snúið í beygjum. Öll skilningarvit okkar eru virkjuð.

Philippe Nigro hafði þetta að segja: „Þegar ég heimsótti Lexus-verksmiðjurnar til að kynna mér hvernig bílarnir eru hannaðir og byggðir hreifst ég mjög af því hversu mikið var nostrað við alla framleiðsluþætti. Ekki aðeins ytra útlitið, heldur líka ósýnilegu smáatriðin innandyra. Þessi upplifun varð mér innblástur að hugmyndinni um hönnun að innan og utan sem næði að fanga fegurð frá öllum sjónarhornum og grípa þannig athygli gesta.“

Með því að sýna hluti sem eru venjulega faldir býður Lexus gestum sínum að gera nýjar uppgötvanir og öðlast nýja reynslu á hverju hinna ólíku svæða.

Svæði 1: Ný innsýn í hönnun Lexus

Sérsniðin Lexus-hönnun verður miðpunkturinn í einstakri innsetningu með sérstökum speglum sem gefa óvænta sýn og lýsingu sem myndar flæðandi hreyfingu og örvar ímyndunaraflið.

Þessi hugmynd sem ED², evrópska hönnunarstofa fyrirtækisins, þróaði er fullkomin vísbending um væntanlegar, spennandi nýjungar í hönnun frá Lexus.

Svæði 2: Hönnunarverðlaun Lexus 2015 – hugmyndir til að móta framtíðina

Verk þeirra tólf hönnuða sem komast í úrslit á hönnunarverðlaunum Lexus 2015 verða kynnt á sérstöku sýningarsvæði. Gestum verður boðið að ganga inn í viðaranddyri sem leiðir að sýningarrýminu þar sem frumgerðir og hönnunaratriði verða til sýnis. Í rýminu verður hljóðlátt, róandi andrúmsloft þar sem gestir geta upplifað frumleikann og sköpunargáfuna á bak við hvert verk og íhugað möguleika þeirra til að móta framtíðina.

Svæði 3: Upplifun skilningarvitanna fimm

Gestum verður boðið að kanna þrjá hjúpa sem smíðaðir eru úr tré með flóknu mynstri. Hjúparnir bera nöfnin „Regn“, „Viður“ og „Jörð“ og skapa frumstætt umhverfi þar sem gestir fá að njóta þess að bragða á verkum matarhönnuðarins Hajime Yoneda á ferð sinni í gegnum ævintýraheim skynjunar með Lexus.

Í fyrsta hjúpnum fá gestir „regnflögur“ og þeim er vísað inn í myrkvað herbergi þar sem þeir fá að upplifa tilfinninguna og hljóðið þegar regn fellur.

Handgert súkkulaði verður í boði í næsta herbergi þar sem lykt, hljóð og bragð skógarins er kannað að innan sem utan.

Að lokum fá gestir að smakka á skál af „jarðarsúpu“ áður en gengið er inn í dásamlega fallegan heim þar sem stjörnur blika í myrkrinu og tákna lífskraft móður jarðar.

LEXUS – ÆVINTÝRAFERÐ FYRIR SKILNINGARVITIN verður opin almenningi frá þriðjudeginum 14. apríl til sunnudagsins 19. apríl frá kl. 11 til 21 í Lexus Spazio – La Torneria, Via Tortona 32, Mílanó.

Forsýning fyrir fjölmiðla fer fram mánudaginn 13. apríl frá kl. 10 til 18.

Opinber myllumerki: #LexusDesignAward, #MilanDesignWeek

Til að þú getir nýtt þér þjónustuna á vefsvæði Lexus sem allra best notum við, og valdir samstarfsaðilar okkar, kökur á vefsvæði okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum göngum við út frá því að þú samþykkir að veita viðtöku kökum frá vefsvæði Lexus.

LESA MEIRA