1. Kynntu þér Lexus
  2. Afköst
  3. F Útfærslur
Lexus á Íslandi
 

ALVÖRU AFKÖST, TÆR AKSTURSÁNÆGJA

Þessir bílar eru smíðaðir með afköst í huga, sem meðal annars lýsir sér í því að hver gerð er með sérhannaða vél, auk þess sem allir bílarnir bjóða upp á sérlega öfluga aksturseiginleika.

KNÚINN AF HUGSJÓN, FULLKOMNAÐUR Á KAPPAKSTURSBRAUTINNI

 

F hugmyndafræðin sameinar kappaksturstækni, nákvæma smíði og – það sem mestu máli skiptir – ástríðu fyrir að fanga tæra og ómengaða akstursupplifun. Kynntu þér F gerðirnar.

Lexus F bílar eru hannaðir frá grunni til að gera ökumanninum kleift að fullnýta færni sína í stað þess að krefjast mikillar akstursfærni. Undir stýri öflugs Lexus F upplifirðu akstursánægju í sinni tærustu mynd.

RC F

ÁHRIFAMIKILL BÍLL SEM FÆR HJARTAÐ TIL AÐ MISSA ÚR SLAG

Sumir hafa lýst nýjum RC F sem stórkostlegasta öfluga fjögurra sæta bíl sem framleiddur hefur verið. Öðrum finnst það vægt til orða tekið, hér sé einfaldlega um að ræða óviðjafnanlegt afrek í þróun afkastagetu, allt frá toppi til táar. Hvernig sem reynt er að lýsa RC F munu orð hins vegar aldrei undirbúa þig undir þá rússíbanareið tilfinninga og upplifunar sem bíður þín.

RC F Í SMÁATRIÐUM

  • Öflug V8-vélin skilar 477 DIN hö. og 530 Nm togi
  • Hröð 8 þrepa Sport Direct Shift-sjálfskipting skiptir niður á aðeins 0,2 sekúndum
  • Stífur undirvagn og mismunadrif með átaksstýringu skila öruggri stjórn á miklum hraða og framúrskarandi lipurð í beygjum
  • Stillanleg vindskeið að aftan býður upp á aukinn niðurþrýsting á yfir 80 km/klst.
  • Mælaborð í anda kappakstursbíla með þyngdarkraftsmæli og skeiðklukku
  • 0–100 km/klst.: 4,5 sek.
  • Hámarkshraði: 270 km/klst.

 

RC F MYNDIR

 

Um leið og þú sest inn í sérhannað stjórnrýmið sérðu hvernig hvert einasta smáatriði er hannað til að tengja þig við bílinn og sportlega eiginleika hans.

GS F

FÆR HJARTAÐ TIL AÐ SLÁ HRAÐAR

Að víkka út mörk hins mögulega er ekkert nýtt, en að hunsa þau algerlega er allt annað mál. GS F er handsmíðaður bíll með gríðarlega öfluga 5 lítra V8 vél með 32 ventlum og tveimur ofanáliggjandi kambásum. Þú ekur honum ekki – þú sleppir honum lausum. Þrátt fyrir að GS F sé djörf túlkun á Lexus F hugmyndafræðinni býr hann líka yfir þeirri fágun, áferð og gæði sem vænta má frá Lexus.

 

GS F Í SMÁATRIÐUM

  •  Öflug V8-vélin skilar 477 DIN hö. og 530 Nm togi
  •  Hröð 8 þrepa Sport Direct Shift-sjálfskipting skiptir niður á aðeins 0,2 sekúndum
  •  Stífur undirvagn og mismunadrif með átaksstýringu skila öruggri stjórn á miklum hraða og framúrskarandi lipurð í beygjum
  • Stillanleg vindskeið að aftan býður upp á aukinn niðurþrýsting á yfir 80 km/klst.
  • Mælaborð í anda kappakstursbíla með þyngdarkraftsmæli og skeiðklukku
  • 0–100 km/klst.: 4,5 sek.
  • Hámarkshraði: 270 km/klst.