concept cars

HUGMYNDABÍLAR


Hugmyndabílar Lexus veita forvitnilega nasasjón af hönnunarstefnu okkar í framtíðinni.

main menu lexus brand

NÝSKÖPUN Í
HÖNNUN

Þessi hluti birtir nokkrar af eftirtektarverðustu hönnunarhugmyndum okkar og sýningum.

hybrid cars

HYBRID
BÍLAR

Lexus er einn helsti framleiðandi lúxus hybrid bíla í heiminum í dag.

lexus service

ÞJÓNUSTA LEXUS


Það er lúxus að eiga Lexus.

Used car hero

NOTAÐIR
LEXUSBÍLAR

Skoðaðu notaða lúxus bíla frá Lexus

AFTUR Í GREINAR

HANDHAFI HÖNNUNARVERÐLAUNA LEXUS TILKYNNTUR Á HÖNNUNARVIKUNNI Í MÍLANÓ 2015

LEXUS HEFUR TILKYNNT VAL DÓMNEFNDAR Á VERKINU „SENSE-WEAR“ EFTIR ÞAU EMANUELU CORTI OG IVAN PARATI (CARAVAN) SEM SIGURVERK FYRSTU HÖNNUNARVERÐLAUNA LEXUS.

Ákvörðunin var tekin eftir að keppendurnir fjórir sem komust í lokaúrslit kynntu frumgerðir af verkum sínum sem unnin voru út frá þemanu „Skynjun“. Sigurverkið er sýnt, ásamt verkum 11 annarra úrslitakeppenda, á sýningunni „Lexus – ævintýraferð fyrir skilningarvitin“ sem Lexus stendur fyrir á tískuvikunni í Mílanó 2015. Mikill fjöldi verka var sendur inn í keppnina um hönnunarverðlaun Lexus og fram komu ótal frumlegar og skapandi hugmyndir. Í samræmi við þemað „Skynjun“ var í mörgum verkanna höfðað til skilningarvitanna fimm, eða tilfinningalegra þátta mannlegrar tilveru frekar en þeirra áþreifanlegu.

Þriðjudaginn 14. apríl opnaði Lexus International formlega sýninguna „Lexus – ævintýraferð fyrir skilningarvitin“ í Spazio Lexus í Torneria í Mílanó. Sýningin býður upp á ótrúlega upplifun sem örvar skilningarvitin, líkt og þegar ferðast er með Lexus. Sýningin var hönnuð af hinum heimsþekkta rýmishönnuði Philippe Nigro í samstarfi við hinn virta kokk Hajime Yoneda.

Lexus – ævintýraferð fyrir skilningarvitin

„Lexus – ævintýraferð fyrir skilningarvitin“ býður upp á fjölbreytta og spennandi veislu fyrir skilningarvitin, með þemað „Skynjun“ að leiðarljósi, en það er grunnstefið í hugmyndafræði Lexus. Þegar rýmishönnuðurinn Philippe Nigro heimsótti verksmiðju Lexus vakti það mikla athygli hans að sjá hversu mikil alúð er lögð í hvern hlut, ekki aðeins að utan heldur einnig í alla íhluti bílsins sem ekki sjást. Eftir að hafa öðlast þessa innsýn þróaði hann hugmyndina „Inside-Out“ („á röngunni“), sem gerir gestum kleift að kynna sér fegurðina frá öllum hliðum. Með því að sýna hluti sem eru venjulega faldir býður Lexus gestum sínum að gera nýjar uppgötvanir og öðlast nýja reynslu á hverju sýningarsvæðanna þriggja.

Svæði 1: Virkjun skilningarvitanna

Sérútgáfa LF-SA hugmyndabílsins sem kynntur var á bílasýningunni í Genf 2015 er sýnd á þessu svæði. Bíllinn, sem komið er fyrir í miðju verndarhjúps, er umkringdur fjölda kúptra spegla sem skapa óvæntar spegilmyndir og lýsingu sem kemur hreyfingu á rýmið og ímyndunaraflið.

Svæði 2: Könnun skilningarvitanna

Verk 12 úrslitakeppenda, 4 frumgerðir og 8 veggspjöld, valin úr 1.171 innsendum verkum frá 72 löndum, eru kynnt á sýningarsvæðinu, þar með talið sigurverkið „Sense-Wear“ eftir Emanuelu Corti og Ivan Parati (Caravan). Sumar frumgerðirnar eru búnar gagnvirkum eiginleikum sem gestir geta upplifað. Andrúmsloftið í rýminu er kyrrlátt og róandi og gefur gestum svigrúm til að kynna sér frumlegar og skapandi hugmyndirnar hverja fyrir sig, og velta fyrir sér hvernig þær geti átt þátt í að breyta framtíðinni.

Svæði 3: Upplifun skilningarvitanna fimm

Í þessu samstarfsverkefni Philippe Nigro og Hajime Yoneda fá bragðlaukarnir að vera með í þessari ævintýraferð fyrir skilningarvitin. Listakokkurinn Hajime Yoneda, sem sjálfur er Lexus-eigandi, framkallar einstaka upplifun fyrir bragðlaukana sem hann sækir í sína eigin reynslu af að aka og ferðast um náttúruna, þar sem öll fimm skilningarvitin fá að njóta sín til fullnustu.

Til að þú getir nýtt þér þjónustuna á vefsvæði Lexus sem allra best notum við, og valdir samstarfsaðilar okkar, kökur á vefsvæði okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum göngum við út frá því að þú samþykkir að veita viðtöku kökum frá vefsvæði Lexus.

LESA MEIRA