1 2020 ux newsroom article

FRÉTTIR AF LEXUS

UX 300e: FYRSTI RAFKNÚNI LEXUS BÍLLINN BÝÐUR MESTU GÆÐI Í FLOKKI SAMBÆRILEGRA BÍLA

Nýi UX 300e nýtur góðs af einstakri reynslu Lexus sem smíðað hefur yfir 1,7 milljón rafknúinna Hybrid bíla frá árinu 2005, og einkennist af þeim óviðjafnanlegu gæðum og áreiðanleika sem eru aðalsmerki vörumerkisins. Hér er byggt á lýtalausu orðspori á sviði rafhlöðutækni og -endingar, og þessi fyrsti alrafknúni Lexus nýtur sérstaklega góðs af forystu þessa lúxusbílafyrirtækis á sviði rafhlöðustjórnkerfa, aflstýringarbúnaðar og rafmótora.
GLÆNÝ GERÐ AF LITÍUM-JÓNA-RAFHLÖÐU
UX 300e er knúinn nýrri 54,3 kílóvattstunda rafhlöðu með mikla afkastagetu sem nær 400 km drægi við NEDC-prófun, sem samsvarar yfir 300 km markdrægi við WLTP-prófun. 288 sellu litíumjónarafhlöðupakkinn er staðsettur undir bílgólfinu til að tryggja lága þyngdarmiðju og skapa rýmið og hagkvæmnina sem þarf fyrir lúxussportjeppa fyrir borgarakstur.
SÉRLEGA MIKIL ENDING RAFHLÖÐU
Til að hámarka stjórnun og auka drægið vakta rafhlöðuskynjarar spennustigið í hverri rafhlöðusellu og rafhlöðublokkinni í heild, sem og hitastigið í rafhlöðunni. Ásamt háþróuðu rafhlöðustjórnkerfi bílsins hefur þetta í för með sér einstaklega góða endingu hverrar rafhlöðusellu og aukið akstursdrægði.

Fyrir UX 300e hefur Lexus þróað loftkælikerfi fyrir rafhlöður sem er öruggara og léttara en vatnskælikerfi. Kælt loft fer í hringrás um rafhlöðupakkann og þannig fæst stöðugt aflúttak rafhlöðu, jafnvel við mikinn hraða og við endurtekna hraðhleðslu. Þetta kerfi vinnur samhliða loftkælingunni í innanrýminu og eykur afköst bílsins, rafhlöðuendingu og afkastagetu hleðslunnar.

Áreiðanleiki var einnig í fyrirrúmi við hönnun á hitunarkerfi rafhlöðunnar. Hitunarelement undir hverri rafhlöðueiningu lágmarka áhrif kulda á akstursdrægið og tryggja að þú færð alltaf fullt afl, frá fyrstu ræsingu.

Síðast en ekki síst er rafhlöðupakkinn búinn gúmmíþéttum til að verja hann gegn vatni og ryki, til að tryggja langa og áhyggjulausa endingu.
        2 2020 ux newsroom article
RAFKNÚINN BÍLL MEÐ HÁRNÁKVÆMRI HÖNNUN Á SAMBYGGÐUM GÍRKASSA OG DRIFI
Sérlega nettur, nýr sambyggður gírkassi og drif, með þriggja gíra uppsetningu og niðurfærslugír til að gefa færi á miklum mótorhraða skilar aflrásarafköstum sem eru einstök í flokki sambærilegra bíla, og um leið sérlega hljóðlát. Til að lengja líftíma íhluta enn meira og tryggja snurðulausa notkun hafa hönnuðir Lexus innleitt úrbætur á borð við slípun yfirborðsflata gírtanna, hljóðvarða vélarhlíf og endurbætt smurkerfi.
AFKASTAMIKILL RAFMÓTOR
Glænýja aflrásin í UX 300e er með mjög öflugum 150 kW (204 DIN hö.) rafmótor-/rafal sem knýr framhjólin. Þetta ljær bílnum náttúrulega en þó snarpa hröðun sem fer upp í 160 km/klst. og flýgur úr 0 upp í 100 km hraða á 7,5 sekúndum.
SMÍÐAÐUR SAMKVÆMT GÆÐASTÖÐLUM LEXUS
Til að tryggja að þessi fyrsti alrafknúni Lexus njóti allra þeirra einstöku gæða sem einkenna sérhvern Lexus-bíl er UX 300e smíðaður á sama stað og rafknúnu hybridbílarnir okkar, í margverðlaunaðri verksmiðju okkar í Kyushu þar sem rómaðir Takumi-meistarar hafa auga með öllu sem fram fer. Takumi-meistarar eru frægir fyrir að huga að sérhverju smáatriði og starf þeirra sýnir í verki metnað Lexus um einstök gæði hvers einasta bíls sem fyrirtækið sendir frá sér.