LEXUS SJÁLF‑HLAÐANDI HYBRID

HVERS VEGNA HYBRID

Hér sameinast kraftur bensínvélarinnar og skilvirkni rafmótorsins á fullkominn hátt.

MIKIL AFKÖST ÁN MÁLAMIÐLANA

Einföld fegurð Lexus Hybrid felst ekki hvað síst í sparneytni hans og minni losun án þess að dregið sé úr afköstum. Kynntu þér kostina og fáðu svör við hvers kyns spurningum. Þú skilur fljótlega af hverju svo margir ökumenn velja Lexus Hybrid.

2017 lexus understanding hybrid portrait self charging

ÁVINNINGUR AF HYBRID

SJÁLFHLEÐSLA: ÞARF EKKI AÐ STINGA Í SAMBAND

Ólíkt rafmagnsbílum og tengiltvinnbílum þarf aldrei að tengja Lexus Hybrid við rafmagnsinnstungu – hann er sjálfhlaðandi og alltaf til taks.

Hvort sem þú kýst helst að rúnta um bæinn með vinum, fara með fjölskylduna í ævintýraferð eða keyra lengri vegalengdir finnur þú örugglega sjálfhlaðandi Lexus Hybrid-bíl sem hentar þínum þörfum.

HYBRID-TÆKNIN ÚTSKÝRÐ

 • HVERNIG VIRKA LEXUS HYBRID-BÍLAR?

  Sjálfhlaðandi Hybrid-bílar frá Lexus sameina á hugvitsamlegan hátt bensínvélar og rafmótora. Innbyggð tækni bílsins velur sjálf besta aflgjafann í samræmi við akstur ökumannsins án þess að trufla aksturinn. Hybrid-tækni hjálpar til við að bæta eldsneytisnýtingu bílsins og engin útblástursmengun verður þegar hann er rafknúinn.

 • ÞARF ÉG AÐ STINGA BÍLNUM Í SAMBAND?

  Nei. Hybrid-vélarnar okkar hlaða rafhlöður rafmótorsins með sjálfhleðslu og orkubreytingu ásamt endurnýtingu hemlunarafls.

 • ERU HYBRID-BÍLAR EKKI DÝRARI?

  Það fylgir enginn aukakostnaður við rekstur eða viðhald á hybrid-bílum frá Lexus. Reyndar er líklegra að þú sparir eldsneytiskostnað til lengri tíma litið vegna þess að Lexus Hybrid velur að aka með rafmótorum þegar það á við og skattaafsláttur gildir sums staðar um minni útblástur.

 • HVERSU ÁREIÐANLEGAR ERU VÉLARNAR?

  Hybrid-bílarnir okkar eru jafn áreiðanlegir og venjulegir bensín- eða dísilbílar. Þeir eru einstaklega endingargóðir og rafmótorarnir og rafalarnir eru fullkomlega viðhaldsfríir. Til að auka enn frekar á þægindin er alltaf hægt að bóka staka Hybrid-prófun.

 • HEFUR HYBRID-TÆKNI ÁHRIF Á AFKÖST?

  Aldrei. Bílarnir okkar virka í raun betur en venjuleg ökutæki, sérstaklega þegar ræst er í EV-stillingu (Electric Vehicle) og ökumaðurinn leyfir bílnum að skipta yfir í bensín þegar þörf krefur.

 • HVERNIG Á AÐ HALDA HYBRID-BÍL VIÐ?

  Árleg Hybrid-prófun er besta leiðin til að tryggja hámarksafköst Hybrid-bíls frá Lexus. Hybrid-prófunin er ókeypis og innifalin í viðhaldsþjónustu Lexus.


 

 
  2017 lexus understanding hybrid cinemagraph engine fallback

AKSTUR ÁN FYRIRHAFNAR

Finndu af eigin raun hvernig hybrid-bílar bregðast áreynslulaust við á veginum, skipta sjálfkrafa á milli tveggja aflgjafa og gefa þér meiri stjórn.

 • 2017 lexus understanding hybrid portrait thoughtful living

  ÁVINNINGUR AF HYBRID

  MEÐVITAÐUR LÍFSSTÍLL

  Að velja sjálfhlaðandi Lexus Hybrid-bíl sem hentar þínum lífsstíl ætti ekki að vera erfið ákvörðun

  Hybrid-bílarnir sem við bjóðum upp á leggja áherslu á þægindi og ígrundun og eru hannaðir til að vinna með þínum lífsstíl. Við erum fullviss um að þú finnir rétta bílinn fyrir þig hvort sem hann er hugsaður fyrir borgarakstur, verslunarferðir, ævintýraleiðangra eða fjölskylduskemmtiferðir.

  Hugvitsamlegar aflrásirnar frá Lexus eru vel geymdar bak við glæsilegt yfirborðið sem gerir þér kleift að nýta farþega- og farangursrýmið til fulls.

