1. Lexus rafvæðing
  2. Hybrid frumkvöðlar
Flýtival
Flýtival
LEXUS RAFVÆÐING

HYBRID FRUMKVÖÐLAR

TÆKNI Í FREMSTU RÖÐ

Frá því að fyrsti bíllinn okkar var kynntur til sögunnar fyrir meira en 30 árum hefur Lexus verið samnefnari fyrir einstaka hönnun, gæði og handverk. Það sem er ef til vill mikilvægast af öllu er að við erum einnig frumkvöðlar í rafvæðingu lúxusbíla.

Í meira en 15 ár hefur Lexus búið til fyrsta flokks tækni til að bæta upplifun fólks og til góðs fyrir samfélagið í heild. Sem frumkvöðull í fararbroddi á heimsvísu á sviði raftækni höfum við kynnt til sögunnar byltingarkenndar nýjungar á borð við tveggja þrepa niðurfærslugírinn og fjölþrepa Hybrid kerfið, sem sett hafa viðmið fyrir framtíðina.

TAKUMI-MEISTARAR

Nútímatæknin í rafknúnu bílunum okkar er samtvinnuð hefðum Takumi-meistaranna okkar. Hvarvetna er hugað að smáatriðunum, allt frá fallegu handslípuðu lakkinu til samsetningar rafmótora í sótthreinsiherbergi.

Þú leggur af stað í spennandi könnunarleiðangur í þægilegum, handsaumuðum leðursætum sem hönnuð eru með innblæstri frá „sashiko“, hefðbundinni japanskri stungusaumstækni sem gefur áklæðinu bæði aukinn styrk og stílhreint útlit.

Áður en bíllinn kemur heim til þín er hann að lokum yfirfarinn í tvígang til að tryggja fullkomnun. Rafmagnaðir tímar bjóða upp á tímalausa hönnun og gæði.

LF-30 HUGMYNDABÍLLINN

Við höfum ekki í hyggju að lifa eingöngu á fornri frægð, og þess vegna höfum við nýlega kynnt til sögunnar LF-30 hugmyndabílinn. Þessi bíll er þróaður til að veita aukna ánægju og býður upp á stjórn sem er löguð að þörfum ökumannsins og lúxusumhverfi, allt pakkað inn í rennilegt og framsækið ytra byrði. Bíllinn nýtur góðs af meira en tuttugu ára reynslu á sviði rafvæðingar, er búinn fjórum rafmótorum í hjólum, rafstýringu og háþróaðri hæðarstillingu Lexus og býður upp á einstaka akstursupplifun.

Í framsæknu innanrýminu er notuð sjálfvirk tækni og ný ítarleg hæðarstilling sem eykur akstursánægjuna enn frekar. Næstu kynslóðar viðmót felur meðal annars í sér stjórnun með bendingum og bætta framsetningu upplýsinga um bílinn með auknum raunveruleika. Hægt er að stilla gagnsæi hliðarrúðanna að vild, sem býður upp á einstakt útsýni yfir landslagið þegar þess er óskað eða gott næði þegar þig langar bara að vera í einrúmi með bílnum þínum.