Hljóð, í öllum sínum margbreytileika og fegurð, er einn undirstöðuþáttanna í hversdagslífinu – og þeir sem hafa næmt eyra fyrir vel hönnuðum hljóðviðburðum vita fátt meira spennandi en virkilega vandaðan hljóm. Hollenska tónskáldið og tæknisnillingurinn Paul Oomen er einn þeirra, en hann segir að hljóð hafi ævinlega verið hans „aðferð við að virkja hugmyndaflugið“.
Hann fór í fyrstu könnunarferðirnar um hljóðheima þegar hann var á barnsaldri og hófst með því ævilöng ástríða fyrir töfraveröld hljóðsins. Oomen hefur helgað sig því að rannsaka hin margbrotnu tengsl milli okkar mannanna og þess hljóðheims sem við upplifum.