 • 2017 lexus understanding hybrid portrait cleaner future

  ÁVINNINGUR AF HYBRID

  HREINNI FRAMTÍÐ

  Sýnt hefur verið fram á að útblástur frá dísil- og bensínseldsneyti hefur skaðleg áhrif á umhverfið, bæði staðbundin og um allan heim. Lexus hefur lagt sitt af mörkum til að draga úr áhrifunum með ýmsum hætti, m.a. með því að takast á við loftslagsbreytingar og bæta loftgæði í borgum með snjöllum tækninýjungum.

  Við gerum allt sem við getum til að skapa sjálfbærari framtíð með umhverfisvænni tækni, hvort sem það felst í því að draga úr losun við framleiðslu eða auka endurvinnslu á skrifstofum okkar.

  Lexus Hybrid-bílar hjálpa ökumönnum að draga úr losun ásamt því að axla aukna ábyrgð á umhverfinu. Hybrid-kerfin draga úr skaðlegri losun lofttegunda niður í einn tíunda hluta af Euro 6-staðlinum fyrir dísileldsneyti frá 2014. Við hjálpum þér að vernda umhverfið án þess að draga úr margrómuðum afköstum, gæðum, handverki og hönnun Lexus-bíla.

 • 2017 lexus understanding hybrid portrait smarter economics

  ÁVINNINGUR AF HYBRID

  SNJALLARI SPARNAÐUR

  Hybrid-tækni hefur ekki aðeins minni áhrif á umhverfið heldur líka á fjárhaginn þinn. Með betri eldsneytisnýtingu og minni losun geturðu bæði dregið úr kostnaði og nýtt þér skattaafslátt fyrir einstaklinga og fyrirtæki sem eru í boði á hverjum stað* (*fáðu upplýsingar hjá viðurkenndum söluaðila Lexus).

  Sérþjálfaðir fagmenn sjá um alla varahluti, viðhald og þjónustu fyrir Hybrid-bíla, eins og vant er hjá þjónustu Lexus. Við bjóðum einnig upp á Hybrid-prófun sem hluta af þjónustunni til að halda hybrid-bílum í góðu ástandi.

SVÖR VIÐ SPURNINGUM UM HYBRID

Við erum frumkvöðlar í hybrid-tækninni sem við höfum þróað allt frá árinu 2004 og lúxus hybrid-bílar okkar urðu fljótt fremstir í sínum flokki á heimsvísu. Ef þú hefur frekari spurningar skaltu endilega lesa spurningarnar og svörin hér að neðan eða hafa samband við næsta söluaðila Lexus.

 • HVAÐ ER HYBRID-BÍLL?

  Hybrid-bíll er með tvo aflgjafa: Bensínvél og rafmótor. Í hybrid-kerfi eins og Lexus Hybrid Drive geta þeir knúið bílinn í sitthvoru lagi eða starfað saman. Kerfið greinir akstursskilyrði og stjórnar afli eftir þörfum án þess að þú takir eftir nokkru. Niðurstaðan er aukin skilvirkni, minni losun og meiri afköst.

 • HVERNIG VIRKA HYBRID-BÍLAR?

  Bensínvélar vinna best við stöðugan hraða en rafmótorar eru góðir við hröðun og akstur á litlum hraða. Hybrid-bílar nýta sér kosti þeirra beggja.

  Í Lexus Hybrid fylgist stjórntölvan vel með akstursskilyrðum og velur hvaða aflgjafi hentar best á tilteknu augnabliki. Hún skiptir hnökralaust á milli þeirra eða notar báða saman. Hún velur ávallt kostinn sem hentar best hverju sinni og veitir aukið afl, snarpa hröðun og líflegan akstur sem ökumaðurinn getur notið áhyggjulaus.

  Hybrid-tæknin skilar einnig verulegri sparneytni og lítilli mengun í útblæstri sem næst með aðstoð nákvæmrar straumlínulögunar og léttra efna. Og þegar bílnum er ekið á rafmagni eingöngu myndar hann engan útblástur.

 • HVERSU ÁREIÐANLEGIR ERU LEXUS HYBRID-BÍLAR?

  Hybrid-gerðirnar okkar eru jafn áreiðanlegar og svipaðir bensín- og dísilbílar. Þær eru einstaklega endingargóðar og rafmótorarnir og rafalarnir í þeim eru fullkomlega viðhaldsfríir.

 • ER VIÐHALD Á HYBRID-BÍLUM DÝRARA?

  Árleg Hybrid-prófun er besta leiðin til að tryggja hámarksafköst Hybrid-bíls frá Lexus. Hybrid-prófunin er ókeypis og innifalin í allri þjónustu Lexus. Ef það er langt í næstu skoðun getur þú alltaf komið með bílinn í staka Hybrid-prófun.

 • ERU HYBRID-BÍLAR ÖRUGGIR?

  Hybrid-bílar frá Lexus eru með sama þaulprófaða öryggisbúnaðinn og aðrir Lexus-bílar, sem hefur verið hannaður af sérfræðingum okkar. Þeir eru jafn öruggir í akstri og venjuleg ökutæki svo þú getur ekið áhyggjulaus.

 • HVERJIR ERU KOSTIR HYBRID-BÍLA?

