1. Kynntu þér Lexus
  2. Hönnun
  3. Hugarfar brautryðjandans
Lexus á Íslandi
 

HUGARFAR BRAUTRYÐJENDANS

Ný listgrein sköpuð á grundvelli ævafornra hefða.

Allt frá fyrstu dögum mannsins á jörðinni hafa menn unnið með tré og sköpunarverkin oft verið jafn frumstæð og þau eru frábær – en það á sannarlega ekki við um margbrotna og vandaða japanska Yosegi-útskurðarlist.

Þessi fíngerða og tímafreka útskurðarlist, sem hefur þróast á yfir 400 árum og er einnig þekkt sem „japönsk inngreypingarlist“, felst í að raða viðarbútum í mismunandi lit og með mismunandi áferð í flókin mósaíkmynstur af ýtrustu nákvæmni.

 

Þetta er sérlega flókið vinnuferli sem krefst gífurlegrar færni og reynslu og þess vegna hafa vinsældir þessarar einstöku listgreinar dalað svolítið á nýliðinni öld.

Þó er einn maður staðráðinn í að ekki einasta halda áfram að iðka hina fornu Yosegi-list, heldur færa henni einnig samtímalegri svip og kynna fegurð hennar fyrir heiminum öllum.

Ken Ota er víðfrægur sem einn helsti meistari okkar tíma á sviði Yosegi-trélistar. Hann er einnig óþreytandi talsmaður listarinnar og er jafn metnaðarfullur gagnvart viðhaldi hefðbundinnar tækni og hefða og hann er við að þróa nýjar aðferðir og hugmyndir innan sinnar listgreinar.

„Ég vil halda hefðinni við og vernda hana,“ segir Ota, sem vinnur í stúdíói í Hakone í Japan, en þar er einmitt vagga Yosegi-listarinnar. „Það verður best gert með þróun og nýsköpun. Þetta er ekki bara spurning um „að herma eða herma ekki eftir“ heldur að leggja rækt við eigin frumleika og hugmyndir.“

„ÉG VIL HALDA HEFÐINNI VIÐ OG VERNDA HANA,“ SEGIR OTA, SEM VINNUR Í STÚDÍÓI Í HAKONE Í JAPAN, EN ÞAR ER EINMITT VAGGA YOSEGI-LISTARINNAR. „ÞAÐ VERÐUR BEST GERT MEÐ ÞRÓUN OG NÝSKÖPUN. ÞETTA ER EKKI BARA SPURNING UM „AÐ HERMA EÐA HERMA EKKI EFTIR“ HELDUR AÐ LEGGJA RÆKT VIÐ EIGIN FRUMLEIKA OG HUGMYNDIR.“

Ken Ota, Yosegi-tréskurðarmeistari

Yosegi-verk eru svo einstök og margbrotin að það er útilokað að fjöldaframleiða þau og viðurinn sem listamaðurinn velur fyrir hvern handgerðu hlutanna endurspeglar fullkomlega næmi og smekkvísi hans, er nánast eins og „undirskrift“ hans.

Ota á að baki áralanga þjálfun í list sinni, fyrst í listaskóla í Saitama og því næst í hinu rómaða Kiro-stúdíói í Odawara. Hann notar 25 mismunandi viðartegundir frá gervöllu Japan, allt frá Hokkaido til Okinawa, og velur viðinn eftir viðfangsefninu hverju sinni.

Hann lítur svo á að viðurinn sem hann notar til að skapa eftirsótt listaverk sín (svo sem öskjur, bakka og glasabakka) sé ekki aðeins hráefni, heldur efniviður með sértæka eiginleika og eðli, og leggur áherslu á að laða fram það besta í hverju verki.

„Ég ber mikla virðingu fyrir lífinu sem býr í hverju tré sem er höggvið,“ segir hann. „Ég vil rækta með mér þakklæti í garð þess sem ég hef tekið. Hver viðartegund hefur sína sérstöku lögun og eiginleika og það færir mér frelsi og opnar ótal túlkunarmöguleika, sem á endanum er það sem skapar fegurðina.“

Eitt af því sem helst einkennir Yosegi er að ferlið er gífurlega tímafrekt og krefst einstakrar þolinmæði af hálfu handverksmannsins. Þetta stangast svolítið á við hraðann og spennuna í stafrænum heimi samtímans. Ota er hins vegar fullkomlega sáttur við hægaganginn sem list hans krefst og fagnar því að fá þannig tækifæri til að kanna vandlega allar hliðar listsköpunarinnar.

„Tíminn skiptir engu máli,“ segir hann. „Ég nýti það sem innra með mér býr við listræna tjáningu.“

NÝ LISTGREIN SKÖPUÐ Á GRUNDVELLI ÆVAFORNRA HEFÐA

Lexus leggur umfram allt áherslu á nýsköpun og sérlega vandað handverk. Með því að leggja rækt við þessa einstöku tækni, þar sem náttúruviður umbreytist í margslungin, ný form og mynstur, festir Lexus sem fyrr í sessi markmið sitt um að samþætta hefðarvenjur og tækniþróun.