concept cars

HUGMYNDABÍLAR


Hugmyndabílar Lexus veita forvitnilega nasasjón af hönnunarstefnu okkar í framtíðinni.

main menu lexus brand

NÝSKÖPUN Í
HÖNNUN

Þessi hluti birtir nokkrar af eftirtektarverðustu hönnunarhugmyndum okkar og sýningum.

hybrid cars

HYBRID
BÍLAR

Lexus er einn helsti framleiðandi lúxus hybrid bíla í heiminum í dag.

lexus service

ÞJÓNUSTA LEXUS


Það er lúxus að eiga Lexus.

Used car hero

NOTAÐIR
LEXUSBÍLAR

Skoðaðu notaða lúxus bíla frá Lexus

F Marque panel 1920 hero
F Sport

KAPPAKSTURSHÖNNUN MEÐ LÚXUSBLÆ

FÆDDUR Á
BRAUTINNI

Í ÞRÓUNARSTARFI OKKAR FYRIR LEXUS F-HÁGÆÐA BÍLA NOTUM VIÐ KAPPAKSTURSBRAUTINA
SEM TILRAUNASTOFU.

„F“-táknið felur í sér allt sem Lexus stendur fyrir og er innblásið af
hinni heimskunnu fyrstu beygju á japönsku kappakstursbrautinni við rætur Fuji-fjalls, en sú braut er í FIA-flokki 1.

F-HUGMYNDAFRÆÐIN

F-BÍLARNIR ERU HANNAÐAIR OG SMÍÐAÐAIR MEÐ ÞVÍ AUGNAMIÐI AÐ NÁ MEIRI ÁRANGRI OG ÞRÓA BETRI TÆKNI EN NOKKRU SINNI FYRR, OG SKAPA AKSTURSUPPLIFUN SEM ER ÓBLANDIN ÁNÆGJA. ÞETTA KÖLLUM VIÐ F-HUGMYNDAFRÆÐI

ÞETTA MARKMIÐ ER SKULDBINDINGIN SEM ALLT STARF LEXUS HVÍLIR Á.

lfa badge

F-flaggskipið okkar er sannkölluð holdgerving „F-hugmyndafræðinnar“ og felur í sér ástríðu og hámarksafköst.

F-bílarnir eru þróaðir með hámarks frammistöðu í huga og bera höfuð og herðar yfir hefðbundna bíla í Lexus-línunni.

fsport badge

Með því að kynna þér viðbæturnar sem gerðar hafa verið á hönnun og afkastagetu miðað við staðalgerðirnar færðu smjörþefinn af F.

LFA

ÞROTLAUS VIÐLEITNI TIL AÐ SETJA NÝ VIÐMIÐ Í HÖNNUN OG SMÍÐI LEIDDI OKKUR AÐ LFA-BÍLNUM, SEM ER SANNKALLAÐUR OFURBÍLL. ÆÐSTA MARKMIÐ OKKAR ER AÐ ÞRÓA FULLKOMNA TENGINGU Á MILLI BÍLS OG BÍLSTJÓRA.
HVER EINASTI AF ÞEIM TÍU ÞÚSUND ÍHLUTUM SEM FINNA MÁ Í LFA-BÍLNUM ER EINSTAKUR OG SÉRHANNAÐUR.

LFA Í SMÁATRIÐUM

 • 5,0 lítra V10-aflvél í kappakstursstillingu skilar 552 DIN hö. og F1 útblásturshljóði
 • Sex gíra gírkassi með gírskiptirofum
 • Sjálfberandi undirvagn úr fjölliðuefni með koltrefjastyrkingu og straumlínulaga hönnun
 • Hraðavirkjuð vindskeið að aftan myndar aukinn niðurþrýsting
 • Einstakt mælaborð, hannað fyrir kappakstur

 • 0–100 km/klst.: 3,7 sek.
 • Hámarkshraði: 325 km/klst.
 • Kvartmíla: 11,6 sek.
 • Aksturstími á hring á Nürburgring-brautinni: 07,14,64 sek.

RC F

HINN STÓRKOSTLEGI RC F HEFUR FENGIÐ Í ARF ALLT ÞAÐ BESTA FRÁ LFA, SVO SEM DJARFT YTRA BYRÐIÐ MEÐ STÓRUM HLIÐARSVUNTUM OG RÁMT ÚTBLÁSTURSHLJÓÐIÐ.
RC F ER JAFN ÆSANDI Í AKSTRI OG HANN ER FALLEGUR Á AÐ LÍTA, ENDA SAMEINAR HANN STÆLT ÚTLIT OG NÝJUSTU TÆKNIÞRÓUN Á SVIÐI AKSTURSBÚNAÐAR.

RC F Í SMÁATRIÐUM

 • V8-aflvél í kappakstursstillingu skilar 477 DIN hö. og 530 Nmtogi
 • Hraðvirk átta þrepa sjálfskipting með sportgírkassa skiptir niður á aðeins0,2 sekúndum
 • Stífur undirvagn og mismunadrif með átaksstýringu tryggja frábæra stjórnun á miklum hraða og einstaka lipurð í beygjum
 • Vindskeiðin að aftan myndar aukinn niðurþrýsting þegar ekið er á hraða yfir 80 km/klst.
 • Mælaborðið er hannað með kappakstur í huga og er meðal annars búiðþyngdaraflsmæli og skeiðklukku

 • 0–100 km/klst.: 4,5 sek.
 • Hámarkshraði: 270 km/klst.

F SPORT

LEXUS F SPORT-ÚTFÆRSLURNAR HAFA VERIÐ BÚNAR MÖGNUÐUM VIÐBÓTUM Á ÚTLITSHÖNNUN, JAFNT INNAN SEM UTAN, SEM LJÆR ÞEIM SÉRSTAKT OG DJARFT YFIRBRAGÐ. AKSTURSEIGINLEIKAR HAFA VERIÐ BÆTTIR ENN FREKAR MEÐ ÖFLUGRI FJÖÐRUN OG HEMLAKERFI SEM TRYGGIR SÉRLEGA SPENNANDI AKSTURSUPPLIFUN.

Til að þú getir nýtt þér þjónustuna á vefsvæði Lexus sem allra best notum við, og valdir samstarfsaðilar okkar, kökur á vefsvæði okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum göngum við út frá því að þú samþykkir að veita viðtöku kökum frá vefsvæði Lexus.

LESA MEIRA