  Hybrid-bíll notar aðeins eldsneyti þegar nauðsyn krefur. Þegar þú ekur á litlum hraða skiptir bíllinn yfir á rafmagn, án þess að þú finnir fyrir nokkru. Það þýðir að Hybrid-bíllinn er skilvirkur, hagkvæmur og mengar lítið, jafnvel við hröðun. Þegar bílnum er ekið á rafmagni eingöngu myndar hann alls engan útblástur. Heildarafköst bílsins eru líka betri.

 • HVAÐA KOSTI HAFA LEXUS HYBRID-BÍLAR UMFRAM ÖNNUR HYBRID-KERFI?

  Hybrid-tæknin frá Lexus er sú fyrsta sinnar tegundar og jafnframt sú árangursríkasta. Við vorum fyrst til að kynna Hybrid-bíla og síðan þá höfum við unnið að því að fullkomna þá tækni. Alls hafa meira en milljón ökumenn eins og þú ekið milljónir kílómetra út um allan heim og reitt sig á framúrskarandi tækni okkar.

  Ólíkt öðrum kerfum gerir Lexus Hybrid Drive kleift að knýja bílinn með raforku eingöngu, þegar ekið er á minni hraða. Það þýðir enginn útblástur og mikil afköst. Kerfi keppinautanna eru oft með miklu minni rafmótora sem vinna aðeins með bensínvélinni og geta ekki knúið bílinn einir.

 • GET ÉG SKIPT Á MILLI AFLGJAFA?

  Þess gerist engin þörf. Stjórntölvan greinir akstursskilyrði og stjórnar afli eftir þörfum. Þannig er dregið úr útblæstri og afkastageta í akstri er ávallt í hámarki. Hvort sem þú ert að ræsa bílinn, auka hraða, í miðjum akstri eða að hægja á ferðinni, tekur stjórntölvan ávallt bestu ákvörðunina.

  Ef þú óskar eftir því að draga alveg úr útblæstri en ná samt sem áður hámarksskilvirkni getur þú ákveðið að nota eingöngu raforku um stund - ef akstursskilyrði eru rétt.

 • GET ÉG SKILIÐ LEXUS HYBRID-BÍLINN MINN EFTIR ÓHREYFÐAN Í LENGRI TÍMA ÁN ÞESS AÐ ÞURFA AÐ ENDURHLAÐA RAFHLÖÐUNA?

  Það er engin þörf á að hlaða Lexus sjálfhlaðandi Hybrid-bílinn - hann er ávallt tilbúinn til aksturs.

  Rétt eins og á við um hefðbundin ökutæki getur rafhlaðan þó tæmst ef bíllinn er ekki notaður um lengri tíma, svo sem þegar farið er í frí. Slíkt er þó ólíklegt. Ef það gerist samt sem áður sér bensínvélin um að ræsa bílinn.

  Háþróuð og fyrirferðarlítil rafhlaðan er þá hlaðin á ný á meðan ekið er. Hún er einnig hlaðin gegnum rafstýrða hemlakerfið (ECB-R). Með þessari afburðasnjöllu tækni er orkunni sem losnar við hemlun breytt í raforku, sem hleður rafhlöðuna.

 • HVERSU LANGT GETA LEXUS HYBRID-BÍLAR EKIÐ Á RAFHLÖÐUNNI EINNI SAMAN?

  Það fer eftir hleðslu rafhlöðunnar, akstursskilyrðum og heildarþyngd bílsins.

  Þegar ekið er á lágum hraða getur Lexus Hybrid-bíllinn ekið á rafafli eingöngu. Kerfið fylgist með rafhlöðunni og sér til þess að hleðslan fari aldrei undir ákveðið lágmark. Þegar ekið er á meiri hraða eða um lengri veg ræsir bensínvélin sig.

 • GET ÉG NOTAÐ LEXUS HYBRID-BÍLINN MINN VIÐ ERFIÐ VEÐURSKILYRÐI?

  Lexus Hybrid-bílar hafa nákvæmlega sömu eiginleika og hefðbundnir bílar. Eins og á við um alla bíla er mikilvægt að taka mið af akstursskilyrðum og gæta ítrustu varúðar þegar þess er þörf. Ávallt skal forðast akstur ef viðvaranir vegna veðurs hafa verið gefnar út.

 • Á HVAÐA HÁTT ER LEXUS HYBRID DRIVE FRÁBRUGÐINN SAMBÆRILEGUM BENSÍNBÍLUM?

  Allir Lexus Hybrid-bílar eru með tvo aflgjafa: Bensínvél og rafmótor. Þeir geta knúið bílinn í sitt hvoru lagi eða starfað saman. Þróaðasta stjórntölva sem völ er á greinir akstursskilyrði og stjórnar afli eftir þörfum án þess að þú takir eftir nokkru. Niðurstaðan er aukin skilvirkni, minni losun og meiri afköst.

  Hybrid-bílarnir okkar eru vönduðustu bílarnir í sínum flokki og gera akstursupplifunina þína einstaka. Hvort sem þú nýtir Lexus Hybrid til persónulegra nota eða notar hann sem fyrirtækisbíl sparar þú peninga og dregur úr skaðlegum áhrifum á umhverfið.