FRÉTTIR AF LEXUS

LEXUS KYNNIR FRAMTÍÐARSÝN SÍNA FYRIR RAFBÍLA MEÐ HEIMSFRUMSÝNINGU Á HUGMYNDABÍLNUM LF-30 ELECTRIFIED

TÓKÝÓ, JAPAN (23. október 2019)
Í stöðugri leit sinni að nýjum hugmyndum og ótrúlegum upplifunum hefur Lexus afhjúpað framtíðarsýn sína um „Lexus Electrified“ fyrir komandi kynslóð rafknúinna bíla. Hápunktur þessa var kynningin á hugmyndabílnum LF-30 Electrified, sem var heimsfrumsýndur á 46. bílasýningunni í Tókýó 2019.

Frá upphafsári vörumerkisins 1989 hefur Lexus leitast við að færa viðskiptavinum sínum framsæknar og einstakar vörur og upplifanir sem virkja öll fimm skilningarvitin. Frá því að RX 400h var fyrst kynntur til sögunnar árið 2005 hefur Lexus verið leiðandi á heimsvísu í notkun raftækni, svo sem með hönnun tveggja þrepa niðurfærslugírs og fjölþrepa hybrid-kerfi, til að bjóða upp á framúrskarandi afkastagetu og einstaka akstursupplifun í hybrid-bílum Lexus.

Framtíðarsýnin um „Lexus Electrified“ sem afhjúpuð var í dag setur markið hátt þegar kemur að afköstum, aksturseiginleikum, stjórn og akstursánægju, og jafnvel hreyfanleika í samfélaginu sem tekur sífelldum breytingum með tilkomu sjálfvirks aksturs og rafbílavæðingar.

Lexus hefur þróað ítarlega hæðarstillingu og aðrar raftækninýjungar sem ætlað er að gera aksturinn skemmtilegan og umbreyta lúxusbifreiðum framtíðarinnar með afgerandi hætti. Til að ná þessu fram hefur Lexus dregið lærdóm af þróun sinni á kjarnatækni sem finna má í mörgum vinsælum gerðum hybrid-bíla frá Lexus með blönduðum bensín- og rafmagnsvélum. Á meðal þess sem hefur verið bætt er rafhlöðustjórnunin, aflstjórneiningar og rafmótorar. Lexus Electrified-tæknin gefur möguleika á innbyggðri stjórnun aflrásar, stýringar, fjöðrunar og hemla sem nýtir mótorstýringartæknina sem hefur verið ræktuð í hybrid-bílunum til fullnustu. Með þessari tækni er hægt að stjórna aksturskraftinum til að tryggja bestu stöðu bílsins í hvaða akstursaðstæðum sem er. Lexus heldur áfram að veita ánægjulegri og öruggari upplifun við akstur.

Til að komast nær þessu marki hefur Lexus einsett sér að afhjúpa fyrsta rafmagnsbílinn í nóvember 2019 og bregðast við mismunandi þörfum á hverju svæði, meðal annars með frekari þróun á hybrid-bílum, tengiltvinnbílum, rafmagnsbílum og vetnisbílum. Í kjölfarið mun Lexus svo auka úrval sitt af rafmagnsbílum og áætlað er að kynna fyrsta Lexus-tengiltvinnbílinn og nýja sérhannaða rafmagnsbíla snemma á næsta áratug. Árið 2025 mun Lexus geta boðið upp á rafknúnar útfærslur af öllum Lexus-bílum og stefnan er að salan á rafbílum muni fara fram úr sölu hefðbundinna bíla með brunahreyflum.

Til viðbótar við sýninguna á LF-30 Electrified mun bás Lexus á bílasýningunni í Tókýó bjóða upp á „skynjunarleikhús Lexus“ sem er staður þar sem gestir geta virkjað skilningarvitin fimm með áhugaverðum hætti. Leikhúsið samanstendur af tveimur upplifunarrýmum, annars vegar fyrir heyrn og hins vegar sjón. Á fyrsta sviðinu má heyra vélarhljóðið í Lexus LFA með 360 gráðu þrívíddarhljóði.
Á seinna sviðinu er boðið upp á sjónræna upplifun með skjámyndavörpun á Lexus LC-bílnum, sem skiptir um útlit í samræmi við mismunandi tíma dagsins og sjónarhorn. Í þessum bás er hægt að fá fulla tilfinningu fyrir hugmyndafræði Lexus í gegnum „raunverulega“ örvun skilningarvitanna.

* 46. bílasýningin í Tókýó 2019 verður haldin á Tokyo Big Site við ströndina í Tókýó frá 23. október til 4. nóvember og blaðamannafundir verða haldnir 23. og 24. október. Sérstakur boðsdagur er 24. október, forkynningardagur 25. október og opnir dagar fyrir almenning frá 25. október til 4. nóvember.