LEXUS SJÁLF‑HLAÐANDI HYBRID

HYBRID FYRIR ATVINNUREKSTUR

Umhverfisvænn, sparneytinn og framsækinn lúxusbíll. Bíll sem er snjallari valkostur við dísilbíl, og mætir þörfum fyrirtækisins þíns.

SNJALL VALKOSTUR

Það eru ekki bara útvaldir einstaklingar sem njóta góðs af frábærri sparneytni, hátæknilegri aksturshjálp og Takumi-hönnun og -handverki. Kaup á Lexus sjálfhlaðandi Hybrid-bíl, sem sameinar afköst Lexus og nýstárlega hönnun, eru skynsamlegur valkostur fyrir hvaða fyrirtæki sem er.

 • 2017 lexus hybrid for business portrait reduce emissions

  HYBRID FYRIR ATVINNUREKSTUR

  ALLTAF TILBÚINN AÐ DRAGA ÚR ÚTBLÆSTRI

  Hybrid-línan frá Lexus er snjöll leið til að minnka kolefnisfótspor fyrirtækisins þíns. Hugvitsamleg tækni okkar á þátt í að draga úr umhverfismengun, bæði staðbundið og í stærra samhengi, með því að draga úr skaðlegum útblæstri og stuðla þannig að hreinna lofti þar sem við búum og störfum.

 • 2017 lexus hybrid for business portrait financial efficiency

  HYBRID FYRIR ATVINNUREKSTUR

  ÁVALLT REIÐUBÚINN TIL AÐ STUÐLA AÐ HAGKVÆMNI

  Nýstárleg tækni Lexus Hybrid ásamt sparneytni sem löngu hefur sannað sig dregur úr þeim tíma sem hreyfillinn er í gangi ásamt því að draga úr rekstrarkostnaði.

  Þú getur átt sjálfhlaðandi Hybrid-bíl frá Lexus á sama hátt og bíl sem gengur aðeins fyrir einni tegund eldsneytis - það er einfalt en um leið fylgja því auknir kostir. Þú nýtur hins einstaka áreiðanleika Lexus, viðbótarviðhaldskostnaður er í algeru lágmarki og Hybrid-prófun er innifalin í hverri þjónustuskoðun.

  Hybrid-bílar eru ekki bara sparneytnir: Þeir geta einnig haft góð áhrif á fjárhag fyrirtækisins þíns. Eftir þriggja ára notkun hafa Hybrid-bílar hugsanlega stuðlað að skattalegri hagræðingu fyrirtækisins.

  Kaup á Lexus Hybrid-bíl geta verið mjög góð fjárfesting fyrir fyrirtækið þitt.

 • 2017 lexus hybrid for business portrait driving performance

  HYBRID FYRIR ATVINNUREKSTUR

  ÁVALLT REIÐUBÚINN AÐ SÝNA FRÁBÆRA AKSTURSEIGINLEIKA SÍNA

  Komdu þér á staðinn með stíl. Aflgjafarnir tveir veita kraft í akstri sem og þægindi þegar ekið er um lengri veg.

  Sparneytin nálgun Lexus sjálfhlaðandi Hybrid-bíla gefur þér hljóðlátara farþegarými og stuðlar þannig að slökun og einbeitingu - og um leið uppfyllir bíllinn alla staðla Takumi-handverksins.

  Hvort sem um er að ræða viðskiptafund þar sem mikið er undir, eða tíma til að hugsa í næði, mætir þú endurnærð(ur) á staðinn, tilbúin(n) til að gera þitt besta.

HÉR ER LÍNAN

Kynntu þér Lexus sjálfhlaðandi Hybrid-fyrirtækjalínuna, mesta úrvalið sem nokkur framleiðandi lúxusbíla býður upp á.


 

 
  2017 lexus hybrid for business full width cinemagraph is fallback
2017 lexus hybrid for business portrait refined luxury

LEXUS HYBRID

FÁGUÐ ÞÆGINDI

Listrænt handverk snýst ekki einungis um frágang og áferð, það er kjarni þeirrar hugsunar að ná fram fullkomnum gæðum. Takumi-handverksmeistarar okkar flétta saman hefðbundnum aðferðum og nútímalegri tækni á öllum stigum framleiðslunnar, allt frá hönnun afkastamiðaðs undirvagnsins til handunninnar klæðningarinnar og innanrýmisins. Í sameiningu miðar þetta allt að því að skila óaðfinnanlegri framleiðslu.

Snjöllu öryggiskerfin okkar, Lexus Safety System+ og Lexus Safety System+ A, veita framsækna og hátæknilega akstursaðstoð þar sem kerfið les veginn og bregst við fyrirætlunum ökumanns. Þannig fær ökumaðurinn fullkomna stjórn, öryggi og þægindi við akstur.

Trygging fyrir öll fyrirtæki eða rekstraraðila bílaflota.