AFKÖST
F SPORT
Hver einasta F SPORT gerð sækir innblástur í LFA ofurbílinn, RC F og GS F sem gefur fallegum bílum Lexus-línunnar sportlegra yfirbragð. F hugmyndafræði Lexus er greypt inn í hvern einasta F SPORT-bíl í gegnum kraftmikla hönnun ytra byrðisins, sportlegt stjórnrýmið og sérstaklega fínstillta aksturseiginleikana – allt gert til að ýta undir hrífandi útlit og upplifun ökumannsins.
YTRA ÚTLIT F SPORT
F SPORT útlitið er hannað til að vekja eftirtekt með afgerandi snældulaga grilli og krómuðum skreytingum. Stór kæligöng fyrir hemla og straumlínulagaðir uggar neðan á vindskeið að framan undirstrika öfluga og ágenga stöðuna um leið og þau auka niðurþrýsting. Einstakar álfelgur og látlaus F SPORT merki fullkomna útlitið og eru um leið tilvísun til upprunans: Fuji Speedway-kappakstursbrautarinnar.
-
SÉRHANNAÐAR FELGUR OG HÁRNÁKVÆM FJÖÐRUN
Á léttar álfelgurnar eru settir „low profile“ hjólbarðar sem tryggja frábært grip í beygjum. Fjöðrun að framan og aftan er hárnákvæmt stillt til að skila enn betri aksturseiginleikum.
-
SÉRSMÍÐAÐUR FRAMSTUÐARI OG GRILL
Einkennandi snældulaga grillið og stuðarinn á F SPORT bílnum fanga athyglina og gefa honum djarfan og ákveðinn svip. Á neðri hlutanum að framan er innbyggð vindskeið, auk tveggja ytri grilla.
INNRA RÝMI F SPORT
Á meðal atriða í innanrými F SPORT-gerða sem sótt eru til kappakstursbíla eru sæti með sérstökum stuðningi, vélunnin álfótstig og F SPORT-stýri. Um leið og þú sest inn í sérhannað stjórnrýmið sérðu hvernig hvert einasta smáatriði er hannað til að tengja þig við bílinn og sportlega eiginleika hans.

-
EINSTAKLEGA VÖNDUÐ SÆTAHÖNNUN
F SPORT sætahönnunin veitir stuðning í beygjum frá mjöðmum upp að herðum og er nú með ítarlegra hönnunarsniði sem fellur enn betur að líkamanum. Á sætunum er ákaflega fallegur útsaumur sem er handunninn af Takumi meisturum okkar.
-
SKJÁR Í SÖNNUM KAPPAKSTURSANDA
Rennileg hönnun mælaborðsins í F SPORT hefur að augnamiði að miðla öllum lykilgögnum um aksturinn til þín á einfaldan máta. Mælaborðið er tengt við akstursstillingarvalið og uppsetning þess ræðst af því hvaða akstursstilling er valin.
Athugið: Í boði með völdum gerðum Lexus.
-
SPORTSTÝRI OG SPORTFÓTSTIG
Haganlega hannað sportstýrið er með F SPORT-merki og klætt götuðu leðri sem kallast á við gírstöngina. Undir fótum þér finnurðu hvernig vélunnu álfótstigin endurspegla kappakstursmiðaða nálgunina í hönnun F SPORT-gerðanna og veita afburðagrip og enn næmari aksturstilfinningu en áður.
Athugið: Í boði með völdum gerðum Lexus.
VELDU RÉTTU F SPORT GERÐINA FYRIR ÞIG
Auðþekkjanlegur stíll F SPORT útfærslunnar er í boði yfir alla Lexus línuna, þar á meðal CT, tveggja dyra RC og RX jeppann. Nú er tíminn til að taka stökkið: Kannaðu hvaða F SPORT gerð hentar þér.