2018 lexus lfa hero

06 / 08 / 2018

HINN EINSTAKI LFA Í „24 HOURS OF SPA“ KAPPAKSTRINUM

Emil Frey-kappaksturslið Lexus þreytti frumraun sína í „Total 24 Hours of Spa“ kappakstrinum dagana, 28.–29. júlí, með tvo Lexus RC F GT3 bíla, en það var í 70. sinn sem þrekraunin sögufræga fór fram.
Þátttaka í kappakstrinum kom í kjölfar þess að Emil Frey Lexus-liðið náði góðum árangri á fyrsta heila tímabili sínu í Blancpain GT-kappakstursröðinni, þar á meðal glæsilegum sigri í fimmtu umferð keppninnar sem fór fram á brautinni Circuit Paul Ricard í Frakklandi.

Liðið hafði einnig átt gott prófunartímabil á brautinni Spa Franchorchamps – heimavelli „Total 24 Hours of Spa“ – þar sem fjöldi uppsetninga og stillinga voru prófaðar við bæði blautar og þurrar aðstæður.
Að auki kom við sögu árangursrík prófraun í Spa Francorchamps á síðasta ári, þegar liðið tryggði sér stöðu fremst á ráslínunni í heimskeppni RC F GT3 og vann í kjölfarið yfirburðasigur í einni umferð mótaraðarinnar „International GT Open“.

Liðsstjórinn Lorenz Frey sagði að sjálfstraust liðsins hefði aukist við prófraunina og þá vitneskju að RC F GT3 hefði sýnt af sér mikla leikni á krefjandi, sjö kílómetra langri Spa-brautinni. „Ef tekið er tillit til þess að krappar beygjurnar á brautinni í Spa henta Lexus RC F GT3 bílnum okkar mjög vel ættum við að ná góðum árangri,“ sagði hann. „Spa er einn erfiðasti GT3-kappaksturinn og fer hann fram á stórkostlegri kappakstursbraut, líklega þeirri flottustu í heimi. Allir í liðinu eru mjög spenntir að taka þátt í okkar fyrsta sólarhringskappakstri í Lexus“.
 
 
 
 
        text space quote
        2018 lexus lfa portrait

SPA ER EINN ERFIÐASTI GT3-KAPPAKSTURINN OG FER HANN FRAM Á STÓRKOSTLEGRI KAPPAKSTURSBRAUT, LÍKLEGA ÞEIRRI FLOTTUSTU Í HEIMI. ALLIR Í LIÐINU ERU MJÖG SPENNTIR AÐ TAKA ÞÁTT Í OKKAR FYRSTA SÓLARHRINGSKAPPAKSTRI Í LEXUS.

Lorenz Frey, liðsstjóri
Hópur þaulreyndra bílstjóra, þar á meðal hinn mónakóski Stéphane Ortelli – sem hefur áður sigrað kappakstrana „24 Hours of Spa“ og „24 Hours of Le Mans“ – óku RC F GT3 bílunum tveimur fyrir hönd Emil Frey Lexus-liðsins í kappakstrinum.
 
 
 
 

LFA LISTRÆNN BÍLL

 
Til að fagna þessari frumraun og 10 ára afmæli F-sportbílamerkis Lexus sýndi Lexus í Evrópu einstakan listrænan LFA-bíl á viðburðinum. Bíllinn er hannaður af portúgalska listamanninum Pedro Henriques, en útlit þessa einstaka ökutækis sameinar einkennandi útlínur margrómaða LFA-ofurbílsins frá Lexus og lifandi mynstur sem táknar hreyfingu og sífellda þróun.
„Fyrir þetta útlit sótti ég innblástur í hugmyndina um flæði í nútímalífi, þar sem hlutir eru á stöðugri hreyfingu og erfitt er að festa þá,“ útskýrir Pedro. „Línurnar í teikningunum lýsa þessari upplifun af því að vera alltaf á ferðinni og aldrei á sama stað; líf í stöðugri sókn. Ég vildi ná fram tilfinningu um samfellu með því að nota handgerðan efnivið og fljótandi línur í mynstrinu á bílnum. Þannig vonast ég til að skapa upplifun þar sem bíllinn verður ekki í einu föstu formi, heldur síbreytilegur í hreyfingum sínum.“
 
 
 

ÉG VONAST TIL AÐ SKAPA UPPLIFUN ÞAR SEM BÍLLINN VERÐUR EKKI Í EINU FÖSTU FORMI, HELDUR SÍBREYTILEGUR Í HREYFINGUM SÍNUM.

Pedro Henriques
 
 
 
Lexus leggur rækt við list og hönnun, eins og sýnir sig á hverju ári þegar fyrirtækið setur upp sýningar á hönnunarvikunni í Mílanó. Í sumar opnaði Lexus einnig tímabundna UX-listasýningu í Lissabon með verkum eftir nokkra listamenn, þar á meðal Pedro Henriques.