concept cars

HUGMYNDABÍLAR


Hugmyndabílar Lexus veita forvitnilega nasasjón af hönnunarstefnu okkar í framtíðinni.

main menu lexus brand

NÝSKÖPUN Í
HÖNNUN

Þessi hluti birtir nokkrar af eftirtektarverðustu hönnunarhugmyndum okkar og sýningum.

hybrid cars

HYBRID
BÍLAR

Lexus er einn helsti framleiðandi lúxus hybrid bíla í heiminum í dag.

lexus service

ÞJÓNUSTA LEXUS


Það er lúxus að eiga Lexus.

Used car hero

NOTAÐIR
LEXUSBÍLAR

Skoðaðu notaða lúxus bíla frá Lexus

AFTUR Í GREINAR

DIOMEDEIDAE

Undirmeðvitund okkar skynjar mun fleiri smáatriði en við gerum okkur alltaf ljóst. Diomedeidae er gagnvirkt listaverk sem gerir okkur kleift að komast á þá staði sem meðvituð skynjun leiðir okkur sjaldnast á.

Diomedeidae er í formi lýsandi og hreyfanlegs skúlptúrs sem myndar raforku með eigin flöktandi hreyfingum, sem komið er af stað með því að toga niður miðjuna á milli tveggja viðarrenninga og sleppa henni svo þyngdaraflið taki við. Birta LED-ljósanna sem tengd eru við þrýstirafefni dofnar í samræmi við dempaðar sveiflurnar.

Menn eru mjög næmir fyrir hreyfingu í tengslum við tilvist lífsins, þar sem slíkt næmi hefur verið nauðsynlegur hluti af færni okkar til að lifa af. Diomedeidae er eins og fugl sem blakar vængjum sínum, marglytta sem stafar frá sér mildum ljóma í hafinu eða eldfluga sem flöktir með ljósi í stutta stund. Orkubreytingarnar sjást með beinum hætti í sveifluhreyfingunni og lýsingunni og höfða til skilningarvita okkar með sínu fínlega flökti. Diomedeidae þakkar þeim sem gæða hana lífi með því að bjóða þeim að upplifa einstakt samspil ljóss og hreyfingar.

Til að þú getir nýtt þér þjónustuna á vefsvæði Lexus sem allra best notum við, og valdir samstarfsaðilar okkar, kökur á vefsvæði okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum göngum við út frá því að þú samþykkir að veita viðtöku kökum frá vefsvæði Lexus.

LESA MEIRA