1 2020 motorsport hero

TECH1 RACING

TÍMABILIÐ ER HAFIÐ

Þetta er annað árið í röð sem Tech1 kappakstursliðið frá Toulouse á í samstarfi við Lexus um að taka þátt í GT World Challenge Europe. Keppninni þurfti að fresta vegna COVID-19 en verður nú haldin af fullum krafti. Þar getur þú fylgst með velgengni liðsins á þessu tímabili þar sem það stefnir að því að sigra Silfurbikarinn í GT3.

FRANSKIR HÆFILEIKAR
Þrír ungir, franskir ökumenn eru undir stýri í ár. Aurélien Panis og Thomas Neubauer munu taka þátt í Sprint-meistaramótinu og Timothé Buret tekur síðasta plássið í Endurance-hópnum. Þrátt fyrir 23 ára meðalaldur hefur liðið áður unnið náið með ökumönnunum í mismunandi flokkum.

Með því að staðfesta að Aurélien Panis verði opinber ökumaður liðsins ryður Lexus brautina fyrir ungt fólk í að verða fulltrúar vörumerkisins í GT. Aurélien er hæfileikaríkur og stöðugur ökumaður sem hefur mikla reynslu af kappakstri í eins manns bílum og hefur sýnt mikla hæfileika á undanförnum meistaramótum.

Timothé Buret hefur öðlast góða reynslu með þátttöku sinni í ELMS og „24 Hours of Le Mans“ með liðinu. Í fyrra spilaði hann lykilhlutverk í áhugamannahópi Lexus í kappakstrinum „Total 24 Hours of Spa“ í GT3.

Thomas Neubauer er ökumaður sem er fullur af orku og eldmóði og þyrstir í sigur. Hann er sá eini af ökumönnunum þremur sem hefur tekið þátt í heilu tímabili í GT3. Reynsla hans mun nýtast liðsfélögum hans mjög vel.

  

  
    2 2020 motorsport long body
TILBÚINN Í KAPPAKSTUR
„Ég er mjög ánægður og stoltur af því að taka þátt fyrir hönd Lexus í GT World Challenge Europe sem opinber ökumaður liðsins,“ segir Aurélien Panis sem hefur tekið þátt í GT3 GTWCE Endurance Cup og Sprint Cup. Það er einnig mjög ánægjulegt að vera kominn aftur í Tech1 Racing-liðið, en með því liði þreytti ég frumraun mína í Formula Renault 3.5 og fékk tækifæri til að taka þátt í nokkrum keppnum í fyrra í Blancpain Sprint með Lexus.

„Okkur er það mikil ánægja að vinna með Lexus á ný,“ segir Sarah Abadie, liðsstjóri Tech1.
„Við viljum þakka Lexus kærlega fyrir að treysta okkur til að halda samstarfi okkar áfram fyrir RC F GT3. Við erum einnig þakklát fyrir þann stuðning sem við fáum utan tækni- og íþróttahliðarinnar. Lexus hefur stutt hugmynd okkar um að búa til þjálfunarkerfi með ungum ökumönnum sem leggja sitt af mörkum til að efla þetta frábæra vörumerki í GT.

Við höfum allt sem þarf til að takast á við áskorunina að vinna Silfurbikarana í GT World Challenge Europe og koma Lexus í sviðsljósið.“

„Lexus Europe hlakkar til nýja tímabilsins með Tech1 Racing og Olivier Panis í World Challenge Europe-meistarakeppninni,“ segir Olivier Naus - framkvæmdastjóri vörumerkis, viðburða og akstursíþrótta hjá Lexus í Evrópu. „Við getum ekki beðið eftir að sjá bílinn á brautinni!

„2020-hópurinn með Aurélien, Thomas og Timothé setur okkur í sterka stöðu. Við erum sannfærð um að þessir ökumenn eru framtíð kappaksturs og hlökkum til að sjá þá undir stýri á RC F GT3.“

  

  
    3 2020 motorsport long body
FYLGSTU MEÐ HASARNUM
Vegna COVID-19 gátum við ekki fylgt upprunalegu áætluninni en nú hefur verið gefin út ný keppnisáætlun fyrir GT World Challenge í Evrópu, sem styrkt er af AWS.

Við munum greina frá öllum keppnunum og velgengni liðsins okkar. Opinbert vefsvæði GT World Challenge Europe er að finna á hér.